Við höfum verið að hrósa ýmsum yfirlýsingum ráðamanna pokar um útlendingamál Trumps hin meiri. Þar sem fram koma skoðanir manngæsku og visku. En ekki nægir það þegar blá herdeild er innan ríkisstjórnarinnar sem er haldin fordómum og útlendingafóbíu. Þar á ég við yfirlýsingu Sigríðar Andersen á ráðherrafundi á Möltu. Ekki veit ég né hef heyrt hvort ríkisstjórnin hefur haft tíma til að ræða stefnu í málefnum útlendinga og flóttamanna. En ef þetta er stefnan að halda fast algjörlega við Dyflinnarreglugerðina í einu og öllu þá er tími til að Alþingi ræði þessi mál. Kannski á Stálhnefi Óla Björns Kárasonar líka að vera með í áherslum ríkisstjórnarinnar.
„Ráðherra greindi þar frá áherslum nýrrar ríkisstjórnar Íslands í hælismálum ásamt efasemdum Íslands gagnvart fyrirhuguðum breytingum á Dyflinnarreglugerðinni, þ.e. aukinni samábyrgð vegna afgreiðslu hælisumsókna og áframflutningi hælisleitenda frá þeim ríkjum Evrópu sem taka á móti flestum hælisumsóknum til ríkja sem ekki sæta sambærilegri ásókn hælisleitenda,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli