laugardagur, 7. janúar 2017

Bjarni Þvættingur : Karlinn sem er ekki í Pólitík

Enn ein niðurlæging íslensks þjóðfélags, stjórnmála, ættarsamfélags. Hvenær á þetta að stoppa? Á Þessi svikahrappur að verða forsætisráðherra? Átti þessi skýrsla ekkert erindi til kjósenda þessa lands? Átt kannski aldrei að birta hana. Hvað varð um siðvæðingu Óttars og Bjartar? Hvar er BF í dag? Neyddist hún í Ríkisstjórn?  Til að rækja skyldur sínar? 

„Þvættingur, fyrirsláttur og pólitík“ - 

viðtal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu starfshóps, sem hann skipaði, um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar. Allt tal um slíkt sé þvættingur, fyrirsláttur og ekkert nema pólitík.

Starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðuneytisins skilaði af sér skýrslu í október um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Þar er áætlað að íslenska ríkið verði af hátt í sex og hálfum milljarði árlega vegna vantalinna eigna Íslendinga í skattaskjólum og að uppsafnaðar eignir þeirra þeirra á aflandssvæðum hafi numið allt að 810 milljörðum króna í lok árs 2015.
Skýrslan var birt í gær, eða um þremur mánuðum eftir að henni var skilað í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Hann minnir á að skýrslan hafi verið unnin að hans frumkvæði, hann hafi fengið hana í hendurnar eftir þingslit og því hafi verið ákveðið að bíða framyfir kosningar með birtingu hennar, svo ný ríkisstjórn og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti tekið hana til umfjöllunar.
 
Hér má horfa á allt viðtalið við Bjarna Benediktsson. 

Ekkert sem þurfti nauðsynlega að koma fram fyrrÍ ljósi þess að Alþingiskosningum var flýtt eftir umfjöllun fjölmiðla um Panamaskjölin svokölluðu, þar sem meðal annars nafn Bjarna kom fyrir, spurði fréttastofa formann Sjálfstæðisflokksins, hvort ekki hafi hvílt rík skylda á honum að upplýsa almenning um innihald skýrslunnar fyrir kosningar. 

„Ég skal ekki segja. Það getur vel verið að einhverjum þyki það vera þannig. En þá segi ég bara að þetta var frá upphafi hugsað þannig að ég myndi skila málinu til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins,“ segir Bjarni aðspurður. „Og ég sé ekki að það sé neitt í þessari skýrslu sem hægt er að benda á að hefði nauðsynlega þurft að koma fram einhverjum vikum fyrr. Aðalatriði er að þetta sé tekið saman til þess að byggja undir þessa málefnalegu umræðu sem við viljum taka um þessi mál.“

Engin ummæli:

Skrifa ummæli