föstudagur, 11. nóvember 2016

Leonard Cohen allur: Lengi lifi Cohen

Það var stóratburður þegar fyrstu plötur Leonards Cohen birtust í hljómbúðum landsins á seinustu árum sjöunda áratugar. 
Unglingar og ungt fólk læst á ensku þyrptist niður í bæ og tryggði sér eintak.  Lögin voru ekki spiluð daglega í útvarpi, sumir lágu yfir Radio Luxemburg við erfið hlustunarskilyrði.  En þegar plöturnar komust til landsins, var platan tekin úr umslaginu, sett á fóninn, armurinn settur á, nálin iðaði og tónarnir streymdu inn í heilana.  Sumir urðu aldrei samir.  


Kunningi minn í Noregi, var á 3 tónleikum, á flest sem kom frá honum, tónlist, ljóð og sögur,  heimsótti heimili hans 5 sinnum á eyjunni Hydru í Grikklandi. Svona voru hörðustu aðdáendurinir.  Eltu hann um alla Evrópu á tónleikum.  Þegar maður rifjar upp lögin, ástarljóðin og sögur af ungu fólki, kynlíf og erótík, heimspeki, ýmislegt sem tengdist Biblíunni, hann var Gyðingur sem datt inn í Búddisma, gekk í klaustur, þversögnin lífsnautnamaður með örvæntingu innra með sér, húmor sem heillaði, hann átti gott að starfa með öðru fólki, í kringum hann voru lagasmiðir sem sömdu melódíurnar sem urðu svo Cóhenskar, það var eins og hann einn hefði samið þetta. 




Seinasti diskurinn hans,You want it darker,  kveðja hans til okkar, kveðja til lífsins, dauðinn er við næsta götuhorn, verður eflaust talinn einn af hans bestu.  Sonur hans Adam, á þakkir að hann komst í okkar hendur. Leonard gat ekki hreyfst sig orðið út af bakkrankleika, þannig að hann raulaði textana sína heima hjá sér.  Hann hefur hljómað oft seinustu dagana hjá mér. Þótt ég byggist ekki við að fá þessa frétt í nótt.  Það er ýmislegt sem dynur yfir heiminn um þessar mundir.  Margt sem fær mann til að örvænta.  En eitt er víst, lögin munu hljóma áfram.  Hugga okkur, gleðja. Cohen er allur.  Lengi lifi Cohen. Image result for leonard cohen

Engin ummæli:

Skrifa ummæli