Ég játa ég er neikvæður, ég stunda neikvæða orðræðu gagnvart atvinnulífi og forystumönnum þess.
Ég veit ekki hvað hefur komið yfir mig seinustu árin, það er eins og þyrmi yfir mig, neikvætt andrúmsloft þyrlast að mér, ég er umlukinn neikvæðri þoku. Hvað á ég að gera, hvað get ég gert. Get ég bætt mig?
Þetta varð mér til umhugsunar þegar ég sá grein Katrínar Pétursdóttur forstjóra Lýsis þessarar konu sem dælir lýsi og Omegasýrum yfir okkar sem gerir okkur svo hraust og glaðlynd að hennar sögn, seinast sem ég hafði séð til þessarar konu fyrir nokkrum mánuðum þá lagði hún sinn skerf fram til að þyrla upp jákvæðni. Hún mætti út í Straumsvík til skipa út áli, hún situr nefnilega í stjórn Rio Tinto Alcan á Íslandi. Þess fyrirtækis sem harðast hefur barist
gegn launafólki sínu seinustu árin. Seinustu árin virðast hafa verið Katrínu góð, en hún fór eins og fleiri fram úr sjálfri sér í Góðærinu sem endaði með gjaldþroti Hnotskurnar, fyrirtækis hennar og Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, en það virðist ekki hafa háð henni að hafa svona skell á bakinu. Hún stendur keik með bros á vör og gefur okkur hinum góð heilræði. Hefur meiri viðskiptavild en flestir.
En hvers vegna er þessi neikvæðni sem hún talar um, á hún einhvern þátt í að hann er til staðar? Detttur nokkrum það í hug? Ætli sé nokkur andleg kreppa í hennar sálarlífi. Hún sem sat í stjórn Glitnis, FL Group, Bakkavör, Viðskiptaráði Íslands, nánustu samstarfsmenn hennar hafa verið á fullu í Sjálfstæðisflokknum, aðrir tengjast sterkustu hlekkjum útvegsmafíunnar og Morgunblaðsins ( Gunnlaugur Sævar og Sigurbjörn Magnússon). Enda hefur hún komið sterk til baka. Hefur púlsinn á þjóðlífinu, við eigum að meta atvinnulífið eins og við metum í íþróttir og afreksfólk.
Já, andlega kreppan okkar hinna? Hvernig stendur á henni? Hvað er það sem við viljum sem veldur? Ætli það sé ekki að losna við þennan græðgissvip atvinnumafíunnar. Við viljum atvinnulíf sem tekur þátt í uppbyggingu mennta, heilbrigðis og velferðarþjóðfélags, sem finnst ekki eðlilegt að fela peninga sína í aflandsfélögum. Sem finnst ekki eðlilegt að hér búi tvær þjóðir. Önnur sem getur gert allt sem henni sýnist í valdi fjármagnsins, hin þar sem stór hluti verður að telja krónurnar á hverjum degi svo nóg sé til fyrir mat og skæði.
Þegar Katrín hefur áttað sig á því þá er hægt að ræða við hana um neikvæða og jákvæða orðræðu. Ekki fyrr.
Úr viðtali í Viðskiptablaðinu:
Neikvætt andrúmsloft gagnvart atvinnulífinu
Ég veit ekki hvað hefur komið yfir mig seinustu árin, það er eins og þyrmi yfir mig, neikvætt andrúmsloft þyrlast að mér, ég er umlukinn neikvæðri þoku. Hvað á ég að gera, hvað get ég gert. Get ég bætt mig?
Þetta varð mér til umhugsunar þegar ég sá grein Katrínar Pétursdóttur forstjóra Lýsis þessarar konu sem dælir lýsi og Omegasýrum yfir okkar sem gerir okkur svo hraust og glaðlynd að hennar sögn, seinast sem ég hafði séð til þessarar konu fyrir nokkrum mánuðum þá lagði hún sinn skerf fram til að þyrla upp jákvæðni. Hún mætti út í Straumsvík til skipa út áli, hún situr nefnilega í stjórn Rio Tinto Alcan á Íslandi. Þess fyrirtækis sem harðast hefur barist
gegn launafólki sínu seinustu árin. Seinustu árin virðast hafa verið Katrínu góð, en hún fór eins og fleiri fram úr sjálfri sér í Góðærinu sem endaði með gjaldþroti Hnotskurnar, fyrirtækis hennar og Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, en það virðist ekki hafa háð henni að hafa svona skell á bakinu. Hún stendur keik með bros á vör og gefur okkur hinum góð heilræði. Hefur meiri viðskiptavild en flestir.
En hvers vegna er þessi neikvæðni sem hún talar um, á hún einhvern þátt í að hann er til staðar? Detttur nokkrum það í hug? Ætli sé nokkur andleg kreppa í hennar sálarlífi. Hún sem sat í stjórn Glitnis, FL Group, Bakkavör, Viðskiptaráði Íslands, nánustu samstarfsmenn hennar hafa verið á fullu í Sjálfstæðisflokknum, aðrir tengjast sterkustu hlekkjum útvegsmafíunnar og Morgunblaðsins ( Gunnlaugur Sævar og Sigurbjörn Magnússon). Enda hefur hún komið sterk til baka. Hefur púlsinn á þjóðlífinu, við eigum að meta atvinnulífið eins og við metum í íþróttir og afreksfólk.
Já, andlega kreppan okkar hinna? Hvernig stendur á henni? Hvað er það sem við viljum sem veldur? Ætli það sé ekki að losna við þennan græðgissvip atvinnumafíunnar. Við viljum atvinnulíf sem tekur þátt í uppbyggingu mennta, heilbrigðis og velferðarþjóðfélags, sem finnst ekki eðlilegt að fela peninga sína í aflandsfélögum. Sem finnst ekki eðlilegt að hér búi tvær þjóðir. Önnur sem getur gert allt sem henni sýnist í valdi fjármagnsins, hin þar sem stór hluti verður að telja krónurnar á hverjum degi svo nóg sé til fyrir mat og skæði.
Þegar Katrín hefur áttað sig á því þá er hægt að ræða við hana um neikvæða og jákvæða orðræðu. Ekki fyrr.
„Já, það er einmitt svona auglýsing sem ég myndi vilja fyrir atvinnulífið. Einhverja jákvæða og góða tengingu. Við eigum að vera stolt yfir því sem við höfum. Við vorum einu sinni öll stolt yfir því að vera Íslendingar og við vorum öll stolt yfir okkur, okkar atvinnulífi, okkar fyrirtækjum og okkar afreksfólki. Við eigum að halda áfram að vera svolítið stolt.“
Viltu meina að það vanti þjóðarstolt í Íslendinga?
„Það er nefnilega spurningin. Það virðist ekki vanta þegar kemur að afreksfólki, þá erum við öll jafn stolt en þegar kemur að atvinnulífinu þá mættum við vera stolt þar líka. Við eigum það fyllilega skilið að hreykja okkur af íslensku atvinnulífi sem er framúrskarandi og það má líka alveg tala meira um þann árangur sem hefur náðst hér síð- an efnahagshrunið dundi yfir. Má ekki segja bara að íslendingar hafi verið duglegir? Kreppan er búin og komið góðæri en eftir situr andlega kreppan. Það má því vel segja að þessi auglýsing hafi ákveðinn undirtón.“
Neikvætt andrúmsloft gagnvart atvinnulífinu
Þrátt fyrir mikinn uppgang í viðskiptalífinu og samfélaginu öllu um þessar mundir segir Katrín neikvæða orð- ræðu gagnvart íslensku atvinnulífi fara mikið fyrir brjóstið á sér og hafa lengi gert. „Það er alltaf verið að tala niður og kasta rýrð á atvinnulífið. Það er tortryggt í hvívetna og það á sama tíma og við erum að horfa til þess að íslenskt atvinnulíf er að standa sig alveg gríðarlega vel. Það má til dæmis nefna sjávarútveginn þar sem erum við með fyrirtæki á heimsmælikvarða. Íslendingar eru að standa sig helmingi betur en nágrannaþjóðir sínar í umhirðu og fullnýtingu sjávarafurða. Við erum að nýta 75-78% af aukaafurðum samanborið við til dæmi 25-30% í Noregi.
Það er verið að gera svo vel svo víða í íslensku atvinnulífi og mér finnst það hreinlega ekki njóta sannmælis. Almennt finnst mér að það þurfi að koma til meiri hvatningar og viðurkenningar á því sem vel er gert á þessu sviði. Atvinnulífið er algjörlega órjúfanlegur hlutur frá heimilum, almenningi og byggð í þessu landi og mér finnst oft skorta skilning á þeirri tengingu.“ Aðspurð segir Katrín að henni finnist orð- ræðan vissulega hafa versnað í kjölfarið á efnahagshruninu árið 2008. „Það hreiðraði um sig einhvers konar tortryggni og neikvæðni í garð atvinnulífsins. Ég held að ég sé ekki ein á þessari skoðun.“
Engin ummæli:
Skrifa ummæli