sé búinn að ganga frá öllum pappírum í málinu. Nei, hann veit bara ekki neitt. Maður skildi nú ekki hvað hann var að gera þarna í sjónvarpinu. Hann sem á ekkert í DV, hefur ekkert samband við neina, hann bara skrifar einvherja pappíra út í bæ, þegar einhverjir ehf. menn hringja í hann.
Svo skrifar hann langan pistil í dag í Pressunni. Þar virðist hann vita allt, maðurinn sem veit ekki neitt. Maðurinn sem einu sinni stýrði Forsetanum, sem hafði eitthvað að gera með Glitni, hafði eitthvert samband við Jón Ásgeir, eitthvað kom hann nálægt Víglundi Þorsteins. En auðvitað veit hann ekkert um neitt af þessu, hann man ekkert, skilur ekkert, nema að útbúa góða laga og samningatexta og skrifa greinar. Ég skil ekki af hverju hann er að skrifa þessa grein, um mál sem hann hefur ekkert með að gera?
Sigurður G. Guðjónsson kemur birtist auðvitað hér eins og margir aðrir. Til að hefna sína á Reyni og blaðamannahetjum hans sem hafa flett ofan af spillingu, græðgi fjármálaelítunnar. Þess vegna birtist hann fram á sjónarsviðið aftur og aftur, þessi karl sem veit ekki neitt.