Þessar myndir voru teknar í Breiðdal og í Papey fyrir nokkrum árum. Þegar við vorum ung og gátum sprangað um fjöll og mela. Svo er ekki um alla í þessum hópi nú, því miður. En við nutum þess að hittast í nokkur skipti og njóta hinnar einstöku náttúru okkar lands. Það sakaði ekki að hafa fjölfróða einstaklinga í hópnum sem gátu frætt hina. Á Seyðisfirði, Héraði, í Breiðdal, Berufirði og Papey. Á Víkingavatni og í nágrenni Jökulsár á Fjöllum. Loks á Suðurlandi. Allar skildu þessar ferðir mikið eftir í huga manns. Þar sem allir dagar enduðu með umræðum, spjalli og stundum karpi, oftast endaði svo allt með söng og gítarspili. Ég sakna þessara ferða. Ég sakna þess að hitta ekki þessa góðu félaga.
Myndir: Blogghöfundur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli