laugardagur, 30. ágúst 2014

Sigurður G. Guðjónsson: Karlinn sem veit ekki neitt

Ég sá lögfræðing í sjónvarpinu i fyrrakvöld.  Þessi lögfræðingur sker sig frá öðrum lögfræðingum.  Flestir lögfræðingar vilja vita allt eða minnsta kosti að þykjast vita allt.  En þessi ágæti lögfræðingur veit aldrei neitt, hann veit ekki um málavexti í brellumálum sínum jafnvel þótt hann 

sé búinn að ganga frá öllum pappírum í málinu.  Nei, hann veit bara ekki neitt.  Maður skildi nú ekki hvað hann var að gera þarna í sjónvarpinu.  Hann sem á ekkert í DV, hefur ekkert samband við neina, hann bara skrifar einvherja pappíra út í bæ, þegar einhverjir ehf. menn hringja í hann. 

Svo skrifar hann langan pistil í dag í Pressunni.  Þar virðist hann vita allt, maðurinn sem veit ekki neitt. Maðurinn sem einu sinni stýrði Forsetanum, sem hafði eitthvað að gera með Glitni, hafði eitthvert samband við Jón Ásgeir, eitthvað kom hann nálægt Víglundi Þorsteins.  En auðvitað veit hann ekkert um neitt af þessu, hann man ekkert, skilur ekkert, nema að útbúa góða laga og samningatexta og skrifa greinar.  Ég skil ekki af hverju hann er að skrifa þessa grein, um mál sem hann hefur ekkert með að gera? 

Sigurður G. Guðjónsson kemur birtist auðvitað hér eins og margir aðrir.  Til að hefna sína á Reyni og blaðamannahetjum hans  sem hafa flett ofan af spillingu, græðgi fjármálaelítunnar.  Þess vegna birtist hann fram á sjónarsviðið aftur og aftur, þessi karl sem veit ekki neitt.  

föstudagur, 29. ágúst 2014

Eldgos: Náttúruöflin og við

Það er farið að gjósa .... eða ekki.  Norður undir Vatnajökli opnast smá saumur á jörðinni .  Og smáhraunslettur leka út.  Svo stígur hvítur fallegur reykur til lofts.  Þetta er það sem við getum alltaf búist við.  Og oft meira en þetta drit. Það gæti eitthvað stærra og meira gerst í nágrenni Öskju og Vatnajökuls.  Því er eðlilegt að vera á verði.  Þetta er eitthvað sem við stjórnum ekki. 

En um leið munum að þetta er ansi hagstæður staður miðað vð ýmsa aðra.  Hraun hefur runnið yfir Suðurland.  Reykjavík er á gossvæðum.  Reykjanesið er ansi goslegt.   Munum það þegar við gröfum fyrstu skóflustungu þar, eða í nágrenni Húsavíkur. Náttúruöflin eru alltaf sterkari en við.  Við lifum á upp á náð þeirra og miskunn. 

Leikum því ekki með þessi öfl eins og kjánar.  Sýnum þeim virðingu og notum allt okkar hyggjuvit í umgengni við þau.   





Myndir: Höfundur úr Hreppum í Árnessýslu

fimmtudagur, 28. ágúst 2014

Kristín Þorsteinsdóttir: Ný stjarna er fædd

Ný stjarna er fædd, Kristín Þorsteinsdóttir, hún fellir ritstjórnarkeilur eins og ekkert sé.  Hún veit betur hvað er auglýsing eða ekki.  Það er skrítið að hafa unnið á Fréttablaðinu um tíma og hafa ekki uppgötvað að hálft blaðið og rúmlega það er ein allsherjar auglýsing.  


Kristín hefur starfað vel að þjóna sínum herra, eigendum 365 og nú er hún komin til æðstu metorða.  Hún varð þjóðfræg fyrir sínar frábæru verndargreinar húsbænda sinna.  Eva Joly og afkvæmið, svo og Erum við verri en annað fólk, svo ég minnist á einhverjar. Sem fengu prýðisviðtökur og svör, t.d. frá Guðmundi Andra rithöfundi  og Hjalta Hugasyni guðfræðingi.  

Svo nú er hún komin út á almenning, Kristín aðalritstjóri, þar sem vinda blása, það er enginn leikur að þjóna bæði herrum fjármagns og herrum frelsis, mannréttinda og lýðréttinda, sem frjálsir fjölmiðlar eiga að gera.  

Kristín er mjög upptekin af því hvort fólk sem fengist hafi við fjármagn og fyrirtæki sé verra fólk.  Þetta er nú ansi viðamikil heimspekileg spurning og Hjalti, guðfræðingurinn fjallaði um þetta í grein sinni sem ég vísaði til. 

Þetta er stór hópur fólks þar sem stór hluti hans á um sárt að binda, vegna lögsókna og
rannsókna, en ótrúlegur fjöldi hefur samt haldið á fjármunum sínum, það þarf nú ekki nema að horfa á lífsstíl auðmanna í Reykjavík. Er þetta verra fólk?  Þetta er yfirstétt sem hefur misst öll tengsl sín við venjulegt launafólk.  Hugmyndir þess um lífið eru svo fjarri okkar að það er ótrúlegt.  Að eiga íbúð eða hús í Reykjavík, London, eyju í sænska skerjagarðinum, skíðaskála í Sviss eða stórhýsi á frönsku Rivierunni.  Og ef einhver kemst nálægt þeim sem ekki er jámaður og spyr spurninga.  Þá er svarið So what, ég á það, ég má það. 

Slíkt fólk á ekki að koma nálægt stjórn fjölmiðla.  Hvað þá þeir sem eigna sér hlut í fjölmiðli til að reka þann sem fletti ofan af fjármálaóreiðu viðkomandi.   Þá er illa komið fyrir frelsi hjá okkur.  



miðvikudagur, 27. ágúst 2014

Hraun á fjöllum og hraunað í mannabyggð

Það er merkilegt að fylgjast með störfum visindamanna okkar umhverfis Vatnajökul.  Þar sem allt er í heimsklassa eins og við viljum alltaf tilheyra.  Og hugsið ykkur hvað allt er breytingum háð.  Munið hvernig brugðist var við ef einhver nefndi eldgos í sambandi við Kröfluvirkjun?  Nú eru jarðaskjálftar örstutt frá virkjuninni.Þótt enn stefni hraungangurinn í norður.  Mikið er gaman fyrir okkur leikmenn að hlusta á vísindamenn okkar. Bæði þeirra eldri Páls, Magnúsar Tuma, og yngri, nú eru konur komna fremstar í fylkingu þar. Svo er Ómar ekki langt undan engum líkur......

Það eru ekki eins góð vinnubrögð í mannabyggð, sem maður horfði á í gærkvöldi í Kastljósi, ansi var sorglegt að horfa á ráðherra eyða sjálfri sér frammi fyrir alþjóð.  Helgi Seljan þurfti ekki að hafa mikið fyrir vinnu sinni þennan daginn.  Hann spurði stuttra og kjarnyrtra spurninga en ráðherrann villtist æ meira í völundarhúsi eigin siðvillu.  Þar sem sjálfsagt var að hennar mati að vera í stöðugu sambandi við lögreglustjór og ræða mál sem hún mátti einfaldlega ekki tala við. Það virðist hún ekki geta skilið.  Því varð þetta sorglegt, harmrænn viðburður á stjórnmálasviði. Hún hraunaði yfir sjálfa sig og þurfti enga hjálp.  Hversu lengi ætla samstarfsmenn hennar í xD  að láta hanna hanga þarna inni þótt allt traust á henni sé horfið?  Hver ætlar að segja við hana þetta er búið?  



Annar fréttamaður átti ekki góðan dag um helgina, það var Kristján Már, þegar hann reyndi að ná í fréttir hjá Magnúsi Tuma á laugardagskvöldið á Stöð 2,  sjaldan hefur eltingarleikur við viðmælendur virkað eins kjánalega og hjá honum.  Þetta held ég hafi verið hinn eini og sanni núllpunktur í fréttamennsku.  




þriðjudagur, 26. ágúst 2014

Lekamálið 26.8. : Merkur dagur í stjórnmálasögu Íslendinga

Mikið er nú gott að við höfum þó embættismannakerfi þar sem sitja gegnheilir og heiðarlegir starfsmenn, eg er ekki að tala um alla, en marga. 

Tryggvi Gunnarsson hefur sýnt sig sem bjargvætt vonar um heiðarleika í stjórnmálum og stjórnsýslu með frammistöðu sinni í Lekamálinu.  Svona eiga umboðsmannakerfi að starfa. Sorglegt er að sjá ráðherrann sem engist um í snörunni í staðinn fyrir það að hafa yfirgefið vettvanginn þar sem  sem hún hefur tapað öllum trúverðuleika. 

Við megum líka þakka fyrrum lögreglustjóra sem reyndi að gegna starfi sínu þrátt fyrir endalausa afskiptasemi ráðherra.  Og kaus frekar að yfirgefa vettvanginn en að láta svínbeygja sig. 

Þetta er merkur dagur í stjórnmálasöug Íslendinga. Merkari en margan grunar.

þriðjudagur, 19. ágúst 2014

Sinfonían: Promsstemmning í Hörpu!!!

Mættur í Hörpu , sinfonían að taka upphitun fyrir það að spila á PROMS tónlistarhátíðinni í Bretlandi.Það er ekki hverjum sem er boðið að spila þar.  En okkar sinfonía hefur náð slíkum status.  Þrátt fyrir alla gagnrýni í gegnum árin: þetta er svo dýrt, ríkið á ekki að borga þetta Þessi
Harpa hefði aldrei átt að vera byggð.  

Já, ég sagði Harpan, mikið eigum við því fólki að þakka sem hafði það hugrekki að koma Hörpu upp, á þessum erfiða tíma.  Ný ygglir Björn Bjarna sig og Pétur Blöndal dregur fram reiknivélar sínar.  Það má auðvitað ekki fréttast að það var ríkisstjórnin sem gerði allt rangt.  Sem hafð þennan dug og kjark.  Nú er Harpa vinsælasti ferðamannastaður landsins.  Einstakt kennileiti í Reykjavík. Hefur lyft upp tónlistarlífi landsins á hærri stall.  

Í gærkvöldi var Eldborg troðfull allan hringinn, og Sinfonían var ótrúlega góð eftir sumarfríið.  Við fengum að heyra íslensk verk, svona sérstaklega íslensk, Jón Leifs Geysir, með öllum sínum drunum og Haukur Tómasson Magma þar sem hraunið rann fram í stríðum straumum. Verk sem verða betri í endurheyrn.  Svo voru 2 klassísk, Píanokonsert Schumanns,  eitt af þessum verkum sem eru stöðugt á dagskrá, en Jonathan Biss spilaði það áreynslulaust, mér finnst ég hafa heyrt það betur flutt í fyrra af sinfoníunni og var það Víkingur okkar?   En svo var sú Fimmta með stórum staf, Dadadada, Beethovens, hún var stórglæsileg.  Volkov stjórnaði með glæsibrag og hljómsveitin sýndi allar sínr bestu hliðar.  Dásamlegt.  

Svo var öllum til undrunar aukaverk, sem er yfirleitt ekki.  Þar var Huggun Jóns Leifas, seinasta verkið sem hann samdi, það er einu orði sagt algjört meistaraverk, þetta litla verk fyrir strengi.  Svo hélt maður að þetta væri búið en þá kom Sprengisandur með pomp og pragt.  Og allt varð vitlaust í salnum.  Sannkölluð Proms stemming.  

Þetta voru seinustu alvörutónleikar Ilans Volkovs með hljómsveitinni, ég hef heyrt að hann hafi að sumu leyti ekki haft skap með hljómsveitinnni.  En hann gerði margt gott, svo hefur hann sýnt sig sem friðarsinna í Ísrael. Sem er ekki auðvelt.  Það kann ég að meta.  Svo vil ég aftur þakka fólkinu sem lét byggja Hörpuna, ég þarf ekki að nefna nein nöfn.

Mynd: Höfundur

mánudagur, 18. ágúst 2014

Hvað er eitt ráðuneyti milli vina ....

Það er ekki alltaf verið að spara...... Nú á að bæta við einu ráðuneyti.  

Dóms­mál­in færð und­ir sér­stakt ráðuneyti?  hugsa þeir

djúpvitru í ráðuneytunum. 


Dýrt er verðið á hverju axarskafti ráðherranna ....... Dýr yrði Hafliði allur sagði Guðrún frá Lundi.  

Ætli þurfi að hækka skattana?  Ekkert mál segja ráðherrarnir siðprúðu.  Geysir gýs víðar 
en í Haukadal.....