fimmtudagur, 7. janúar 2016

Ríkisstjórn:Og sjá blindir fá sýn!!!

Nei, ætli það sé ekki rétt hjá Forsætisráðherranum, lykilorðið blindandi, ríkisstjórn á ekki að gera neitt blindandi, ekki að gera neitt með bundið fyrir augun.  En það gerir hún skipti eftir skipti.  Alla samninga á maður að skoða fyrst, íhuga, rannsaka, liggja yfir. Það gera SDG og kó ekki.  Þess vegna lenda þau í ógöngum dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð.  

Gott er að vita hvers vegna viðskiptabann var sett á Rússland, hvaða ástæður voru að baki, hvað gerðist í Úkraínu og á Krímskaga.  Hvers konar stjórnarfar er í Rússlandi, hvað hættur fylgja því að vera háð slíku spillingarþjóðfélagi.  Það er ekki bara verið að elta ESB, við erum líka í NATO og það hefur ýmislegt með þetta mál að gera.  Kannski eigum við heldur ekki að vera þar.  Það er gott að ræða það líka.  Það er ekki nóg að hafa tugi ráðgjafa ef þeir geta ekki sett upp plön A, B og C hvað geti gerst. Líklega er heil blindradeild í Stjórnarráðinu.  Það er eitt sem kemur í veg fyrir það, hinir raunverulega blindu sjá betur en ríkisstjórn hin íslenska lýðveldis. Aldrei hefur verið jafn stór hópur amlóða saman kominn í ríkisstjórn, eins og Jónas myndi segja. Teljum upp heimskupörin ........  


Sigmundur Davíð: Getum ekki bara elt ESB og tekið þátt í viðskiptaþvingunum blindandi

miðvikudagur, 6. janúar 2016

Sveinn Rúnar heiðursborgari Palestínu

Ég er glaður fyrir hönd Sveins Rúnars Haukssonar og hins blómlega starfs sem hefur verið unnið undir stjórn hans í félaginu, Ísland Palestína. Allt sem hefur safnast hefur runnið í söfnun gervilima frá Össuri til hjálpar fólki sem orðið hefur fyrir barðinu á öfgastjórn Ísraelsríkis. 

„Ég lít ekki á þetta sem per­sónu­lega viður­kenn­ingu held­ur viður­kenn­ingu fyr­ir okk­ar fé­lag, Ísland Palestína, og þeim stuðningi sem sýnd­ur hef­ur verið af ís­lensku þjóðinni,“ seg­ir Sveinn Rún­ar Hauks­son sem í kvöld var gerður að heiðurs­borg­ara Palestínu. Viður­kenn­ing­una veitti ráðherr­ann Maj­di Khalidi en vega­bréfið und­ir­ritað Mahmmoud Abbas, for­seti Palestínu. 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/01/05/vidurkenning_fyrir_felagid/