miðvikudagur, 6. júlí 2016

Glæpasögur: Lilja Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson

Sumarið er oft tími bókalesturs í sól og sumaryl  eins og veðrið hefur verið herlendis núna , aðallega glæpasagna sem sumir kalla léttari bókmenntir þótt um það megi deila. Bækur Lilju Sigurðardóttur höfðu einhvern veginn farið fram hjá mér. En ein kom inn á heimilið svo voru þær allar þrjár hér:  SporFyrirgefning og loks Gildran. Satt að segja eru þetta prýðisbækur.

Það veitist létt fyrir Lilju að finna frumleg plott og leysa úr þeim.  Persónur hennar eru manni strax hugleiknar:  Magni þýðandi og Iðunn lögreglukona eru vinir mínir strax og ég sé fyrir mér aukapersónur hennar.   Ég vona að þessi sería verði lengri. 

Lilja skiptir töluvert um gír í Gildrunni sem kom út fyrir jól í fyrra.  Þar er kafað dýpra í samfélagsmein,  eiturlyfjsmygl  og Hrunið.  Og einhver hefur eflaust krossað sig yfir hvílubrögðum samkynhneigðra aðalpersóna. Eiginlega var manni ekki sama yfir hrottaskap dópsalanna.  Það var óbragð í munninum eftir lesturinn.  Hún kom ansi við mann þessi bók.  En persónurnar í fyrri bókunum tveimur voru samt nær manni.  Kannsi var Gildran of grimm oft á tíðum fyrir mig. Ég er svo viðkvæmur. 

Ragnar Jónasson er enginn nýliði, Siglufjarðarbækur hans eru flestum glæpasöguhestum kunnar. Þær náðu aldrei neinum hæðum. En voru þægilegur lestur. En með Dimma bókinni sem kom fyrir jól stígur hann upp í annan flokk.  Plottið og framvindan eru svo langtum betur fléttuð en áður. Margt sem kemur manni á óvart.  Það verða gerðar meiri kröfur til hans eftir þetta  en áður. 

Svo lesendur góðir þetta var smá um sumarlesningu, ég er líka að lesa Þegar sálin fer á kreik. Minningar Sigurveigar Guðmundsdóttur kennara í Hafnarfirði.  Sem Ingibjörg Sólrún skráði fyrir nokkuð mörgum árum.  Það er margt fróðlegt og skemmtilegt í þessari bók, um bernsku og æsku í Hafnarfirði í byrjun seinustu aldar, lífið í Kvennaskólanum og berkla á Vífilsstöðum. Lífið var erfiðara í þá daga. Sigurveig er amma Guðna tilvonandi forseta.  Hann hefur frásagnargáfuna frá henni.  Ég segi kannsi meira frá henni seinna.  



























































Engin ummæli:

Skrifa ummæli