Sýnir færslur með efnisorðinu Kvikmyndir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Kvikmyndir. Sýna allar færslur

laugardagur, 30. janúar 2016

Kvikmyndir: Tveir meistarar kveðja Scola og Rivette

Tveir meistarar kvöddu heiminn seinustu vikuna:  Ítalski leikstjórinn Ettore Scola og Jacques Rivette sá franski, báðir á níræðisaldri.
Pictures & Photos from C'eravamo tanto amati (1974) PosterScola var nokkurs konar arftaki neórealismans ítalska, hann lærði hjá Vittorio de Sica, og blandaði allan sinn feril saman þróuninni í ítölsku þjóðfélagi við kaldhæðni og drama.  Margar af myndum hans urðu mjög vinsælar á Ítalíu en nokkrar náðu útbreiðslu um heiminn.  Sérstaklega Við sem elskuðum hvert annað svo mikið, þar sem fjallað er um þróun landsins frá seinni heimsstyrjöldinni  og fram til áttunda áratugs seinustu aldar með því að segja frá þremur vinum og örlögum þeirra í í blíðu og stríðu.  Mig minnir að hún hafi verið sýnd hér heima á sínum tíma. Ég sá hana í Svíþjóð á námsárum mínum, hún er klassíker, húmanístisk og kaldhæðin.   Önnur mynd sem náði heimsútbreiðslu var Einstakur dagur með Marcello Mastrioanni  og Sophia Loren, gífurlega góð mynd, þar sem lýst er einum einstökum degi í lífi húsmóður og samkynhneigðs manns sem eru heima í háhýsi meðan allir eru farnir til að taka á móti Hitler sem var í heimsókn hjá Mussolini 1938, ef ég man rétt.  Nóttin í Varennes var sýnd sem mánudagsmynd í Háskólabío, gerð í Frakklandi um flótta Lúðvíks XVI í frönsku stjórnarbyltingunni. Scola var hættur fyrir nokkkrum árum í kvikmyndum en sneri til baka í hitteðfyrra og grði heimildarmynd um Federico Fellini kollega sinn.  





Rivette var alltaf fyrir elítukvikmyndahópinn, hann var einn af hugmyndahöfundum Nýbylgjunnar frönsku og var í gegnum kvikmyndatímaritið Cahier de Cinema gífurlegur áhrifavaldur að endurmeta Hollywoodleikstjóra sem höfðu ekki vakið verkðskuldaða athygli og fékk vini sína François Truffaut, Jean-Luc Godard, Éric Rohmer, Claude Chabrol til að fara sjálfir að gera og stjórna myndum. Fyrstu myndir hans voru sýndar hérna heima í kvikmyndaklúbbum og sjónvarpi: Paris nous appartient, París tilheyrir okkur,  L'amour fou, La religieuse og Céline et Julie vont en bateau. Eina mynd hans sem náði mikilli útbreiðslu var La religieuse , Nunnan, sem var bönnuð í Frakklandi og varð skandall ársins. En það var sem ritstjóri Cahiers og hugmyndafræðingur sem hans verður minnst.  Við minnumst þeirra með hlýju.

La nuit de Varennes Poster