laugardagur, 26. nóvember 2016

Sólveig Sveinsdóttir Kveðja.


Lífið er oft ósanngjarnt, fer leiðir sem maður hefði ekki ímyndað sér. Þannig hugsanir fóru eflaust um hug margra sem sátu í troðfullri Háteigskirkju í dag í útför Sólveigar Sveinsdóttur kennara.

Við hjónin höfðum kynnst Sólveigu gegnum Sylvíu vinkonu okkar. Enduðum fyrir nokkrum árum í gönguhópi afar skemmtilegum þar sem við fórum um landið, Seyðisfjörð, Breiðdal,  að Víkingavatni


í Öxarfirði, heimabyggð og bæ Sólveigar og loks um Suðurlandsundirlendið. Í hópnum voru sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum hvers héraðs og margir bezzervisserar. Svo endaði hver dagur með umræðum og fjöldasöng, því gítarleikari og söngstjóri var með í ferð.

Það gat ekki farið hjá því að maður kynntist þeim sem maður þekkti ekki fyrir í þessum ferðum. Í þeim hópi var Sólveig. Hún var mikil göngukona og útivistarmanneskja. En það sem var sérstakt við hana hve það var notalegt að vera nálægt henni. Nærvera hennar var svo sérstök. Hú var rösk, jákvæð, hugmyndarík. Hún virkaði svo sterk.Því var það áfall fyrir fjölskyldu hennar, ættingja, vini og kunningja þegar það fréttist að hún væri komi með illvígan sjúkdóm sem engum eirði. Sem lagði hana  að velli á tæpum 4 árum.

Því sátum við í kirkjunni í dag og kvöddum hana, hver á sinn hátt. Minningar æddu um hugann, ganga á Hafrafell, leiðsögn hennar um heimaslóðir, áhugi hennar að nema nýjar slóðir. Tillitssemi og augnaráð forvitninnar. Dugnaður í matargerð og framreiðslu. Alls staðar nálægt hann Gústi, dýrlegur að ganga með um í náttúrunni alltaf með augun á jörðinni, að virða fyrir sér og uppgötva nýjan sannleika um gróður jarðar. Samkennarar hennar rifjuðu upp atburði úr skólalífi og kennslu. Á starfsferli hennar, upp í kollinn skutust minningar um úrlausnir hennar í hvunndegi skólastarfsins  þar sem hún gat verið ákveðin og ósveigjanleg. Hve hún var dáð af nemendum sínum. Ættingjar og vinir löngu liðna atburði sem fengu tár til að seytla niður kinnar.,,Eithvað sem við vissum ekkert um.

Svona er lífið, við hittumst og kveðjumst, hlustum á söng og sögur,  rifjum upp minningar, gleði og sorgarstundir. Líklega eigum við ekkert dýrmætara. Að sjá umhverfis okkur börn, systkini, vini og kunningja. Og kunna að kveðja með reisn. Það gerði Sólveig Sveinsdóttir. Þrátt fyrir óréttlæti þessa heims og annars. Vonandi getum við það eins og hún. Hennar leið er einnig okkar.
Skrifa myndatexta





Engin ummæli:

Skrifa ummæli