miðvikudagur, 17. maí 2017

Trump, Sigmundur og Ólafur

Enn kórónar Forseti Heimsveldisins stuttan feril sinn. Enn gapir maður yfir barnaskap hans og meðvirkni samstarfsfólks hans sem virðist óendanleg. Minnir einna helst á atburði á okkar landi í fyrra. Viðbrögð margra við glæpum forsætisráðherrahjónanna. En auðvitað eru gjörðir Forsetans svo alvarlegri þar sem um er að ræða mesti valdamaður heimsins og á að vera sverð okkar og skjöldur. Þetta var nú kaldhæðni!

"I hope you can let this go,” the president told Mr. Comey, according to the memo.
“I hope you can see your way clear to letting this go, to letting Flynn go,” Mr. Trump told Mr. Comey, according to the memo. “He is a good guy. I hope you can let this go.”
Ég vona að þú sleppir þessu sagði forsetinn. Hann er svo góður gæi. Það fer hrollur um mann. Eins og fór um íslensku þjóðina fyrir rúmu ári síðan. Okkar ráðherra hafði ekkert gert rangt. Svo margir aðrir gerðu það sama.  Enn eru fjölmargir sem vilja fá hann til baka í formannsstólinn. Spilling hefur ekki mikið vægi  hjá okkur. Núverandi Forsætisráðherra hlær að eigin subbulegu vafningum.

Svo er holdgervingi spillingarinnar, Ólafi Ólafssyni, boðið í heiðursheimsókn á Alþingi. Einn dýpsti drullupollur íslenska lýðveldisins. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli