sunnudagur, 25. september 2016

Krúnuleikur: Vindar Wintris æða um.

Og bræður munu berjast.  Allt verður Framsókn að sápu.  Krúnuleikurinn í algleymi.  
Vindar Wintris næða um.  Hnífastungur í bakið, allt eins og vera ber.  Í Framsókn.  


Segir Sigurð Inga hafa gengið bak orða sinna

 Sigmundur Davíð sagði að hann og Sigurður Ingi hafi rætt um tvennt þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu. „Það var tvennt sem við ræddum þegar ég bað hann að taka við forsætisráðherraembættinu á meðan mál væru að skýrast, annars vegar það að ég treysti honum til þess að standa við það sem hann hafði lofað mér bæði persónulega og lýst yfir opinberlega og nýta ekki þetta tækifæri til að fara gegn mér. Hann hét því. Hitt var að hann héldi mér upplýstum,“ sagði Sigmundur Davíð í kvöldfréttum.



„Hef ekki setið að svikráðum við nokkurn mann“

Þingflokkurinn vildi setja Sigmund Davíð af

„Enginn einn maður stærri en flokkurinn“

Eygló vill verða varaformaður án Sigmundar

„Það varð trúnaðarbrestur innan þingflokksins“

Brigsl, svik og óheiðarleiki

 Hnífastungur hinar meiri.  Og svo brunar Vigdís inn á völlinn.  Þá fáum við allan sannleikann.  Við getum treyst því. Ó já. Krúnuleikurinn harðnar, sjálfseyðingarhvötin allsráðandi. 


Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir þá stöðu sem upp er kom­in í flokkn­um bestu leiðina til að tryggja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lifi ekki fram að 100 ára af­mæl­inu. Færi svo yrði það al­farið á ábyrgð Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar vara­for­manns flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra.
Að sögn Vig­dís­ar kom lýs­ing Sig­urðar á at­b­urðarrás­inni 5. apríl sl., þegar til­kynnt var að Sig­mund­ur Davíð myndi segja af sér sem for­sæt­is­ráðherra, sér í al­gjör­lega opna skjöldu.

 For­sæt­is­ráðherra var meðal viðmæl­enda í þætt­ing­um Sprengisandi á Bylgj­unni í dag og sagði þar m.a. að þegar hann hefði mætt á þing­flokks­fund fyrr­nefnd­an dag í apríl hefði þing­flokk­ur­inn verið bú­inn að ákveða að setja Sig­mund af og leita til Sjálf­stæðis­flokks­ins um áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starf.

 Vigdís segir málið súrt.
„Fullt af brigsl­um, svik­um og óheiðarleika. En ég meina, ef menn vilja ekki að flokk­ur­inn verði hundrað ára, þá er þetta besta leiðin til þess. Það er bara þannig. Og þá ber nú­ver­andi vara­formaður flokks­ins fulla ábyrgð á því.“

Já, lesendur góðir það þarf svo sem ekki að segja margt.  Hnífakastararnir sjá um það.  Auðvitað er eðlilegt að súrmeti sé haft í veilsumatinn í Seinustu kvöldmáltíð Framsóknarflokksins. Bon Appetit! 











Engin ummæli:

Skrifa ummæli