Það er víða uggur og urgur. Ætlar stelpunni úr Álfheimum að takast það ómögulega? Ætlar flétta Bjarna að sitja uppi með öll völd og þæga Viðreisnarmenn og Framsókn sér við hlið? Ætla sundurleit öfl að sýna það að hið ómögulega er mögulegt?
Það er margt sem þarf að sætta sig við, margt að sættast um, en það er þess virði. Skattar, Velferð, Heilbrigðisþjónusta, Efnahagsmál, Samskipti við aðrar þjóðir, Landbúnaður, Sjávarútvegur, Stjórnarskrá. Allt eru þetta flókin og erfið mál. En það þarf ekki að gera allt í einu. Allir þessir flokkar verða að sýna að þeir geta stjórnað, geta gert málamiðlanir, stjórnar með láð og dáð.
Fyrir utan gluggann, horfa íhaldsöflin á. Það er erfitt að vera ekki með og geta deilt og drottnað. Er mögulegt að það sé hægt að skapa réttlátara þjóðfélag. Byggja Landspítala sem fyrst, skapa betri kjör fyrir þá sem minna mega sín, fátæka, öryrkja, ellilífeyrisþega. Byggja samfélag án frekju og yfirgangs. Sætta hópa, búa til lífeyriskerfi fyrir alla.
Mild framtíð og bjartsýnt fólk.
Þetta er draumurinn, sem oft steytir á skerum hvunndagsins. En ... það er svo mikilvægt að halda eigendum landsins, fólksin og hafsins frá alræði, þið vitið um hverja ég er að tala. Það þarf sátt án upplausnar.
Þess vegna bíðum við spennt. Við neitum að sætta okkur við annað.
Það er margt sem þarf að sætta sig við, margt að sættast um, en það er þess virði. Skattar, Velferð, Heilbrigðisþjónusta, Efnahagsmál, Samskipti við aðrar þjóðir, Landbúnaður, Sjávarútvegur, Stjórnarskrá. Allt eru þetta flókin og erfið mál. En það þarf ekki að gera allt í einu. Allir þessir flokkar verða að sýna að þeir geta stjórnað, geta gert málamiðlanir, stjórnar með láð og dáð.
Fyrir utan gluggann, horfa íhaldsöflin á. Það er erfitt að vera ekki með og geta deilt og drottnað. Er mögulegt að það sé hægt að skapa réttlátara þjóðfélag. Byggja Landspítala sem fyrst, skapa betri kjör fyrir þá sem minna mega sín, fátæka, öryrkja, ellilífeyrisþega. Byggja samfélag án frekju og yfirgangs. Sætta hópa, búa til lífeyriskerfi fyrir alla.
Mild framtíð og bjartsýnt fólk.
Þess vegna bíðum við spennt. Við neitum að sætta okkur við annað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli