Það eru mörg ár liðin síðan Kári sá merki gaur eins og nafni hans myndi segja kom, sá og sigraði og loks tapaði. Hann var gleyptur með húð og hári af amerísku fyrirtæki. Þegar fjármunir ÍE kláruðust. Og Íslensk erfðagreining/deCode genetics er undirfyrirtæki þessa ameríska lyfjarisa eins og stendur í upplýsingum um fyrirtækið (aðeins á ensku):
Headquartered in Reykjavik, Iceland, deCODE is a global leader in analyzing and understanding the human genome. Using our unique expertise and population resources, deCODE has discovered key genetic risk factors for dozens of common diseases ranging from cardiovascular disease to cancer.
deCODE genetics is a subsidiary of Amgen.
Sjálfsgagnrýni hefur aldrei verið sterkasta hlið Kára Stefánssonar, deCODE er leiðandi á heimsvísu. Hann er fastur fyrir í viðtölum í fjölmiðlum. Er sjarmerandi og glæsilegur á velli. En ..... þetta fyrirtæki er bara eitt af mörgum undirfyrirtækjum Amgen. Og starfar sem slíkt. Sérstaða þess sem snýr að okkur er að það starfar á Íslandi með hátt hlutfall íslenskra starfsmanna (þó fann ég ekki upplýsingar um hlutfall starfsmanna milli landa) og 140.000 landar okkar hafa tekið þátt í rannsóknarverkefnum af 500.000 manns alls. Svo það stefnir í áttina að alþjóðlegu fyrirtæki. The working language at deCODE is English. Allir tala þarna ensku í vinnunni sem auðvitað í samræmi við eignarhaldið.
Svo hver er afstaða mín í dag 18 árum eftir stofnun fyrirtækisins. Ég held að ég taki ekki þátt í svo óljósu ferli sem er að gefa lífsýni án nokkurra annarra upplýsinga. Ég gæti hugsað mér að taka þátt í einhverju afmörkuðu og skýru rannsóknarverkefni ef mér stæði það til boða. Ég myndi taka afstöðu til þess ef til kæmi. En að leggja fram lífsýni án þess að vita nokkuð sem er eingöngu til að auka arð þessa ameríska risa ....... æ nei. Ég held að ég breyti ekki afstöðu minni.
Hér er skemmtileg saga að lokum: Ég var einu sinni út í Barcelona, tók kláfferju neðan af hæðinni þar sem Olympíuvangurinn er. Við lentum í klefa með tveim ungum amerískum stúlkum á háskólaaldri. Við tókum tal og þær spurðu hvaðan við kæmum og þegar þær heyrðu að við værum íslensk þá lifnaði yfir þeim. Like Stefansson. sögðu þær, ha við veltum því fyrir okkur. Yes Stefansson, we saw him here in Barcelona yesterday. Þá rann upp fyrir okkur. Stefánsson, auðvitað Kári. Hann hafði komið með sömu flugvél og við fyrir nokkrum dögum. Og þær amerísku stúlkurnar sögðu að þær hefðu farið á fyrirlestur í Harvard háskóla í Boston þar sem Kári messaði yfir háskólafólki. Hann hafði sjarmerað þær upp úr skónum. Þá list kann hann !!!!! Já, Kári er víðfrægður maður.