Það er dapurlegt að sjá forsetaembættið og orðstír okkar dregin í svaðið. Forsetinn kemur í veg fyrir að hæft fólki bjóði sig fram með því að ætla sitja í 24 ár á valdastólunum á röngum forsendum. Og svör hans fyrir þessari ákvörðun hans vekja ugg í brjósti margra. Er það furða þótt erlendir
blaðamenn spyrji óþægilegra spurninga sem fá forsetann til að missa sig: Nei nei nei nei .
President of Iceland Ólafur Ragnar Grímsson has told CNN that his
long term in office is not comparable to a dictator, bec ause the
President of Iceland is regularly democratically elected.In fact, the president says, Iceland is among the oldest democracies in the world to have given farmers, fishermen and everyone else the chance to elect a president as equals.
The global news network asked the president about his recent decision to withdraw his promise of retirement and stand for an unprecedented sixth term this June. He has been president for 20 years. (CNN)
Það er skrítið að stjórnmálafræðiprófessorinn viti ekki að einræðisríkin sem hann ræðir um hafa fínt andlit út á við, þessar fínu kosningar, eins og í Hvíta Rússlandi, þótt það hafi farið ansi langt út fyrir þjófabálk þegar Assad efndi til kosninga í seinustu viku í stríðshrjáðu Sýrlandi. Og ríkið sem utanríkisráðherra okkar vill að við höfum svo góð tengsl við, Rússland og forsetinn þeirra Pútín, þar eru kosningar sem erfitt er að sjá hvort þær séu sviknar eða ósviknar. Þegar valdhafarnir geta notað fjölmiðla eins og þeim sýnist. Var það ekki okkar fyrrverandi forsætisráðherra sem sótti hart að fjölmiðlum að hafa rétt fréttamat?!!