þriðjudagur, 24. janúar 2017

Pelsar: Fátækt og ríkidæmi

Sorglegt, Forsætisráðherrann birtist í viðtali um aðaláherslurnar hjá nýrri ríkisstjórn næstu mánuði. Það er ekki ákveðið í hans huga. 

En það skiptir ekki öllu máli hvort það sé samstarf við sterkan minnihluta. Og líklega ekkert að marka hvað samstarfsflokkar hans sögðu um aukið samstarf og breytt vinnubrögð. Gott ef það tekst að hafa eitthvað samstarf en ekki sérstaklega mikilvægt að sögn Forsætisráðherra. 

Baráttan við fátækt er ekki ofarlega á baugi hjá honum.  Við fáum fréttir af stórgjöf frá útlöndum pelsar sem þurfandi eiga að fá gefins.  Smáböggull fyrlgir skammrifi það eru merktir sérstaklega svo þeir fátæku selji þá ekki og stórgræði.  Hinir fátæku eiga auðvitað aldrei að græða.   
Ó nei. Ó nei. 

Svo við sjáum þá pelsklæddu dansandi um bæinn.  Í vel merktum pelsum.  Það er alveg í samræmi við stefnu forsætisráðherra.  Hinir auðugu eiga að vera á sínum stað, í sínum yfirstéttarflíkum, grínandi í sína aflandsreikninga; hinir snauðu eiga að vera vel merktir. Þannig eru þjóðfélögin okkar.  Hver á sínum stað.  Enginn ruglingur með það.  Silfurskeiðungar auðþekkjanlegir,  í þröngu jakkafötunum, Silfurskottungar á sínum stað í máluðu pelsunum, þegar þeir skríða smástund út í birtuna og læðast síðan aftur inn í myrkrið.  

Kannski verður biskupinn látinn blessa pelsana og fara með æðruleysisbæn. 








Engin ummæli:

Skrifa ummæli