En hefur langan og farsælan starfsferil á mörgum sviðum, í borgarstjórn Reykjavíkur, . Þekktur sem vinnuhestur og og skarpur alþingismaður.
Mér sýnist bloggarar og fésarar horfi á þetta mál frá ýmsum hliðum og komist að niðurstöðu í samræmi við það:
Hvernig á að ráða sendiherra?
Eiga alþingismenn eða fyrrverandi stjórnmálamenn að vera sendiherrar?
Á að auglýsa sendiherrastörf eins og önnur störf?
Hvaða mælikvarða á að leggja á störf og menntun viðkomandi?
Ég er á þeirri skoðun að það eigi að auglýsa þessar stöður, það er ekki núna skýrt, svo ráðherra getur gert þetta. Ráðherrar hafa mikil völd á Íslandi.
Báðir hefðu þessir karlar eflaust fengið stöðurnar ef þeir hefðu sótt um.Þótt erfitt sé a setja upp kvarða, Einar Benediktsson ræddi um þetta í Speglinum í gærkvöldi. Þeir félagar geta stjórnað, verið fulltrúar okkar út á við, hafa alhliða menntun, Árni þó líklega meiri, hafa unnið á mörgum sviðum, Árni þó ívið fjölbreyttari ef það skiptir máli. Báðir kunna að koma fyrir sig orði þegar á þarf að halda!!! Árni kann rússnesku, enskuog norsku. Geir kann ensku, norsku. Ég veit ekki um þýsku og frönsku kunnáttu þeirra.
Svo er spurningin um hreina sakaskrá. Geir var dæmdur af Landsdómi. Ætli það fari á sakaskrá!! Margir eru reiðir út í Geir út af Hruninu og hans þáttur í aðdraganda þess. Sem landsdómur tók fyrir vísaði nokkrum liðum frá en dæmdi í öðrum. Geir var dæmdur fyrir þetta:
Landsdómur telur ekki rétt að Geir Haarde hafi einungis brotið formreglu þegar hann fór ekki eftir 17. grein stjórnarskrárinnar og boðaði ekki til funda með ríkisstjórninni til að ræða slæma stöðu í íslensku efnahagslífi árið 2008. Dómurinn segir að Geir hafi mátt vera það fullljóst í febrúar árið 2008 að vandi steðjaði að bönkunum.
Samkvæmt niðurstöðu dómsins hafði það beinar skaðlegar að ekki hafi verið haldnir ríkisstjórnarfundir um erfiða stöðu efnahagslífsins. Dómurinn taldi það ekki einungis hafi Geir brotið gegn formreglu heldur hafi hann stuðlað að því að ekki hafi verið mörkuð pólitísk stefna á vettvangi ríkisstjórnarinnar til að takast á við þann mikla vanda, sem honum hlaut að vera ljós í febrúar 2008, steðjaði að íslensku efnahagslífi.
Telur dómurinn að ef sú stefna hefði verið til og henni hefði verið fylgt markvisst eftir hefði verið hægt að draga úr tjóni sem hlaust af falli bankanna í hruninu. Stefnan hefði einnig gert stjórnvöld betur tilbúin til að taka afstöðu til beiðni Glitnis um lán í lok september 2008.
Svo Geir er mun umdeildari en Árni Þór ef út í það er farið.
Sem sagt við fáum 2 nýja sendiherra annar 63 ára hinn 53 ára (ég á erfitt með að skilja hvað 63 ára maður er að byrja á nýjum starfsvettvangi, varla þarf hann á laununum að halda).
Svo við tölum um sendiherra, voða hefur það vakið litla athygli hjá okkur að Rússar sendi stórmenni í sendiherrastól hér á landi. Það er ýmislegt sem þarf að huga að þegar stórveldi sækja að okkur um þessar mundir. Við þurfum að vera vel á verði. Árni Þór kann þó rússnesku!!!!!
Geir
Stúdentspróf MR 1971. BA-próf í hagfræði frá Brandeis-háskóla, Bandaríkjunum, 1973. MA-próf í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins háskóla, Bandaríkjunum, 1975. MA-próf í hagfræði frá Minnesota-háskóla, Bandaríkjunum, 1977.
Blaðamaður við Morgunblaðið á sumrum 1972-1977. Hagfræðingur í alþjóðadeild Seðlabanka Íslands 1977-1983. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra 1983-1987. Skip. 16. apríl 1998 fjármálaráðherra, lausn 28. maí 1999. Skip. 28. maí 1999 fjármálaráðherra, lausn 23. maí 2003. Skip. 23. maí 2003 fjármálaráðherra, lausn 27. sept. 2005. Skip. 27. sept. 2005 utanríkisráðherra, lausn 15. júní 2006. Skip. á ný sama dag forsætisráðherra og jafnframt ráðherra Hagstofu Íslands, lausn 18. maí 2007 en gegndi störfum til 24. maí. Skip. á ný sama dag forsætisráðherra og jafnframt ráðherra Hagstofu Íslands. Gegndi störfum sem ráðherra Hagstofu Íslands til 1. jan. 2008 er hún varð sjálfstæð stofnun er heyrir undir forsætisráðherra. Lausn frá störfum forsætisráðherra 1. febr. 2009.
Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1981-1985. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1999-2005, formaður hans 2005-2009. Formaður þingmannahóps vestrænna ríkja innan Alþjóðaþingmannasambandsins 1992-1994, í framkvæmdastjórn sambandsins 1994-1998 og varaforseti þar 1995-1997. Forseti Norðurlandaráðs 1995. Í stjórnarskrárnefnd 2005-2009.
Alþm. Reykv. 1987-2003, alþm. Reykv. s. 2003-2009 (Sjálfstfl.).
Vþm. Reykv. apríl 1986.
Fjármálaráðherra 1998-2005, utanríkisráðherra 2005-2006, forsætisráðherra 2006-2009.
1. varaforseti Nd. 1989-1991.
Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 1991-1998.
Utanríkismálanefnd 1991-1998 (form. 1995-1998), sérnefnd um stjórnarskrármál 1992-1997.
Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1991-1998 (form. 1991-1992), Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1988-1998 (form.).
Árni
Stúdentspróf MH 1979. Cand.mag.-próf í hagfræði og rússnesku frá Óslóarháskóla 1986. Framhaldsnám í slavneskum málvísindum við Stokkhólmsháskóla og Moskvuháskóla 1986-1988. Nám í opinberri stjórnsýslu við EHÍ 2000-2001.
Fréttaritari RÚV í Moskvu 1988. Fréttamaður hjá RÚV 1988-1989. Deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1989-1991. Ritstjóri og ritstjórnarfulltrúi á Þjóðviljanum og síðar Helgarblaðinu 1991-1992. Félags- og launamálafulltrúi Kennarasambands Íslands 1992-1998. Aðstoðarmaður borgarstjóra 1998-1999. Framkvæmdastjóri þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra 1998. Borgarfulltrúi í Reykjavík 1994-2007. Forseti borgarstjórnar 2002-2005. Formaður stjórnar Dagvistar barna 1994-1998. Varaformaður fræðsluráðs 1994-1996. Formaður stjórnar SVR 1996-1998. Formaður hafnarstjórnar 1994-2006. Formaður skipulags- og byggingarnefndar 1999-2002. Formaður samgöngunefndar 2002-2005. Formaður umhverfisráðs 2005-2006. Í stjórn Hafnasambands sveitarfélaga 1994-2004, formaður 1997-2004. Verkefnisstjóri verkefnisins EES og íslensk sveitarfélög í Brussel 2005. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2002-2007, varaformaður 2006-2007.
Varaformaður Ferðamálaráðs Íslands 1989-1993. Formaður stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1990-1991. Varaformaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins 1991-1995. Í stjórn SPRON 1998-2004. Í samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins 1999-2002. Í samgöngunefnd Samtaka Evrópuborga, Eurocities, 2002-2006, varaforseti 2004-2006. Fulltrúi á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins í Strassborg 2003-2008, í umhverfisnefnd 2003-2007 og í stjórnarnefnd 2007-2008. Í flokksstjórn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs 2005-2009. Í stjórn Alþjóðasambands hafnaborga 2006-2008. Í stjórn Heimssýnar, hreyfingar sjálfsstæðissinna í Evrópumálum, 2007-2009.
Alþm. Reykv. n. síðan 2007 (Vinstri hreyfingin - grænt framboð).
5. varaforseti Alþingis 2009-2010 og 2012-2013.
Starfandi formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs 2010-2011. Formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs 2011.
Samgöngunefnd 2007-2009 og 2011, umhverfisnefnd 2007-2009, allsherjarnefnd 2009 og 2010, efnahags- og skattanefnd 2009 og 2011, utanríkismálanefnd 2009-2013 (form.) og 2013-, kjörbréfanefnd 2009-2011 og 2013, fjárlaganefnd 2009, 2011-2012, menntamálanefnd 2009, félags- og tryggingamálanefnd 2009-2010, viðskiptanefnd 2009-2010, sérnefnd um stjórnarskrármál 2010-2011, þingskapanefnd 2011-2013 og 2013-2014, velferðarnefnd 2012-2013, efnahags- og viðskiptanefnd 2013.
Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2007-2011 (form. 2009-2011), Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2011-2013, Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2011-2013 (form.) og 2013-.áliti