Enn er hann að, sá sem trúir á afnám skatta. Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar: Hver bjargi sjálfum sér aðrir eiga ekki skilið að lifa. Bjarni Ben styrkir vini sína, en þeir virðast ætla að flytja skipin sín til Grænlands eða að selja var það ekki til Rússlands. Svo halda þeir áfram að kyrkja
þorpin á landsbyggðinni hægt og örugglega. Og borga sér arð í hundruðum milljóna meðan þeir kvarta um lélega afkomu. Svo eru þeir hissa á því að flokkurinn sé að síga saman eins og sprungin blaðra. Dælt er milljörðum í skattalækkanir, meða vegakerfið drabbast niður, heilbrigðiskerfið sér starfsfólk sitt á hlaupum upp í næstu flugvél, húsnæðiskerfið á auðvitað að byggjast á einkaeignum fólks sem getur ekki keypti húsnæði.
Og Sigmundur er að bjarga þjóðinni með lækkun fasteignalána af hverju kann engin að meta þetta? Af hverju er þessi þjóð svona vanþakklát? Er það nema von hann þurfi að hvíla sig öðru hverju erlendis? Jafnvel i ESB landi ..........
Það er erfitt að fórna sér fyrir vanþakkláta þjóð.
-------------------------------------------
Ríkir og sjávarútvegurinn hagnast mest
Stærsti einstaki skattalækkunarliðurinn gagnvart einstaklingum sem Bjarni vísaði í í ræðu sinni er brottfelling auðlegðarskattsins. Reiknað er með að skatturinn skili ríkissjóði 9,4 milljörðum króna í ár samkvæmt upplýsingum í fjárlagafrumvarpinu en hann nær til um tæplega sex þúsund einstaklinga. Almennar tekjuskattslækkanir, þar sem milliþrep tekjuskatts var lækkað og neðri mörk hans hækkuð, skilar ekki nema fimm milljörðum og nær til flestra launþega.
Skattur á sjávarútvegsfyrirtæki var svo lækkaðir sem nemur 7,4 milljörðum króna, eða jafnvirði um 60 þúsund króna á hvert heimili. Þá hafa tryggingargjöld á fyrirtæki verið lækkuð sem nemur milljarði, samkvæmt ræðu Bjarna. Samtals nema þessar lækkanir um 23 milljörðum króna en því til viðbótar hefur stimpilgjöldum verið breytt og öðrum sköttum sem hafa minni áhrif á tekjur ríkissjóðs.B
Ríkir og sjávarútvegurinn hagnast mest
Stærsti einstaki skattalækkunarliðurinn gagnvart einstaklingum sem Bjarni vísaði í í ræðu sinni er brottfelling auðlegðarskattsins. Reiknað er með að skatturinn skili ríkissjóði 9,4 milljörðum króna í ár samkvæmt upplýsingum í fjárlagafrumvarpinu en hann nær til um tæplega sex þúsund einstaklinga. Almennar tekjuskattslækkanir, þar sem milliþrep tekjuskatts var lækkað og neðri mörk hans hækkuð, skilar ekki nema fimm milljörðum og nær til flestra launþega.
Skattur á sjávarútvegsfyrirtæki var svo lækkaðir sem nemur 7,4 milljörðum króna, eða jafnvirði um 60 þúsund króna á hvert heimili. Þá hafa tryggingargjöld á fyrirtæki verið lækkuð sem nemur milljarði, samkvæmt ræðu Bjarna. Samtals nema þessar lækkanir um 23 milljörðum króna en því til viðbótar hefur stimpilgjöldum verið breytt og öðrum sköttum sem hafa minni áhrif á tekjur ríkissjóðs. dv.is í dag