laugardagur, 22. júlí 2017

Ólafur H. Torfason nokkur orð



1.   
leiðsla
Inn á milli trjánna dökkra
haustsvartra ljós að baki
útlínur húss dimmblás kvöld
himinn sól undir hafsbrún

inn á milli trjánna myrkra
göngum við með ljós leiðarljós
sem leiða okkur lýsa um lauf-
slóð lífsslóð framundan ferð
á enda
                            leiðarenda
            2.
                        Ég kipptist við þegar ég las dánarfregn Ólafs H. Torfasonar, ekki hafði ég fylgst   með sjúkdómasögu hans, hvað þá að hann hefði barist í mörg ár við marga djöfla.
                        Ég hafði verið málkunnugur honum forðum, vegna áhuga á kvikmyndum og listum.   Við heilsuðumst þegar við hittumst á götu, þetta var viðkunnanlegur drengur.
                        En enginn má sköpum renna.  Hann var farinn að lýjast margir sjúkdómar herjuðu á honum, eins og svo margir kunningjar manns seinasta árið.  Átti erfið ár.

2.       
Ég á skemmtilega sögu.  Þegar ég og Vigfús heitinn Geirdal vinur minn fórum í heimsókn til Sveins Rúnars Haukssonar á níunda áratugnum .  Upp  á lofti hjá honum bjó Ólafur H. Torfason.
Það var eflaust margt spjallað þegar við heimsóttum Svein, sjaldan þögn.  En þegar við erum búnir að sitja og spjalla.  Þá sagði Sveinn:  Jæja, eigum við ekki að taka nokkur lög fyrir Óla og settist við píanóið,
lútherska sálma fyrir Ólaf kaþólikkan, við sungum með tilfinningu, þótt við hefðum ekki hugmynd um hvort hann væri heima, jú við heyrðum eitthvað brölt uppi.  Eflaust var þetta hollt fyrir hann, hvort sem hann heyrði eða ekki.  Kristilegu kærleiksblómin hafa ratað til hans.

3.       
Svo merkilegt var að seinasta mánuðinn hef ég verið að (endur)lesa ævisögur Péturs Gunnarsson þar svífur andi Ólafs víða yfir.  Þeir voru miklir vinir og heimili fjölskyldu Ólafs félagsheimili fyrir vini á skóláárum heima á Íslandi.  Þar er merkileg saga þegar Pétur, sem þá bjó í Frakklandi, sendi handrit að fyrstu ljóðabók sinni til Ólafs í Kaupmannahöfn,   og fékk umsögn til baka upp á næstum 200 síður í nokkrum bútum til baka.  Þetta var menntafólk sem tók sig alvarlega og hátíðlega.  Ég held að flestir vinir hans hafi búist við að Ólafur yrði rithöfundur með stórum staf en kvikmyndirnar áttu hans huga með tímanum.  Hann var einn af okkar bestu gagnrýnendum fyrir venjulegt fólk. 
Svona voru ungir andans menn í þá daga.  Og eru kannski enn. 

4.      Þótt maður sé orðinn sjötugur finnst manni að enn eigi maður mikið eftir.  En lífið  segir okkur annað.  Á seinustu mánuðum hafi margir farið yfir móðuna mikla, fólk sem maður ímyndaði sér að ætti mörg góð ár eftir.
Við stjórnum ekki lífinu með góðum hugsunum, það er erfitt að sjá að baki góðu fólki.  Og ég sendi kveðjur til ættingja og vina Ólafs H. Torfasonar. 



5. 
 

Tíminn
tíminn er naumur naumhyggja mín
tíminn og vatnið og vegurinn og leiðin
regnský kemur utan af vatni
inn á veginn yfir holtið fölt ræfilslegt
slóðinn yfir í næsta bæ grænkar
fyrst eins og oft áður
tíminn ég verð á undan honum naumlega en
sigra aldrei  tíminn er naumur nauðhyggja mín
ég tek sprett en sigra aldrei ekkert valfrelsi
ég er
tímalaus vísarnir horfnir tíminn skammtaður
tímabundinn tímareyrður þetta er mín
                                                          naumhyggja

fimmtudagur, 6. júlí 2017

Paul Zukofsky og Íslendingar

Aldrei þessu vant datt Mogginnn inn hjá mér á föstudaginn var. Þar voru tvær síður helgaðar einum af þessum skrítnu snillingum sem laðast hafa að Íslandi ogÍslendingum. Paul Zukovfsky. Svo ég las 2 síður í blaðinu. Minningar fólks og mynd af þessum snillingi.  Einhvers konar Bobby Fischer tónlistarinnar.  Í New York Times var frábær minningargrein um hann og vísað líka á youtube hlekk þar sem hann spilar Paganini. 

Í Morgunblaðinu er sagt að hann hafi komið hér fyrst 1976 eða 7.  Það er ekki rétt, hann kom hingað á vegum Musica Nova og Tónlistarfélagsins 1965 og 1966 þá rúmlega tvítugur.  Í júní 1966 spilaði hann á tvennum tónleikum í Austurbæjarbíó þar var ég og æskuvinur minn. Á þeim tíma var ég 19 ára og búinn að kynnast klassísku tónskáldunum sem byrja á B. Og nýbúinn að kynnast Stravinsky.  Á öðrum þessum tónleikum var hann spilaður.  Sagan af hermanni eða Dáta eins og síðar var notað.  Zukofsky spilaði á sína fiðlu andsetinn og Páll P. Pálsson stjórnaði og gamall nágranni minn úr Bústaðahverfinu Jóhannes Eggertsson, lék á ásláttarhljóðfæri af snilld.  Fyrir framan okkur félaga sat Róbert Abraham Óttóson og fylgdist með í nótnabók.  Í enda verksins lokaði hann bókinni og hrópaði Bravó og stóð á fætur.  Síðar á 9. áratug heyrði ég hann tvisvar stjórna Sinfoníuhljómsveit æskunnar.  Hvað hann get fengið út úr þessu unga fólki.  Margt sem í dag er í Sinfoníuhljómsveit Íslands.  

Eftir lýsingunni í New York Times hefur þessi maður oft átt erfitt vegna skapgerðareiginleika. En hann hefur samt náð til ótrúlega margra.  Lýsing Friðriks Más Baldurssonar stærðfræðings á vináttu þeirra er hlý og mögnuð.  Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason voru í nána vinasambandi við hann.  Hann var menntamaður sem fylgdist með á ótal sviðum.  Hann gerði meiri kröfur en tíðkaðist á þeim tíma og lagði grunn að þeirri sterku hljómsveit sem við eigum í dag. 

Þaðe er gaman að eiga svona minningu frá æskuárum eins og þessa tónleika.  Vonandi eru alltaf einhverjir í hverri kynslóð sem eiga svipaðar minningar.  Lífið er oft svo undursamlegt.  

From left, Paul Zukofsky, Abbot Lee Ruskin and the composer Norman Lloyd at the Juilliard School in 1956. Þarna er Paul 13 ára.  

Hér er gagnrýni úr Tímanum um þessa tónleika: 

MUSICA NOVA Sá músikviðburður sem verð skuldað hefði fyllstu athygli, en af óskiljanlegu tómlæti laðaði einungis að sér fáa til heyrendur, var flutningur á „Sögu hermannsins" eftir Stravinsku, sem Musica stóð að um miðjan júnímánuð. Það kann að vera tímasetning svo og misbrestur a hinni "lífsnauð synlegu" auglýsingatækni nú- tímans sem olli, að svo fáliðað var í sal Austurbæjarbíós þetta kvöld'. — Það hefur oft verið sagt um Stravinsky að hann væri byltingarmaður, en í bók sinni „Poetique Musicale" þá frábiður hann sig slíkri nafn gift því að ef slíkt ætti að hefta á alla þá sem eitthvað liggur á hjarta og þora að fara sfnar eigin götur yrði það hug tak fljótt gatslitið og innantómt vill hann meina. — Flutningur á Sögu hermannsins var í sjiálfu sér sá viðburður, sem erindi hefði átt til margra og kom þar til afbragðs túlkun með fiðluleik aranum Pauk Zukofsky, sem afgerandi „element" í þeirri sjö manna sveit, sem músíkin hvíldi á. Stjórnandi var Páll P. Pákson og í slagverkinu, sem Jóhannes Eggertsson annaðist var regluleg músik. —,.Hiii sparsama ytri uppsetn ing höfundar á þessu verki, sem samið er í lok fyrri heims styrjaldar egir sína sögu, en engu að síður nær höfundur, sterkum tökum á efni og tón list og tekst að skapa þarna eins konar Músikleikhús. — Sögumaður *sem hefur víð tækara hlutverk en það að fylla í eyður og segja hvað skeður að tjaldabaki er hlekk ur í dramatískri heild og þarf oft að grípa fram í atburðarásina. Sögumann þennan túlk aði Þorsteinn Ö. Steþhensen kölska Róbert Arnfinnsson her mann Gísli Alfreðsson og prins essu Unnur Guðjónsdóttir. — í heild var frammistaða mús ikanta og leikara hnitmiðuð og svo vel unnin, að illa er farið ef Saga hermannsins kemst ekki fljótlega á fjalirnar aftur. — Hin smærri verk Stra vinskys á þessum tónleikum, voru^Elegia fyrir einleiksfiðlu og Duo Consertant bæði í hin um „þurra" flokki Stravinskys ef svo mætti segja en afbragðs túlkun Pauls uZkofskys bætti það vel upp. Þrjú auðveld píanóstykki fluttu þeir Stefán Edelstein eg Þorkell Sigurbjörnsson, sem einnig aðstoð- aði Zukofsky í fiðlulögunum. Á tónleiikum Musica Nova þ. 15. júní, voru flutt nútímaverk erlendra og,tveggja íslenzkra höfunda, en af óviðráðanleg um orsökum gat undirrit uð ekki sótt síðari tónleikana.  Unnur Arnórsdóttir.  (Tímin 25.6. 1966)