fimmtudagur, 13. apríl 2017

Jójó: Forsetinn og Heimsríkið skipta um skoðun

Ben Jennings 08.04.2017
Mynd Ben Jennings

Aftur og aftur verður stefnubreyting á Floridagolfvellinum.  Það er meira sem er ákveðið þar en í Hvíta húsinu. 

NATO sem ómögulegt fyrir nokkrum vikum er núna í góðu gengi:  Ekki lengur úrelt, allt hefur breyst frá því hann tók við. Það berst gegn Terrorisma.  Stoltenberg fær prýðisviðtökur í Washington. 

Seðlabankastjóri BNA hefur stuðning Trumps.  Janet Yellen er ekki svo slæm. 

Sýrland er allt í einu orðinn miðdepill utanríkisstefnu Trumps á eftir Norður- Kóreu.  Rússland er að verða höfuðandstæðingur.  Utanríkisráðherra Trumps gagnrýnir stefnu Pútins harðlega.  Tillerson sem hefur haft náið samband við rússnesk fyrirtæki þarf að færa þau skilaboð í Moskvu. 

Nú virðist Trump ætla að semja við Kína um viðskiptamálefni og breytir afstöðu sinni svona einn tveir og þrír. 

Samstarfsþjóðir eru órólegar.  Það er erfitt að höndla við Forseta sem hefur engin grundvallarsjónarmið.  Hagar sér eins og Jójó.  Jójó er orð dagsins.  




Engin ummæli:

Skrifa ummæli