miðvikudagur, 11. október 2017

Kosningar: Alþingi fyrir hverja?

Það er ennþá sæmilegur tími fram að kosningum svo ýmislegt getur gert. Skoðanakannanir eru ekki samhljóða, þótt blómatími Sjálfstæðisflokksins sé liðiðnn undir lok.   Áróður verður sífellt meira fáránlegur.  Þeir sem töldu enga peninga vera til fyrir nokkrum mánuðum sjá alls staðar í kringum sig matarkistu, nema hjá þeim sem hafa safnað auði og fé seinustu árin, útgerðir og fyrirtæki. Fullt af peningum í bönkum.   Og nú er byrjuð gamla tuggan um skattaáþján VG þótt formaðurinn hafi sagt aftur og aftur á Landsfundinum um helgina að fé eigi að koma frá þeim sem notið hafa góðærisins ekki almenningi og miðstétt.  Spillingar gemsarnir Sigmundur og Bjarni sjá alls staðar í kringum sig samsæri og illmennsku. Þráðurinn farinn að styttast hjá sumum. 

Fyrir okkur sem erum Vinstri menn, þá er mikilvægt að fara ekki á taugum, sýna fram á hræsni Sjálfstæðisflokksins og hinna ótal svokölluðu Miðflokka sem virðast vera til að selja sig fyrir ráðherrastóla.  Það er sorglegt hversu margir eru tilbúnir að hlaupa eftir fagurgala og útúrsnúningum Sigmundar Davíðs, mannsins sem ætlaði að svindla og svindlaði á þjóðinni og heldur að það sé allt í lagi að bakka í faðm Skattayfirvalda, borga einhverjar krónur og þá sé allt gleymt og grafið. 

Gleymum ekki að Alþingi er þjónn fólksins í landinu og á að starfa í þágu þess. 
_________________________________________

Sigmundur telur að um samsæri sé að ræða

Hann bæt­ir við að kosn­ing­arn­ar feli í sér tæki­færi til þess að setja af stað stór­sókn í byggðamál­um sem Miðflokk­ur­inn hafi boðað und­ir heit­inu „Ísland allt“. Með þeirri stefnu mætti tengja landið þannig að það yrði sem ein heild. Þá yrði einnig hægt að standa við þau fyr­ir­heit sem eldri borg­ur­um á Íslandi hafi verið gef­in.
„En við get­um líka ráðist í stór­sókn í innviðum lands­ins, upp­bygg­ingu innviða í heil­brigðis­kerf­inu, sam­göng­um og svo fram­veg­is, því að aðstæður hafa aldrei verið eins góðar og nú til þess að hefja sókn til að bæta lífs­kjör á Íslandi og gera það betra en nokkru sinni áður að búa á þessu góða landi.“

Vill taka fé úr bankakerfi og setja í innviði

Taki Sjálfstæðisflokkurinn þátt í stjórnarmyndunarviðræðum nú að loknum kosningum, segir Bjarni að hann myndi leggja áherslu á að kaupmáttaraukning verði varin, efnahagslegum stöðugleika verði viðhaldið og verðbólgu áfram haldið lítilli. Bjarni segist ekki munu samþykkja auknar álögur á fólk í landinu. Komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda að nýju, sjái hann fyrir sér að innviðir verði styrktir með fé úr bankakerfinu og að tekjuskattur verði lækkaður niður í 35 prósent. Það gæti verið gott innlegg í kjaraviðræður framundan.






Engin ummæli:

Skrifa ummæli