þriðjudagur, 14. janúar 2014

Þjóðaratkvæðagreiðslu um útvarpsstjóra

Það er einvalalið sem sækir um stöðu útvarpsstjóra Ríkisins.  ÉG held að það sé óhjákvæmilegt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mjög svo digra embætti.  Ég trúi ekki öðru en það verði undirskriftasöfnun um það að við fáum að hafa okkar seinasta orð um það við hlustendurnir. Ég trúi ekki öðru en Advice hópurinn snúi til baka og leiði okkur inn á rétta braut.  

Mér líst einna best á tvo aðila, Sigurð Árna Ásgeirsson en hann er ógleymanlegur landsmönnum fyrir málsókn sín gegn Britney Spears: „Það er alveg ljóst að Britney Spears stal plötutitlinum okkar,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, meðlimur sveitarinnar, í viðtali í Monitor. „Það kemur ekkert í veg fyrir málsókn á hendur Britney Spears,“ heldur Sigurður áfram. „Nafnið er okkar og konseptið er okkar.“ 
Svo og Hrafn Gunnlaugsson en ég held að landinn muni hann best sem höfund og leikstjóra Blóðrauðs sólarlags sem frumflutt var að sjálfsögðu í Ríkissjónvarpinu og það að hafa misþyrmt Bob Dylan á herfilegan hátt á gamlárskvöld með flutningi sínum á Mr. Tambourine Man með undirleik Stuðmanna í sjónvarpi allra landsmanna, gott ef hann var ekki dagskrárstjóri þá!!

Þjóðaratkvæðagreiðslu strax!!!!

Árni Thoroddsen
Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri
Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Björn Þorláksson, ritstjóri og rithöfundur
Böðvar Ingi Aðalsteinsson, atvinnubílstjóri
Dana Rún Hákonardóttir, verkefnastjóri
Davíð Elvar Marinósson, ráðgjafi
Edda Björgvinsdóttir, leikari
Ester Sveinbjarnardóttir, verkefnastjóri
Filipe Carvalho, sölumaður
Fjölnir Már Baldursson, kvikmyndagerðamaður
Gauti Sigþórsson, lektor
Guðjón Pedersen, leikstjóri
Guðjón E. Hreinberg
Guðmundur Þór Sigurðsson
Gunnar Konráðsson, húsasmíðameistari
Hallur Guðmundsson, bókavörður
Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur
Hrannar Már Gunnarsson, BA lögfræði
Íris Alma Vilbergsdóttir, almannatengill
Jón Ólafsson, aðstoðarrektor
Ketill Gauti Árnason, nemi
Kolbrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður
Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri
Magnús Sigurðsson, almannatengill í ferðaþjónustu
Maríanna Friðjónsdóttir, framkvæmdastjóri
Magnús Víðisson, sölumaður
Michael Jón Clarke, tónlistarmaður
Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður
Ólína Þorvarðardóttir, doktor í íslenskum bókmenntum og þjóðfræði
Salvör Nordal, forstöðumaður
Sigurður Ásgeir Árnason, viðburðarstjóri
Stefán Jón Hafstein, sviðsstjóri
Sveinn Ívar Sigríksson, viðskiptafræðingur
Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur
Víðir Benediktsson, blikksmiður og skipstjóri
Þorgils Björgvinsson, tónlistarmaður

mánudagur, 13. janúar 2014

Sigurður Ingi: Ríkið það er ég

Sigurður Ingi notar þöggun og hótanir á sérfræðinga, ekki í fyrsta sinn,  fólk í faghópi á ekki að úttala sig um pólitík, og auðvitað er
það hans að skilgreina hvað er pólitík. Fagfólk má vera í pólitík, hann má það ekki.  En sorglegt. Ef maður lítur á stuttan ráðherraferil hans þá hefur enginn ráðherra í núverandi stjórn verið í meiri pólitík en hann.  

Það er hans að ákveða allt um afmarkanir svæða, hann þarf ekki að hafa samskipti við, sérfræðinga, vísindamenn, faghópa.  Hann er Valdamaður með stórum staf.  Ríkið það er ég sagði Lúvík 14.Minniháttar eða meiriháttar það ákveð ég.  
Mér finnst að það eigi að setja lög að dýrafræðingar fái bara að vera fjármálaráðherrar. 

Umhverfisráðherra segir að fagmenn sem unnið hafi fyrir verkefnisstjórn Rammaáætlunar sem skilað hafi af sér fyrir tveimur árum megi hafa sínar skoðanir á afmörkun Þjórsárvera. Hann sé ekki sammála og velti fyrir sér af hverju fagmenn megi vera pólitískir en ekki stjórnmálamenn.
Tíu sérfræðingar, sem voru í faghópi um náttúru og menningarminjar í öðrum áfanga Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða, vísa á bug rökstuðningi Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra í umdeildri ákvörðun hans í desemberlok þar sem hann breytti tillögu um friðlýst svæði Þjórsárvera en breytingin gerir Norðlingaölduveitu mögulega.
Sérfræðingarnir mótmæla því að mörk friðlýsta svæðisins hafi ekki verið dregin skýrt í öðrum áfanga og að í afmörkun friðlandsins hafi verið gengið lengra en gert hafi verið ráð fyrir og að breyting ráðherra frá fyrri tillögu sem hann kynnti í desemberlok hafi verið minniháttar. 
Þessu er ráðherra ósammála. Hann segir að skoði menn hið núverandi friðlýsa svæði annars vegar, og síðan stækkunina sem um er að ræða, þá sé hún mjög minniháttar. Hann segir að þessir fagmenn hafi skilað vinnu sinni til verkefnisstjórnar sem sé ráðgefandi fyrir Alþingi en þingið taki svo ákvörðun. Það sé mat ráðuneytis og lögfræðinga þess og Umhverfisstofnunar að það sé ekki skýrt hver afmörkunin sé.
Sigurður Ingi segir að fagmenn sem unnu fyrir verkefnisstjórn og skiluðu af sér fyrir tveimur árum geti haft sínar skoðanir, það sé fullkomlega eðlilegt. En þeir fagmenn séu ekki í verkefnisstjórn þrjú, enda hafi þar ekki verið settir á laggirnar faghópar.  
„Ég hef velt því fyrir mér upp á síðkastið hver er munurinn á því ef að stjórnmálamenn mega ekki leggja pólitísk mat á neinar niðurstöður en fagmenn hafi fullt vald til þess að vera pólitískir á hverjum tíma,“ segir Sigurður Ingi. (ruv.is)

sunnudagur, 12. janúar 2014

Líf og fjör í ráðuneytum: Hefur eitthvað breyst?

Skrifræði og klíkuskapur hefur löngum einkennt stjórnun á Íslandi, skemmtileg grein í dv.is sýnir það vel í dag.  

Stjórnendur á vergangi

Skrifstofustjórar án skrifstofu með 700 þúsund krónur í laun á mánuði
Þegar ráðuneyti voru sameinuð á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun um það innan veggja hins nýstofnaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að svipta skrifstofustjóra ekki þeirri stöðu þrátt fyrir að skrifstofum fækkaði í hinu nýja ráðuneyti. Fyrir vikið starfa fjórir skrifstofustjórar í ráðuneytinu án þess að sinna starfi skrifstofustjóra. Síðan þessar breytingar voru gerðar hafa minnst tveir skrifstofustjórar verið ráðnir inn.

Sama er í velferðarráðuneytinu 9 skrifstofustjórar en 6 skrifstofustjórar.  Já, það er líf og fjör í ráðuneytunum. Það eiga að vera 20 skrifstofustjórar en þeir eru 7 í viðbót.   Og þá er kerfið í rusli.  Búið að ráða fleiri nýja og öðrum má ekki hrófla við.

Svo er stöðugt rætt um sparnað við hátíðleg tækifæri, þeir sem ætla að einfalda stjórnsýsluna gera hana bara flóknari. Svo er alltaf , vinir, kunningjar, flokksfélagar og ættingjar   sem þarf að hjálpa og taka tillit til. Aldrei fleiri aðstoðarmenn og nógu langt í næstu kosningar svo það er óþarfi að hafa áhyggjur í bili.  Munum líka að þetta er ekki bara svona hjá ríkinu.  Hver man ekki heila sveit ungra sjálfstæðismanna í Landsbanka Björgólfanna og samvinnuhreyfingarráðningar forðum daga.  Hefur þetta eitthvað breyst???

     

fimmtudagur, 9. janúar 2014

Þingkonur og heilbrigt klám

Einhvern veginn var lítill spenningur í mér í gær þegar við fóum í Þjóðleikhúsið að sjá Þingkonurnar, kannski eitthvað í blöðunum en ég er nú farinn að lesa ekki gagnrýni fyrr en eftir að ég hef séð sýninguna.  En satt að segja kom þessi sýning mér á óvart.  Hún var oftast skemmtileg, hæfileg blanda af upphaflegu leikriti Aristófanesar og leikstjórans Beneditkts Erlingssonar.  Sviðið Alþingishússalurinn, söngvar og tónlist, dansar; allt hjálpaði þetta að skapa heild sem að mestu leyti gekk upp.  Svo var fyndið að sjá klám og fíflagang í hæfilegum skammti eins og þótti eðlilegt í Aþenu forðum daga. Heilbrigt klám er ekki svo slæmt!!! 

Ég er ekki að segja að þetta sé snilldarverk, langt í frá því, en þarna var samræða Grikkjanna fyrir tvöþúsund og eitthvað árum um  lýðræði, jafnrétti, samskipti kynjanna og skipan stjórnmála.  Þar sem við sjáum að fólkið í fornöld gat gert grín að sjálfu sér, blandað með alvöru og léttýðgi sem fékk mann til að labba út með glotti á vör.  Tónlistin hans Egils textarnir hreyfing og dans, lyfta manni upp og nútímaþrællinn í meðferð Guðrúnar Snæfríðar var óborganlegur þar sem hún þeyttist um Alþingissalinn með vínkerruna og fjarstýringuna.  

Það er gaman að fá öðru hverju eldgamla klassíkera, þar sem þeir eru matreiddir og kryddaðir passlega fyrir okkur nútímapakkið. En einhvern hafði maður á tilfinningunni að leikhúsið okkar allra hefði ekki haft trú á þessari uppsetningu, einstaklega fátæklegt prógramm sem boðið var upp á, það væri jafngott að setja uppýsingar um sýningarnar og valdar greinar um leikritin og fróðleik  á netið.  Það var líka gaman að sjá Heru Björk söngkonuna knáu þarna með leikurunum hún bar af í söng og gamli nágranni minn Þorsteinn Bachmann verður alltaf betri og betri leikari með árunum. 

Að lokum nokkuð skemmtileg sýning sem fær mann til að brosa og pæla smá,um leið gegnir Þjóðleikhúsið skyldu sinni að sýna klassísk stykki.  Það hefði verið hægt að gera beittari sýningu, en þarna fékk stór hópur leikkvenna tækifæri á að spreyta sig. Það er nú ekki oft sem svona stór hópur þeirra stígur á sviðsfjalirnar.  

Þingkonurnar

miðvikudagur, 8. janúar 2014

Ráðgjafinn góði: Björn Ingi hjálpar Sigmundi Davíð

Sigmundur Davíð velur sér ráðgjafa á bak við tjöldin, auðvitað þarf það að vera spillingagossinn Björn Ingi, ég skil ekki þá sem dandalast með honum á Pressunni og Eyjunni.  Hann sýnir það vel hversu gamla liðið tengist enn flokknum þrátt fyrir allan fagurgala yngra fólksins um kynslóðaskipti.  Hver var það sem fjármagnaði Pressuna í upphafi er það ekki VÍS og hver var það annar en Ólafur Ólafsson?  Hver var það sem hleypti Birni Inga að peningakötlunum þótt það færi ekki vel. Svo ræða menn um breytt samfélag. Og hinn vammlausi forsætisráðherra treystir þessum karli best.
  


Ráðgjafi Sigmundar

sunnudagur, 5. janúar 2014

Valdamenn og skáld: Skuggamyndir og orðsnilld.

Nú er orrahríð áramótaræðnanna að mestu þögnuð. Sáttavilji tvíbúranna á Bessastöðum og í Stjórnarráðinu ofræddur að mestu enda var viljinn varla Þjóð(ar)vilji.  Svo við flest okkar höfum snúið okkar að þarfara verki að lesa bækur,hlusta á tónlist og hitta fólk, vini og ættingja  og ræða nútíð fortíð og framtíð.


Tvær bækur urðu fyrst á vegi mínum eftir jól og aðra hef ég klárað og hin er langt komin.  Það eru Skuggasund Arnaldar og Fiskarnir hans Jóns Kalmans.  Það er skemmtilegt og merkilegt hversu þeir eru frjóir að fást við árekstra fortíðar og nútíðar, það er uppruni okkar Íslendinga
og þróun seinustu öldina.  Þar verður ekki komist hjá því að samskipti við útlendinga verði stór þáttur sögu og atburða.

Arnaldur fæst við glæpi úr seinni heimsstyrjöldinni þar sem samspil Íslendinga og Ameríkana eru lykillinn.  Þegar upp er staðið þá kemur margt manni á óvart.  Það er ekkert sem er einfalt, það eru engir algóðir eða alvondir, samt verða glæpir, mönnum verður á, lífið býður upp á freistingar, þeir sterku nota sér aðstöðu sína gagnvart hinum veiku, sem að sjálfsögðu verða fórnarlömb. Útlendingar eru ekki skúrkar út á það að vera útlendingar, þeir rekast hingað vegna hinna stóru strauma sögunnar, heimsstyrjöld og kalt stríð.  Út úr mistrinu sjáum við loks sögu þar sem flestir upplifa harmleik og verða aldrei samir.

Jón Kalman fléttar saman á listfenginn hátt atburði frá  æskuárum sínum og um leið fléttar hann saman líf fjöskyldu í heila öld.  Fólk sem býr í sjávarþorpi  og flyst síðan í nágrenni stórbæjarins, þar sem samskipti við ameríska herinn móta allt mannlíf og byggja upp lífsmynstur sem er ólíkt öllu öðru hér á landi. Í sjávarþorpinu eru það náttúruöflin sem ráða miklu, snjóflóð, sjósókn, vinátta, ættarbönd. 


Einhvern veginn varð mér hugsað til valdamanna okkar í núinu í samskiptum við útlönd og útlendinga. Við sjáum skuggamynd þeirra á sjónvarpsskjánum, annað hvort þá sjálfa eða eftirhermur. Við hlustum á orðflæði þeirra, þar sem þeir búa til heim til að þóknast valdagræðgi sinni , einræðisherrar langt út í heimi verða allt í einu þeir sem við eigum að faðma að okkur og hafa mest samskipti við.  Hinir fátæku, hinir stóru skarar stríðshrjáðra og hungraðara eiga ekkert inni hjá okkur, við eigum frekar að skera niður aðstoð til þeirra en að auka skatta og álögur á hina ofurríku. Skammsýnin ræður ríkjum, náttúra okkar og sjávarlíf er eitthvað til að leika með og eyða.  

   Hversu skáldin eru djúpsærri en stjórnmálamennirnir.  Þar sem mannvirðing og húminismi ráða ríkjum, ungt fólk stígur feilspor sem reynast dýrkeypt, hjá stjórnmálamönnum er það afturámóti, skammvinnur gróði eða valdafíkn, allt verður þetta skiljanlegt og lifandi, hvetur okkur til að taka afstöðu. 

Hjá báðum þessum höfundum er leiftrandi frásagnarlist, þó gjörólík. Arnaldur með sinn massíva stíl og fléttur.  Jón Kalman með sína logandi orðakúnst og samsetningu sem fékk mig til að tárast á stundum. Það er ótrúlegt að við skulum eiga milli 5 og 10 bækur í þessum gæðaflokki fyrir ein jól.  Og við flykkjumst í búðir og söfn til að meðtaka þessa snilld.  Ég á enn nokkrar bækur sem ég á eftir að liggja yfir, Guðmund Andra, Vigdísi Gríms, Þórunni Erlu.  

Svo eru margar athyglisverðar ljóðabækur sem vert væri að glugga í.  Ég vil þar benda á nýja ljóðabók Berglindar Gunnarsdóttur og ljóðaþýðingar Jóns Kalmans. 

Já, lesandi góður, það er margt að lifa fyrir, jafnvel þótt manni verði stundum þungt fyrir brjósti þegar maður upplifir hroða valdamanna í hvunndeginu. Ég hef hvorki stílgáfu né tíma til að lýsa þessum bókum og tíma.  En vonandi fæ ég þig til að leggja sjálfur í að glugga í þeim og meðtaka.  Góðar stundir.

 





laugardagur, 4. janúar 2014

Svokallaður umhverfisráðherra kastar hanskanum

Já, þá er það byrjað, umhverfisstríðið, sem ég hafði búist við að kæmi.  Eftir yfirlýsingar svokallaðs umhverfisráðherra að rífa upp Rammaáætlunina sem samþykkt var í fyrra. Umhverfissóði í umhverfisráðuneyti.  


Einhver álitsgjafi sem ég sá um daginn sagði að það væri enginn munur á fyrri ríkisstjórn og þeirri nýju, svo bætti Styrmir um betur 
í morgun í RÚV 1, núverandi stjórnarandstaðan hafði ekkert gert .  Og enginn mótmælti honum.  Það eru stórir málaflokkar sem eru komnir í eldlínuna, umhverfislöggjöfin nú. Áður stórbreytingar á Fjárlögum þar sem minnihlutinn bjargaði ríkisstjórninni að verða sér til skammar. Sama var með hugmyndir sjávarútvegsráðherra (já, sá hinni sami!!!) um gjafakvóta til makrílútgerðarmanna.  

En nú harðnar baráttan, Náttúruverndarsamtök Íslands láta heyra í sér:   
„Umhverfisráðherra hefur með ákvörðun sinni um breytingu á friðlýsingarskilmálum þeim sem Umhverfisstofnun vann fyrir stækkun friðlandsins í Þjórsárverum - í samræmi við gildandi náttúruverndaráætlun og í samræmi við rammaáætlun - enn á ný opnað fyrir að víðerni svæðisins vestan Þjórsár verði spillt, að hinir stórkostlegu fossar, Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss neðar í Þjórsá, verði eyðilagðir.“
Þetta segir í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Samtökin segja ráðherra gera rammaáætlun að engu.
„Jafnframt er það svæði sem ráðherra undanskilur frá friðlýsingu líkt og fleygur rekinn inn í hjarta Þjórsárverasvæðisins sem Landsvirkjun og stjórnvöld munu í framtíðinni nýta sér til að stækka fyrirhuguð stíflumannvirki til samræmi við fyrri áform fyrirtækisins. Ráðherra hefur rammaáætlun að engu og gefur auga leið að ef sitjandi umhverfis- og auðlindaráðherra kemst upp með geðþóttaákvarðanir þvert á gildandi lög og samþykktir Alþingis mun Landsvirkjun - hér eftir sem hingað til - engar sættir virða.“
Hann er skrýtinn þessi fyrrum græni flokkur sem er búinn að færa sig lengst á hægri vænginn.  Ætli Jónas og Steingrímur snúi sér ekki í gröfinni????

Hanskanum hefur verið kastað.