Við sem sækjum Laugardalslaugina nokkuð stíft höfum verið þolinmóð upp á síðkastið. En nú eru allar viðgerðir að baki. Og Laugin er orðin að algjöru sæluríki. Flottir pottar, fínir klefar, æðisleg sturtuaðstaða. Allt eins og maður vill hafa það.Smá til að setja út á, skápar sem maður þarf að setja eitthvað á milli stafs og hurðar til að þeir lokist ekki, kranar í raksturaðstöðunni sem maður þarf að hafa höndina á allan tímann.
Við Íslendingar erum ekki meðvituð um hvílíka guðsgjöf við höfum þar sem er hveravatn. Og það er auðséð hversu ferðalangar víða að úr heiminum kunna að njóta. Það er oft að horfa á þá njóta. Þetta er svo einstakt. Því á að hrósa yfirvöldum og tæknimönnum fyrir gott starf.
Ég fékk líka á mig sól í 4 mínútur síðdegis, það var dásamlegt. Og gufan var unaðsleg í 10 mínútur. Stelpan sem var með pabba sínum og elskaði sápu var ekkert smá, yfirleitt heyrir maður börning gráta vegna sápunnar en þessi elskaði sápu!
Já, Hrós vikunnar fá starfsmenn Reykjavíkurborgar. Og meirihlutinn ef þeir láta ekki húseigendur kúga sig í Miðbænum. Þá kýs maður bara eitthvað annað, eða ekkert.
Svo er ný Self Portrait Dylans í Ágúst. Við aðdáendurnir bíðum spennt.
miðvikudagur, 17. júlí 2013
Topparnir: Þeir fá alltaf sitt
Þurfum við að hafa mörg orð um það? Forstjórarnir sjá um sig. Og Már líka !!! Við hljótum öll að gleðjast yfir velgengni þessara öndvegiskarla. Þeir passa upp á sitt fyrir dómstólum eða ekki.
Heildarlaun forstjóra og framkvæmdastjóra hjá ríkinu hækka um allt að 287 þúsund krónur samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs.
Svo er ný stjórn TryggingastofnunarRíkisins. Formaðurinn, Stefán Ólafsson heldur sæti sínu enda hefur hann tekið ótrúlega mikið undir margt á vegum Framsóknar upp á síðkastið, auk þess sem hann er prýðilega hæfur í þetta starf, sama má segja um Ástu Möller, en fátt kemur þarna á óvart. Nokkuð margir úr kjördæmi ráðherra. En það virðist ekki vera mikil sérmenntun eða víðtæk þekking á þessum málaflokki eða fjármálum.
Þetta er nú stofnun sem veltir einna mestu á okkar landi, ég held að hún ætti að vera betur mönnuð, kannski hef ég rangt fyrir mér.
Heildarlaun forstjóra og framkvæmdastjóra hjá ríkinu hækka um allt að 287 þúsund krónur samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs.
Mest hækka laun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um 287 þúsund krónur, rúm 21 prósent. Hann er nú með 1,6 milljón króna í mánaðarlaun.
Fréttastofa RÚV greinir frá þessari ákvörðun kjararáðs en þar kemur fram að hækkanirnar hafi tekið gildi 1. ágúst í fyrra, en ákvörðunin var tekin í lok júní í ár.
Hörður mun því fá tæplega 3,2 milljóna króna uppbótargreiðslu fyrir laun sem greidd verða afturvirkt. Vitanlega verður tekjuskattur greiddur af þeirri upphæð.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun fá 20 prósenta launahækkun – 253 þúsund krónur meira á mánuði - og verður með eina og hálfa milljón á mánuði. Hann má búast við tæplega 2,8 milljóna uppbótagreiðslu.
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans fær einnig 20 prósenta launahækkun en er nú með tæpar 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun. Laun hans hækkuðu um 226 þúsund krónur tæpar. Uppbótagreiðsla hans verður tæpar 2,5 milljónir.
Lágmarkslaun eru 204 þúsund krónur og því hækka laun þessara stjórnenda sem nemur vel rúmum lágmarkslaunum.
Svo er ný stjórn TryggingastofnunarRíkisins. Formaðurinn, Stefán Ólafsson heldur sæti sínu enda hefur hann tekið ótrúlega mikið undir margt á vegum Framsóknar upp á síðkastið, auk þess sem hann er prýðilega hæfur í þetta starf, sama má segja um Ástu Möller, en fátt kemur þarna á óvart. Nokkuð margir úr kjördæmi ráðherra. En það virðist ekki vera mikil sérmenntun eða víðtæk þekking á þessum málaflokki eða fjármálum.
Þetta er nú stofnun sem veltir einna mestu á okkar landi, ég held að hún ætti að vera betur mönnuð, kannski hef ég rangt fyrir mér.
---------------------------------------------------------
Aðalmenn:
Stefán Ólafsson, prófessor, formaður stjórnar
Ásta Möller, fyrrv. alþingismaður, varaformaður
Halldóra Magný Baldursdóttir, fulltrúi gæðamála hjá OR
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Sigrún Aspelund, skrifstofumaður
Varamenn:
Bryndís Friðgeirsdóttir, kennari
Elín Jóhannsdóttir, leikskólakennari
Guðjón Snæfeld Magnússon, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri
Petrea Ingibjörg Jónsdóttir
þriðjudagur, 16. júlí 2013
Ríkisstjórn: Á röngum slóðum
Það hlýtur að vekja áhuga hjá fleirum en mér að lesa hugleiðingar Vigdísar Hauksdóttur um verklag og skipulag efnahagsmála. Hvert virðist hún ætla að leita fyrirmynda? Til Bretlands. Hvernig gengur efnahagslífið í Bretlandi. Ansi erfiðlega.
Ríkisstjórnin og Sparnaðarnefnd virðist ekki ætla að læra af fyrri ríkisstjórn hér á landi sem náði betri árangri en íhaldsstjórnin breska. Sem tókst að halda jafnvægi skulda og útgjalda. Lækkaði hægt og sígandi Hrun stjórnanna á undan. Það þarf ekki annað en að líta á stöðu Ríkissjóðs frá 2009-2012 til þess. Í staðinn byrjar stjórnin með vafasömum trompum og gjöfum til þeirra sem hafa það best í okkar þjóðfélagi. Útgerðarinnar.
Svo verður fróðlegt að sjá hvernig nefndin umrædda ætlar að starfa, er hún búin að ráða sér sérfræðinga, stjórnsýslufræðinga og hagfræðinga til að hjálpa henni við þetta vandasama verk? Ætlar hún að leita til erlendra sérfræðinga?
Það vekur undrun okkar áhugamanna um stjórnmál og góðan rekstur samfélagsins hversu þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið illa undirbúnir að taka við völdunum. Við áhugamennirnir vissum að það hafði verið erfitt að reka Þjóðarbúið seinustu árin eftir mesta Hrun Efnahagskerfis á Vesturlöndum seinustu áratugi. Og ríkisstjórnin fyrrverandi var á réttri leið hægt og sígandi. Því kom það á óvart að fyrstu verk stjórnarinnar nýju var að minnka tekjur ríkisins svo milljörðum skipti.
Því veldur það okkur áhyggjum ef ein Fjögurra manna nefnd með fólki sem hefur verið þekktara fyrir glannalegar yfirlýsingar en raunhæfar tillögur á að leysa vanda okkar. Það er okkar áhyggjuefni.
Það vekur undrun mína hversu hart vinstri menn bregðast við þessu verklagi sem ríkisstjórnin leggur til. Því er fundið allt til foráttu og talað niður sem aldrei fyrr. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið allra landsmanna að hafa ríkissjóð vel rekinn. Megin markmið ríkisstjórnarinnar er að forgangsraða og koma atvinnulífinu af stað. Í því felast feikileg tækifæri ef rétt er staðið að málum. Er ríkisstjórnin síður en svo að feta nýjar brautir í þeim efnum. Ef litið er til Bretlands þá hefur George Osborne fjármálaráðherra boðað mikinn niðurskurð á ríkisútgjöldum til að draga úr hallarekstri hins opinbera þar í landi. Hlífa á grunnstoðunum þar eins og t.d. heilbrigðis – og menntakerfi en auka á fjármagn til uppbyggingar innviða samfélagsins. (Vigdís í bloggi sínu).
Ríkisstjórnin og Sparnaðarnefnd virðist ekki ætla að læra af fyrri ríkisstjórn hér á landi sem náði betri árangri en íhaldsstjórnin breska. Sem tókst að halda jafnvægi skulda og útgjalda. Lækkaði hægt og sígandi Hrun stjórnanna á undan. Það þarf ekki annað en að líta á stöðu Ríkissjóðs frá 2009-2012 til þess. Í staðinn byrjar stjórnin með vafasömum trompum og gjöfum til þeirra sem hafa það best í okkar þjóðfélagi. Útgerðarinnar.
Svo verður fróðlegt að sjá hvernig nefndin umrædda ætlar að starfa, er hún búin að ráða sér sérfræðinga, stjórnsýslufræðinga og hagfræðinga til að hjálpa henni við þetta vandasama verk? Ætlar hún að leita til erlendra sérfræðinga?
Það vekur undrun okkar áhugamanna um stjórnmál og góðan rekstur samfélagsins hversu þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið illa undirbúnir að taka við völdunum. Við áhugamennirnir vissum að það hafði verið erfitt að reka Þjóðarbúið seinustu árin eftir mesta Hrun Efnahagskerfis á Vesturlöndum seinustu áratugi. Og ríkisstjórnin fyrrverandi var á réttri leið hægt og sígandi. Því kom það á óvart að fyrstu verk stjórnarinnar nýju var að minnka tekjur ríkisins svo milljörðum skipti.
Því veldur það okkur áhyggjum ef ein Fjögurra manna nefnd með fólki sem hefur verið þekktara fyrir glannalegar yfirlýsingar en raunhæfar tillögur á að leysa vanda okkar. Það er okkar áhyggjuefni.
Það vekur undrun mína hversu hart vinstri menn bregðast við þessu verklagi sem ríkisstjórnin leggur til. Því er fundið allt til foráttu og talað niður sem aldrei fyrr. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið allra landsmanna að hafa ríkissjóð vel rekinn. Megin markmið ríkisstjórnarinnar er að forgangsraða og koma atvinnulífinu af stað. Í því felast feikileg tækifæri ef rétt er staðið að málum. Er ríkisstjórnin síður en svo að feta nýjar brautir í þeim efnum. Ef litið er til Bretlands þá hefur George Osborne fjármálaráðherra boðað mikinn niðurskurð á ríkisútgjöldum til að draga úr hallarekstri hins opinbera þar í landi. Hlífa á grunnstoðunum þar eins og t.d. heilbrigðis – og menntakerfi en auka á fjármagn til uppbyggingar innviða samfélagsins. (Vigdís í bloggi sínu).
sunnudagur, 14. júlí 2013
Fyrir hverja er þjónusta? Upp með fólkið
Aðrir færari um að reka heilbrigðisþjónustuna en ríkið
segir Kristján Júlíusson strax orðinn þreyttur að úthugsa hvar hann eigi að fá eyrinn. Sorglegast er samt að hugsa til baka, seinustu fjögurra ára, þegar hann og félagar hans hafa neitað að horfast í augu við að við lifðum eina allsherjar hrun fjármálakerfis Heimsins og ekki viljað viðurkenna þvílíkt kraftaverka seinasta stjórnin vann við hrikalegar aðstæður, á meirihlutanum dundi endalaus áróður um léleg vinnubrögð og hvað allt yrði betra þegar íhaldið væri komið til valda.
Jújú, það ýmsar útgáfur til að reka heilbrigðisþjónustu, eins og dæmin sanna. Sveitarfélög, félög lækna og hjúkrunarfólks, einstaklingar: Ýmislegt hefur verið prófað hjá okkur með misjöfnum árangri, Tannlæknarekstur hrikalegur kaos, Ýmsar milli gerðir, læknasamsteypur við Suðurlandsbraut, Mjódd, út um allan bæ. Margar þeirra hafa bara reyns vel, ég hef góðan árangur sjálfur af notkun þeirra. En það breytir því ekki að um 80 prósent Íslaendinga sögðu í skoðanakönnun af ríkið ætti að sjá um meginhlutann af slíkri þjónustu. Sveitarfélögin eru svo misauðug og misstór.Því ekki fýsilegur kostur. Þannig að við getum hækkað skatta til að hafa betra og tæknivæddara kerfi. Þar sem sjúklingurinn sjálfur hefur rétt til að skipta um lækna ef honum líkar ekki við þjónustauna sem hann fær. Það verður að hugsa um sjúklingana í þessu kerfi það er til vegna þeirra.
Svo hendum ekki út barninu með baðvatninu við þurfum skipulag í kerfið og fjármagn. Góðan rekstur og ráðdeild. Við þurfum Umboðsmenn sjúklinga nokkuð margar sem fylgjast með kerfinu.
Við þurfum ekki stjórnmálamenn sem gefast upp við minnstu mótbárur, sem eru líka heiðarlegir, ekki lygnir, eins og Jónas Kristjánsson ræddi um í dag, við bloggarar eigum að láta lygara fá það óþvegið. Flettta ofan af þeim gefa þeim engan frið. Við eigum að verna, heilbriðgiskerfin, velferðarkerfin og menntakerfin,umhverfisstofnanir. Það er víða sótt að þeim þótt 1 prósentið sem hrifsar æ meira telji allt gert fyrir sig og fjármagn sé upphaf og endir alls. Það þarf að ná peningunum aftur af þessari fémennisauðvaldsklíku. Í augnablikinu vilja flestir blandað hagkerfi þar sem sanngirni ríkir.
Það á líka við í heilbrigðiskerfinu okkar að mestu leyti, einkakerfið er bara til að auka ójafnrétti í þjóðfélaginu okkur. Við viljum ekki slíkt.
Upp með fólkið, niður með peningaþursana.
Jújú, það ýmsar útgáfur til að reka heilbrigðisþjónustu, eins og dæmin sanna. Sveitarfélög, félög lækna og hjúkrunarfólks, einstaklingar: Ýmislegt hefur verið prófað hjá okkur með misjöfnum árangri, Tannlæknarekstur hrikalegur kaos, Ýmsar milli gerðir, læknasamsteypur við Suðurlandsbraut, Mjódd, út um allan bæ. Margar þeirra hafa bara reyns vel, ég hef góðan árangur sjálfur af notkun þeirra. En það breytir því ekki að um 80 prósent Íslaendinga sögðu í skoðanakönnun af ríkið ætti að sjá um meginhlutann af slíkri þjónustu. Sveitarfélögin eru svo misauðug og misstór.Því ekki fýsilegur kostur. Þannig að við getum hækkað skatta til að hafa betra og tæknivæddara kerfi. Þar sem sjúklingurinn sjálfur hefur rétt til að skipta um lækna ef honum líkar ekki við þjónustauna sem hann fær. Það verður að hugsa um sjúklingana í þessu kerfi það er til vegna þeirra.
Svo hendum ekki út barninu með baðvatninu við þurfum skipulag í kerfið og fjármagn. Góðan rekstur og ráðdeild. Við þurfum Umboðsmenn sjúklinga nokkuð margar sem fylgjast með kerfinu.
Við þurfum ekki stjórnmálamenn sem gefast upp við minnstu mótbárur, sem eru líka heiðarlegir, ekki lygnir, eins og Jónas Kristjánsson ræddi um í dag, við bloggarar eigum að láta lygara fá það óþvegið. Flettta ofan af þeim gefa þeim engan frið. Við eigum að verna, heilbriðgiskerfin, velferðarkerfin og menntakerfin,umhverfisstofnanir. Það er víða sótt að þeim þótt 1 prósentið sem hrifsar æ meira telji allt gert fyrir sig og fjármagn sé upphaf og endir alls. Það þarf að ná peningunum aftur af þessari fémennisauðvaldsklíku. Í augnablikinu vilja flestir blandað hagkerfi þar sem sanngirni ríkir.
Það á líka við í heilbrigðiskerfinu okkar að mestu leyti, einkakerfið er bara til að auka ójafnrétti í þjóðfélaginu okkur. Við viljum ekki slíkt.
Upp með fólkið, niður með peningaþursana.
laugardagur, 13. júlí 2013
Vigdís og Björn Valur: Opnar og lokaðar skrifstofur
Á maður að hafa opnar skrifstofur þar sem ótal trúnaðarskjöl geta legið fyrir augum þessu sem þar kæmi inn?
Varla, ég held ég ráðleggi formanni Fjárlaganefndar að hafa skrifstofu sína lokaða. Það er öllum fyrir bestu.
Björn Valur er oft stríðinn: Það þykir skjóta nokkuð skökku við að á sama tíma og sérsveitin gengur til sinna verka hafi þótt ástæða til að endurnýja húsgögn á skrifstofu formanns fjárlaganefndar. En auðvitað þarf allur aðbúnaður að vera eins og best verður á kosið. Það hafa allir skilning á því.
Ætli þetta sé satt hjá henni? Hún hafi einfaldlega tekið við skrifstofunni og flutt inn og vísaði að öðru leyti á starfsfólk Alþingis.
Stundum hef ég á tilfinningunni að hún viti ekki hvenær hún segir satt og hvenær ekki. Kannski hef ég rangt fyrir mér.
- svo er Björn Valur bara sorglegur – líklega þarf ég að læsa skrifstofunni héðan í frá – sem ég hef ekki gert – úr því fyrrverandi þingmenn eru að snuðra þar .
Vigdís er góð í að segja hálfsannleik því Björn Valur var starfandi um daginn á Alþingi sem Varaþingmaður, hann hefur kannski bankað á hjá hinni önnum köfnu Sparnaðar-Vigdísi og komið að opnum dyrum?
Hún ætti nú frekar að leita ráða hjá fyrrverandi formanni, ég veit að hann er hafsjór af fróðleik um fjármál ríkisins.
Ekki veitir af því að starfa saman til að ná áttum, ef maður tekur mark á daglegum yfirlýsingum ráðherra sem vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Varla, ég held ég ráðleggi formanni Fjárlaganefndar að hafa skrifstofu sína lokaða. Það er öllum fyrir bestu.
Björn Valur er oft stríðinn: Það þykir skjóta nokkuð skökku við að á sama tíma og sérsveitin gengur til sinna verka hafi þótt ástæða til að endurnýja húsgögn á skrifstofu formanns fjárlaganefndar. En auðvitað þarf allur aðbúnaður að vera eins og best verður á kosið. Það hafa allir skilning á því.
Ætli þetta sé satt hjá henni? Hún hafi einfaldlega tekið við skrifstofunni og flutt inn og vísaði að öðru leyti á starfsfólk Alþingis.
Stundum hef ég á tilfinningunni að hún viti ekki hvenær hún segir satt og hvenær ekki. Kannski hef ég rangt fyrir mér.
- svo er Björn Valur bara sorglegur – líklega þarf ég að læsa skrifstofunni héðan í frá – sem ég hef ekki gert – úr því fyrrverandi þingmenn eru að snuðra þar .
Vigdís er góð í að segja hálfsannleik því Björn Valur var starfandi um daginn á Alþingi sem Varaþingmaður, hann hefur kannski bankað á hjá hinni önnum köfnu Sparnaðar-Vigdísi og komið að opnum dyrum?
Hún ætti nú frekar að leita ráða hjá fyrrverandi formanni, ég veit að hann er hafsjór af fróðleik um fjármál ríkisins.
Ekki veitir af því að starfa saman til að ná áttum, ef maður tekur mark á daglegum yfirlýsingum ráðherra sem vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Vonandi er ekki frostaveturinn mikli framundan þar sem xB hverfur út í snjókófið trausti rúið?
föstudagur, 12. júlí 2013
Páll Magnússon 1 - Davíð Oddsson 0
Páll Magnússon gengur í endurnýjun lífdaga. Fyrst setur hann fótboltaheiminn á annan enda og svo svíður hann hárið af Davíð Oddssyni með prýðisgrein í Fréttablaðinu í dag föstudaginn 12. júlí.
Þar sem hann sýnir með tölfræði hina miklu ást sem ritstjórinn í Hádegismóum ber til útvarps allra landsmanna. Og gerir það með stæl:
Um síðustu mánaðamót hafði ritstjóri Morgunblaðsins setið á stóli sínum í 197 vikur. Á þeim tíma hafði hann skrifað 224 sinnum um Ríkisútvarpið í forystugreinum blaðsins. Það gerir að jafnaði einu sinni í viku og 27 sinnum í viðbót.
Án þess að hafa talið það hef ég grun um að það hafi bara verið tvö fyrirbæri í veröldinni sem hafa verið ritstjóranum kærari umfjöllunarefni en RÚV: nýlega brotthorfin ríkisstjórn og svo hann sjálfur. Ég hygg reyndar að varnar- og lofgreinar hans um sjálfan sig undir nafnleynd í þriðju persónu séu nýmæli í vestrænni blaðamennsku – jafnvel mætti kalla þetta sköpunarverk nýja bókmenntagrein.
....... Ég held að skýringin sé að Páll sé búinn að sjá að hann eigi sér ekki langra lífdaga á RÚV þegar Menntamálaráðherrann virðist vera beintengdur við Hádegismóana. Svo þess vegna er allt í lagi að skjóta í allar áttir meðan hann hefur tækifæri, þangað til hann fær Rautt spjald eða kannski verður það Blátt:
Kosturinn/gallinn við efnislegar staðhæfingar er nefnilega að þær er yfirleitt hægt að sannreyna eða hrekja. Sú er ekki raunin með fúkyrði og fimmaurabrandara.
Guð blessi Morgunblaðið.
Þar sem hann sýnir með tölfræði hina miklu ást sem ritstjórinn í Hádegismóum ber til útvarps allra landsmanna. Og gerir það með stæl:
Um síðustu mánaðamót hafði ritstjóri Morgunblaðsins setið á stóli sínum í 197 vikur. Á þeim tíma hafði hann skrifað 224 sinnum um Ríkisútvarpið í forystugreinum blaðsins. Það gerir að jafnaði einu sinni í viku og 27 sinnum í viðbót.
Án þess að hafa talið það hef ég grun um að það hafi bara verið tvö fyrirbæri í veröldinni sem hafa verið ritstjóranum kærari umfjöllunarefni en RÚV: nýlega brotthorfin ríkisstjórn og svo hann sjálfur. Ég hygg reyndar að varnar- og lofgreinar hans um sjálfan sig undir nafnleynd í þriðju persónu séu nýmæli í vestrænni blaðamennsku – jafnvel mætti kalla þetta sköpunarverk nýja bókmenntagrein.
....... Ég held að skýringin sé að Páll sé búinn að sjá að hann eigi sér ekki langra lífdaga á RÚV þegar Menntamálaráðherrann virðist vera beintengdur við Hádegismóana. Svo þess vegna er allt í lagi að skjóta í allar áttir meðan hann hefur tækifæri, þangað til hann fær Rautt spjald eða kannski verður það Blátt:
Kosturinn/gallinn við efnislegar staðhæfingar er nefnilega að þær er yfirleitt hægt að sannreyna eða hrekja. Sú er ekki raunin með fúkyrði og fimmaurabrandara.
Guð blessi Morgunblaðið.
fimmtudagur, 11. júlí 2013
Meira um Kvalræði og Hvalkjöt
Enn kemur skýrt í ljós að þessi ríkisstjórn og ráðherrar hennar ætla að vera aftaníossar spilltrar útgerðaryfirstéttar. Hneigja sig og beygja.
Allt er gert til að hindra að hið sanna komi í ljós um óarðbærar Langreyðarveiðar. Jafnvel falsanir á pappírum.
Hver var það sam falsaði Farmskjöl, er það ekki lagabrot? Eflaust er það allt í lagi þegar Kristján Loftsson á í hlut. Hann grætur bara í málsgagn allra landsmanna í Hádegismóum og fær góðan leiðara um skrímslin í ESB sem eyðileggja allt. Svo borgar hann upp í tapreksturinn.
Allt er gert til að hindra að hið sanna komi í ljós um óarðbærar Langreyðarveiðar. Jafnvel falsanir á pappírum.
Hver var það sam falsaði Farmskjöl, er það ekki lagabrot? Eflaust er það allt í lagi þegar Kristján Loftsson á í hlut. Hann grætur bara í málsgagn allra landsmanna í Hádegismóum og fær góðan leiðara um skrímslin í ESB sem eyðileggja allt. Svo borgar hann upp í tapreksturinn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)