Þau eru furðuleg orð forsætisráðherra sem stöðugt tönglast á því að hann ætli að vera maður sátta og samlyndis. Það er eins og fortíðin sé hulin þoku og eilífu myrkri. Hann virðist ekki vita
hvernig hið íslenska samfélag leit út í lok ársins 2008 og í byrjun 2009, þegar hann kom inn í stjórnmál. Kannski hefur hann verið að telja krónurnar og ofurgróðann með þeim sem tóku stöðu gegn krónunni á þeim tíma.
Hann man ekki að: tekjuhalli var 200 milljarðar árið 2008 og var sífellt að batna hægt og sígandi árin á eftir undir varkárri stjórn Jóhönnu og Steingríms, hann man ekki að það var engin fjárfesting, engir vildu lána okkur, vinstri stjórnin reisti bankakerfið aftur og hlaut aðdáun sérfræðinga erlendis. En hvað sagði Sigmundur Davíð? Það sama og hann segir í dag: það eina sem gerðist í kringum hrunið var ófyrirsjáanlegt verðbólguskot. Þessi skot eru ansi víða um þessar mundir. Hann virðist ekki enn átta sig á því að það sem hann getur gert í dag er vegna ótrúlegrar stjórnar fyrirrennara sinna. Það eru þeir sem valda því að okkur er treyst betur, þó að ráðherrarnir okkar núverandi geri glappaskot í hverri viku.
Helstu hagstærðir hins opinbera 1980-2013 | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Tekjur hins opinbera | Gjöld hins opinbera | Tekjuafgangur / -halli | Verg landsframleiðsla (VLF) | Tekjur á verðlagi 2013 | Gjöld á verðlagi 2013 | Tekjur á mann á verðlagi 2013, krónur | |
2008 | 653.559 | 853.725 | -200.167 | 1.480.347 | 818.240 | 1.068.843 | 2.562.163 |
2009 | 614.290 | 763.327 | -149.037 | 1.497.934 | 710.174 | 882.474 | 2.224.535 |
2010 | 637.289 | 791.880 | -154.591 | 1.535.932 | 689.084 | 856.239 | 2.166.889 |
2011 | 681.134 | 771.800 | -90.666 | 1.628.319 | 713.151 | 808.079 | 2.235.489 |
2012 | 740.324 | 805.617 | -65.293 | 1.699.401 | 753.568 | 820.029 | 2.349.641 |
2013 | 789.114 | 826.256 | -37.142 | 1.786.244 | 789.114 | 826.256 | 2.434.147 |
Tekjur á verðlagi 2013: Staðvirt með verðvísitölu landsframleiðslu.
Gjöld á verðlagi 2013: Staðvirt með verðvísitölu landsframleiðslu.
Tekjur á mann á verðlagi 2013, krónur: Staðvirt með verðvísitölu
landsframleiðslu.
Gjöld á mann á verðlagi 2013, krónur: Staðvirt með verðvísitölu landsframleiðslu.
Vísitala tekna á mann 1980=100.
Vísitala gjalda á mann 1980=100.
Vísitala vergrar landsframleiðslu á mann 1980=100. Ár2013BráðabirgðatölurSíðast uppfært:2014-03-11Eining:Milljónir Króna/vísitala/hlutfallTímabil:1980-2013
Hagvísar þjóðhagsspár 1998-2012 | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Atvinnuvegafjárfesting | Fjárfesting í íbúðarhúsnæði | Fjárfesting hins opinbera | Þjóðarútgjöld, alls | Verg landsframleiðsla | Vísitala neysluverðs | Atvinnuleysi, % af vinnuafli | |
2007 | -23,5 | 13,2 | 19,1 | -0,4 | 6,0 | 5,0 | 2,3 |
2008 | -23,3 | -21,9 | -5,9 | -8,6 | 1,2 | 12,4 | 3,0 |
2009 | -55,8 | -55,7 | -29,9 | -20,4 | -6,6 | 12,0 | 7,2 |
2010 | -1,3 | -18,0 | -21,8 | -2,6 | -4,1 | 5,4 | 7,6 |
2011 | 27,9 | 5,4 | -17,1 | 4,1 | 2,7 | 4,0 | 7,1 |
2012 | 7,8 | 6,9 | -9,1 | 1,6 | 1,4 | 5,2 | 6,0 |
Sama getum við lesið hér um fjárfestingar, þjóðarútgjöld og breytingju á vergri landsframleiðslu. Það er ótrúlegt að þetta skyldi verða hægt. OG
það er ekki Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að þakka, hann gerir lítið í því að fjarlægja bjálkana úr augum sínum, kannski er hann að safna bjálkum!
Forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):
Virðulegur forseti. Ef hv. þingmaður einbeitti sér nú ekki að innantómum skætingi eins og undanfarin ár heldur liti á stöðuna hverju sinni og þau tækifæri sem eru til staðar og reyndi að nýta þau hvort sem hann er í meiri hluta eða minni hluta þá hefði nú þegar náðst miklu meiri árangur en við horfðum upp á í fjögur ár hjá gagnslausri ríkisstjórn og raunar þremur mánuðum betur þar sem minnihlutastjórn hafði það hlutverk eitt að nýta þau tækifæri sem þá voru til leiðréttingar lána. Þrátt fyrir klúður í meira en fjögur ár hefur nýrri ríkisstjórn nú tekist á innan við ári að setja saman tillögur sem tryggja munu leiðréttingu á því sem kallað er forsendubrestur, þ.e. á áhrifum hins ófyrirsjáanlega verðbólguskots sem var í kringum efnahagshrunið. En að hv. þingmaður skuli enn eina ferðina reyna að halda því fram að menn standi ekki við loforð vegna þess að kostnaður ríksins sé ekki nógu mikill, tekur út yfir allan þjófabálk í ljósi þess að í fjögur ár reifst (Forseti hringir.) ég við hv. þingmann og fleiri um akkúrat þetta (Forseti hringir.) og reyndi að benda þeim á að kostnaðurinn væri einmitt miklu minni (Alþingi 31. mars 2014)