sunnudagur, 5. júní 2016

Pistill um Forseta, Formann og Framsóknarmaddömur

Lesendur mínir hafa eflaust tekið eftir því að pistlar mínir hafa ekki sést seinustu vikunar.  Undirritaður fór að kynna sér Heilbrigðiskerfið af eigin reynslu til að geta tekið virkari þátt í umræðunni um hana á næstunni.  Meira um það seinna. 

Fátt hefur verið fréttnæmt á landinu fyrir utan þessar blessaðar forsetakosningar.  Rúmlega mánaðar kosningabarátta verður svolítið leiðigjörn.  Og spurning hvort menn eigi ekki að hafa hreint mannorðsvottorð.  Auk þess sem fólk þarf að geta tjáð sig í fjölmiðlum, en það virðist
vera töluverður misbrestur á því.  Ég hlustaði á eina konuna í vikunni í viðtali við Óðin, hann þurfti eiginlega að draga hvert orð upp úr henni. Fólk fer ekki á Bessastaði  til að reka Þagnarbúðir (það er nú ansi góð hugmynd), og enn síður að halda fyrirlestra um Heimsástandið á furðulegum forsendum svo maður svitnar.  

Stórfrétt vikunnar var auðvitað enn einn endurkoma Sigmundar Davíðs í mannheima.  Hvar sem hann nú var þá virðist hann ekki hafa hugleitt mál sín seinustu mánuði og ár.  Það var ekki bara verið að tala um einn bankareikning hjá honum, það var svo margt annað sem hann braut af sér sem forsætisráðherra getur ekki gert eða hegaða sér.  Þögn yfir stöðu sem hann á ekki að vera í.  Vera í kröfuaðgerðum og samningum við ríkið þar sem hann æðsti ráðamaður.  Það er sorglegt ef Framsóknarflokkurinn ætlar að gleypa þessa hugmyndir hans um ofsóknir, brjálæði og sakleysi. Það kæmi manni ekki svo sem á óvart.  Nóg eru kjósendur ánægðir með Aflandskarlinn Bjarna Ben og allt hans lið.  Klígjan kom upp í hálsinn þegar fundarmenn stóðu upp til að lýsa yfir samstöðu við Formanninn.  

Sjaldan hef ég séð neitt vandræðalegra þegar Sigmundur reyndi að faðma nokkrar Framsóknarmaddömur líklega gegn vilja sumar þeirra.  Væntanleg kemur formaðurinn tvíefldur í haust með nýja stórmeistaraáætlun að sigra næstu kosningar.  


Myndir: Greinarhöfundur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli