Það er skrítið á hvað er lögð mest áhersla, hjá stjórnvöldum. Ég var að hugsa um þetta í gær. Náttúrugripasafn hefur í áratugi verið lagt til hliðar. Hús íslenskrar tungu er enn gryfja við Suðurgötu (en framkvæmdir eiga að hefjast á næsta ári). Stór hluti af hægri mönnum voru alltaf á móti því að byggja hús yfir tónlist og ráðstefnur, Hörpu. Einn aldraður arkitekt telur tíma
sínum vera vel varið að ræða um það hversu vitlaust hafi verið að reisa þetta hús, sem vekur aðdáun erlendra gesta og listamanna, mesta menningarafrek okkar á 21. öld. Og einn liðurinn í ferðamennsku okkar er menningartúrismi sem stöðugt fer vaxandi. Ferðamenn eru stöðugt meir áberandi á tónleikum og listaviðburðum.
Hróður okkar sem menningarþjóðar fer víða, í bókmenntum, tónlist, myndlist og svo framvegis. En stór hópur framámanna heldur að fólk sem vinnur í þessum atvinnuvegum samfélagsins sé á framfæri hins opinbera. Þetta fólk á að fá sér vinnu og dúlla við listina á kvöldin.
Ung kona sýningarstjóri við Listasafn Íslands ræðir þetta af hreinskilni í Fréttablaðinu í dag.
Þetta er ekki ómeðvitað skeytingarleysi heldur grjóthart. Við
eigum í stríði um menninguna –
þannig upplifi ég það. Þetta er ekki
spurning um að þingmenn eða ráðamenn hafi ekki haft tíma til þess að
kynna sér gögnin um hagræn áhrif
skapandi greina og bein tengsl
milli aukins ferðamannastraumsog menningar, því þau eru búin að
liggja fyrir lengi. Þessi þjóð er tiltölulega sammála, hvað sem fólk
segir um listamannalaun, um nauð-
syn þess að við höldum áfram að
skapa tónlist, myndlist og svo framvegis. Þetta er mjög alvarlegt mál.“
Þurfum að átta okkurBirta tekur undir þetta. „Maður er
aðallega ósáttur vegna þess að við
vitum vel að Ísland er forríkt land.
Við sjáum aðrar smáþjóðir styðja
listasöfn sín mun betur þótt þær eigi
ekki heimsþekkta listamenn. Hins
vegar geta allir innan alþjóðlega listheimsins strax nefnt fjóra íslenska
listamenn eða fleiri. Þetta er ótrúleg
skekkja og hreint út sagt plebbalegt
af stjórnvöldum að átta sig ekki nógu
vel á því hvað við erum í mikilli sérstöðu.“
Pétur tekur undir það og segir:
„Hingað streymir gríðarlegur fjöldi
ferðamanna á hverju ári og stór
hluti þess fólks hefur mikinn áhuga
á menningu og listum. Þessir ferðamenn vilja hafa aðgang að sögu þjóð-
ar, list hennar og menningu. Við þurfum líka að hafa stöðugan aðgang að
þessu sjálf. Fólk vill geta skoðað sögu
íslenskrar myndlistar og það sem við
eigum. Það vill frá fræðslu og þá samræðu sem alþjóðlegi listheimurinn á
í, á hverjum degi. Við þurfum að gera
betur í þessum efnum. Miklu betur.
Margt verður svo plebbalegt eins og Birta segir, við getum ekki komið okkur saman um upphæð af Ferðamennskunni sem nota á til að byggja upp aðstöðu fyrir túrismann. Klósett verða vandamál hjá okkur, við, fólkið í landinu eigum að skaffa fjármuni í þetta. Þeir sem hafa ofsagróða úr atvinnuvegum okkar, ferðamennsku, sjávarútvegi, stóriðnaði, eiga ekki að borga nema lágmarksskatta af sínum tekjum. Hlutverk þeirra virðist vera að safna sjóðum á fjarlægum eyjum ásamt völdum hópi stjórnmálamanna. Ég held þeir virðist ekki vita til hvers.
sínum vera vel varið að ræða um það hversu vitlaust hafi verið að reisa þetta hús, sem vekur aðdáun erlendra gesta og listamanna, mesta menningarafrek okkar á 21. öld. Og einn liðurinn í ferðamennsku okkar er menningartúrismi sem stöðugt fer vaxandi. Ferðamenn eru stöðugt meir áberandi á tónleikum og listaviðburðum.
Hróður okkar sem menningarþjóðar fer víða, í bókmenntum, tónlist, myndlist og svo framvegis. En stór hópur framámanna heldur að fólk sem vinnur í þessum atvinnuvegum samfélagsins sé á framfæri hins opinbera. Þetta fólk á að fá sér vinnu og dúlla við listina á kvöldin.
Ung kona sýningarstjóri við Listasafn Íslands ræðir þetta af hreinskilni í Fréttablaðinu í dag.
Þetta er ekki ómeðvitað skeytingarleysi heldur grjóthart. Við
eigum í stríði um menninguna –
þannig upplifi ég það. Þetta er ekki
spurning um að þingmenn eða ráðamenn hafi ekki haft tíma til þess að
kynna sér gögnin um hagræn áhrif
skapandi greina og bein tengsl
milli aukins ferðamannastraumsog menningar, því þau eru búin að
liggja fyrir lengi. Þessi þjóð er tiltölulega sammála, hvað sem fólk
segir um listamannalaun, um nauð-
syn þess að við höldum áfram að
skapa tónlist, myndlist og svo framvegis. Þetta er mjög alvarlegt mál.“
og listafrömuður sem kynnir list okkar út um allan heim tekur undir, Pétur Arason.
Þurfum að átta okkurBirta tekur undir þetta. „Maður er
aðallega ósáttur vegna þess að við
vitum vel að Ísland er forríkt land.
Við sjáum aðrar smáþjóðir styðja
listasöfn sín mun betur þótt þær eigi
ekki heimsþekkta listamenn. Hins
vegar geta allir innan alþjóðlega listheimsins strax nefnt fjóra íslenska
listamenn eða fleiri. Þetta er ótrúleg
skekkja og hreint út sagt plebbalegt
af stjórnvöldum að átta sig ekki nógu
vel á því hvað við erum í mikilli sérstöðu.“
Pétur tekur undir það og segir:
„Hingað streymir gríðarlegur fjöldi
ferðamanna á hverju ári og stór
hluti þess fólks hefur mikinn áhuga
á menningu og listum. Þessir ferðamenn vilja hafa aðgang að sögu þjóð-
ar, list hennar og menningu. Við þurfum líka að hafa stöðugan aðgang að
þessu sjálf. Fólk vill geta skoðað sögu
íslenskrar myndlistar og það sem við
eigum. Það vill frá fræðslu og þá samræðu sem alþjóðlegi listheimurinn á
í, á hverjum degi. Við þurfum að gera
betur í þessum efnum. Miklu betur.
Margt verður svo plebbalegt eins og Birta segir, við getum ekki komið okkur saman um upphæð af Ferðamennskunni sem nota á til að byggja upp aðstöðu fyrir túrismann. Klósett verða vandamál hjá okkur, við, fólkið í landinu eigum að skaffa fjármuni í þetta. Þeir sem hafa ofsagróða úr atvinnuvegum okkar, ferðamennsku, sjávarútvegi, stóriðnaði, eiga ekki að borga nema lágmarksskatta af sínum tekjum. Hlutverk þeirra virðist vera að safna sjóðum á fjarlægum eyjum ásamt völdum hópi stjórnmálamanna. Ég held þeir virðist ekki vita til hvers.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli