Það er margt furðulegt í okkar samfélagi, það er ýmislegt rotið:
Stjórnvöld fóru leynt með skipan ráðgjafa
Alþingi
Farið var leynt með skipan hóps ráðgjafa sem nýverið skilaði ráðherranefnd um afnám gjaldeyrishafta tillögum. Skipan hópsins þótti varða við efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi.
Ráðgjafarnir sex voru skipaðir í lok nóvember í fyrra. Hvorki var tilkynnt opinberlega um skipan
þeirra, né var skipunarbréf þeirra gert opinbert fyrr en í svari Sigmundar nú. Ráðgjafahópurinn hafði frjálsar hendur um verkaskiptingu
og fundahöld. Engar fundargerðir voru ritaðar, en fulltrúi forsætisráðuneytisins sem sat fundina ritaði minnispunkta, segir í svarinu.
Ráðgjafarnir áttu að vera uppspretta hugmynda um afnám haftanna, og áttu að auki að smíða tillögur í kringum hugmyndirnar. "Þeir eru ráðgjafar ráðherranefndar um efnahagsmál en hafa ekki verið skipaðir í nefnd eða starfshóp. Ráðgjafar hafa ekki ákvörðunarvald í neinum málum er viðkoma afnámi hafta og eru ekki opinberir starfs
menn," segir í svari Sigmundar. Því telur hann reglur um jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum og nefndum ekki eiga við. Ráðgjafarnir eru allir karlmenn.
Össur spurði um þóknun ráðgjafanna, en var aðeins svarað að hluta. Tímakaup þeirra var 17 þúsund krónur. Samið var um fastan tímafjölda á mánuði, en ekki kemur fram í svarinu hversu margir tímarnir voru. Þá var greitt sérstaklega fyrir skýrsluskrif og sérstakar athuganir umfram fastan tímafjölda.
- bj
Farið var leynt með skipan hóps ráðgjafa sem nýverið skilaði ráðherranefnd um afnám gjaldeyrishafta tillögum. Skipan hópsins þótti varða við efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi.
Ráðgjafarnir sex voru skipaðir í lok nóvember í fyrra. Hvorki var tilkynnt opinberlega um skipan
þeirra, né var skipunarbréf þeirra gert opinbert fyrr en í svari Sigmundar nú. Ráðgjafahópurinn hafði frjálsar hendur um verkaskiptingu
og fundahöld. Engar fundargerðir voru ritaðar, en fulltrúi forsætisráðuneytisins sem sat fundina ritaði minnispunkta, segir í svarinu.
Ráðgjafarnir áttu að vera uppspretta hugmynda um afnám haftanna, og áttu að auki að smíða tillögur í kringum hugmyndirnar. "Þeir eru ráðgjafar ráðherranefndar um efnahagsmál en hafa ekki verið skipaðir í nefnd eða starfshóp. Ráðgjafar hafa ekki ákvörðunarvald í neinum málum er viðkoma afnámi hafta og eru ekki opinberir starfs
menn," segir í svari Sigmundar. Því telur hann reglur um jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum og nefndum ekki eiga við. Ráðgjafarnir eru allir karlmenn.
Össur spurði um þóknun ráðgjafanna, en var aðeins svarað að hluta. Tímakaup þeirra var 17 þúsund krónur. Samið var um fastan tímafjölda á mánuði, en ekki kemur fram í svarinu hversu margir tímarnir voru. Þá var greitt sérstaklega fyrir skýrsluskrif og sérstakar athuganir umfram fastan tímafjölda.
- bj