mánudagur, 8. september 2014

Sigurður G Guðjóns og DV- endalokin

Jæja, nú er það komið í ljós. Maðurinn sem vissi ekki neitt þegar hann komí viðtal í RUV, og skrifaði bara pappíra fyrir kunningja sína, er auðvitað innsti koppurinn í yfirtökuá  DV.  Traustvekjandi maður sem kemur í sjónvarpið og segir alltaf satt. 

Öllum finnst það allt í lagi, ágætur fréttamaður ræðst til hans sem ritstjóri, annar ágætismaður sagði nei.  Eflaust fleiri. En stóra spurningin er, á þessi maður að eiga fjölmiðil?  Hver er tilgangurinn með því? Hverra hagsmuna er hann að gæta.  Hvað er það sem átti að skrifa um sem mátti ekki sjá dagsins ljós????  

Þetta ætlar nýja stjórnin að gera: 

„Í fyrsta lagi verður farið yfir rekstur og fjármál félagsins og í öðru lagi mun fara fram skoðun á faglegum þáttum í ljósi ábendinga sem fram hafa komið. Óháðir aðilar verða fengnir til að vinna þessar úttektir fyrir stjórn félagsins.“

Óháðir aðilar, mjög traustvekjandi.....

og nýi (gamli) formaður hefur áhyggjur af:

Á hinn bóginn hef ég um skeið haft áhyggjur af því að tiltekin öfl hafi óeðlileg áhrif á ritstjórnarstefnu blaðsins. Orðrómur þess efnis hefur magnast upp á síðkastið og hefur nú leitt til þess að ásakanir hafa verið settar fram á opinberum vettvangi af Sigurði G. Guðjónssyni hrl og Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 

hér eru 2 seinustu yfirlýsingar Mannsins sem veit ekki neitt: 

18.13: Upplýst er á fundinum að Sigurður G. eigi Tart ehf. Það er félagið sem Lilja Skaftadóttir framseldi 13,07% hlut sínum í DV ehf. til. Sigurður afhenti umboð fyrir félagið á servíettu og sagði hana vera ódýrasta pappírinn á svæðinu.

Á hann sem sagt eitthvað???

 síðan sendi hann þingmanni kveðju á Facebook:

„Kannski er Reynir einn af þessum mönnum sem þú vilt að geti ráðist að æru þeirrra og mannorði sem honum er illa við með fé annarra, sem hann fær að láni og hirðir ekki um að greiða. Svona bull um aðför að tjáningarfrelsi er dæmigert fyrrir þingmenn sem standa ekki fyrir neitt og verða aldrei annað en pólitískir bullukollar.“

Þetta er maðurinn sem á að halda vörð um tjáningafrelsi á landinu........

Ég þekki Reyni ekki neitt, ég gerðist áskrifandi, þegar ég sá að undir stjórn hans fengu blaðamenn að sýna fram á spillingarherfu íslensku auðstéttarinnar.  Það hefur komið í ljós að margir vilja stoppa það.

sunnudagur, 7. september 2014

2014 eða 1914: Allt sem við viljum....

Skrítið: 2014 ekki 1914. Samt margt svo svipað, þessi bjartsýni manns um líf okkar á jörðinni oft svo haldlítil. Karlar taka sprett til að taka þátt í styrjöldum.  Spurning um að lenda í Paradís eða Helvíti. Spurning um að vera Rússi og tilheyra Rússlandi.  Vera tilbúinn að drepa
og myrða til þess.  Nágranni þinn er allt í einu fjandmaður. 

Það er merkilegt að lesa vinstri menn og byltingarsinna tala hátignarlega um að framið hafi verið valdarán í Úkraínu, aðrir tala um réttkjörinn forseta í Sýrlandi!!! Þau eru skrítin kattaraugun.  
Meðan aðrir tala um Kaldastríðið nýja.  Og valdamenn tala um beytingu kjarnorkuvopna. 

Breytingarnar streyma yfir okkur, við fylgjumst varla með, arabíska vorið breyttist í arabískan frostavetur.  Trúarníðingar safna sjálfboðaliðum víða um heim til að taka þátt í réttláta stríðinu. Við sjáum hausana fjúka í beinni.  Appelsínugula byltingin breyttist í spillingarherfu.  Svo fólkið fékk nóg, safnaðist saman á torgi, við ættum að kannast við það, við söfnuðumst saman á torgi.  Loks sá forsetinn sitt óvænna og lét sig hverfa af sviðinu, skildi eftir minnismerki um enn einn spillingargossann.  Húsakynni og lúxus í þessu fátæka landi.  Eins og Gaddafi.  Og ótal valdamenn á undan þeim, og eftir. 

Já 2014 ekki 1914.  Valdamenn auka stóryrðaflauminn, í alvöru eða ekki, við vitum það ekki. 

Oft endar það með því að þeir verða að standa við stóru orðin.  Þá er ekki snúið til baka.  Þannig var það 1914.  Verður það eins í dag? 

Það eru fáir sem tala um frið.  Stuðningur við NATO aldrei meiri, fáir mótmæltu
valdamönnunum í Wales.  Og forsætisráðherrann okkar var ábúðarfullur á svipinn, nýbúinn að bjarga þjóðinni undan nauðungaruppboðshamrinum, eða hvað?  

Allt sem við viljum ............... 

 


Myndir: Höfundur
 

miðvikudagur, 3. september 2014

Björn Bjarnason og Hanna Birna

Björn Bjarnason skrifar blogg í gær, þar sem hann ræðir um „heiftina" í garð Hönnu Birnu og skrítið að xD bæti við sig í skoðankönnunum.  Síðan þyrlar hann upp gamalli frétt sem allir þekkja sem fylgjast með stjórnmálum.  Sem sagt ekkifrétt. 

Ef þetta væri svo einfalt þá hefðu Lygar Hönnu Birnu verið óþarfar með öllu. Björn eins og margir Sjálfstæðismenn neita að horfast í augu við: 

 Hanna Birna hefur orðið missaga og margsaga frá upphafi þessa máls.
Enginn annar en hún hún og aðstoðarmenn hennar hafa getað komið nálægt þessu máli. 
Hvað sem að baki bjó hjá þeim er erfitt að ímynda sér, helst virðist vera rasismi á ferðinni.
Seinna bréf umboðsmanns Alþingis sýnir í eitt skipti fyrir öll hin óeðlilegu vinnubrögð Hönnu Birnu.
Enginn ráðherra hefur nokkurn tíma beitt jafn miklu falsi, við Alþingi og þjóðina. 


 En að fyrrverandi dómsmálaráðherra skuli verja flækjuvef Innanríkisráðherra.  Þegar búið er að rekja sorglegan feril hennar á mörgum stöðum, bæði í fjölmiðlum og bloggi.  

Ég vil nú samt taka undir það með Birni hve dapurlegt það er að svo stór hluti íslensku þjóðarinnar loki augunum fyrir svikabralli ráðherra og aðstoðarmanna hennar.  En gleymum því ekki að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að hún segi af sér. 

Hér er blogg Björns Bjarnasonar: 

Miðað við heiftina í umræðunum um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins, hafa vafalaust ýmsir talið víst að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi í ágúst. Í ríkisútvarpinu var í kvöld upplýst að hið gagnstæða hefði gerst. Fylgi flokksins hefði þvert á móti aukist lítillega, það er um 0,5 stig í 28%.
Í umræðunum um lekamálið hefur markvisst verið unnið að því að draga fjöður yfir tilefnið sem að baki því býr. Til að rifja það upp má meðal annars benda á þessa frétt í ríkisútvarpinu frá 20. nóvember 2013: http://www.ruv.is/frett/haelisleitandi-grunadur-um-mansal. Hún hefst á þessum orðum:

„Lögreglan leitar enn hælisleitanda sem senda átti úr landi í gær. Útlendingastofnun synjaði manninum um hæli en hann hefur dvalist hér á landi í um tvö ár. Maðurinn er grunaður um aðild að mansali.
Lögmaður mannsins fullyrðir að umbjóðandi sinni, Tony Omos eigi von á barni með nígerískri konu hér á landi og því ætti ekki að stía þeim í sundur. Konan er ein af níu nígerískum konum sem hingað komu fyrir um einu og hálfu ári. Nokkrar þeirra voru vanfærar og 7 þeirra dvöldust í Kristínarhúsi, athvarfi fyrir fórnarlömb mansals og fæddust þar þrjú börn.“

mánudagur, 1. september 2014

Stefán Eiríksson:Góður drengur

Stefán Eiríksson færir sig um set, við sem fylgjumst með fréttum, stjórnmálum og þjóðmálum, vitum af hverju.   Hann tekur við starfi hjá Reykjavíkurborg og mér skilst að vel hafi verið tekið á móti honum í morgun.  

Ég hafði sjálfur alltaf blendnar tilfinningar til Lögreglustjórans fyrrverandi, kannski út af fordómum í garð lögreglu, vinstri menn fengu oft að kenna á hægri slagsíðu lögreglunnar á tímum Víetnammótmæla, Keflavíkurgangna og Kaldastríðs. Svo var auglýsingakeimur af honum eftir að hann tók þar til starfa. Þessi lágvaxni maður sem þóttist vera eitthvað úti á götum borgarinnnar!!!

En nú kveð ég Stefán mjög sáttur úr lögreglunni.  Hann sýndi einstaka hetjulund, frekar að láta sig hverfa af vettvangi lögreglunnar en að láta siðspilltan ráðherra og þingmann beita sig ofríki sem yfirmaður. 

Hann sýndi sig sem góðan dreng.  Sem var hið mesta hrós í Íslendingasögum okkar.  Gangi honum vel í nýja starfinu.  




laugardagur, 30. ágúst 2014

Sigurður G. Guðjónsson: Karlinn sem veit ekki neitt

Ég sá lögfræðing í sjónvarpinu i fyrrakvöld.  Þessi lögfræðingur sker sig frá öðrum lögfræðingum.  Flestir lögfræðingar vilja vita allt eða minnsta kosti að þykjast vita allt.  En þessi ágæti lögfræðingur veit aldrei neitt, hann veit ekki um málavexti í brellumálum sínum jafnvel þótt hann 

sé búinn að ganga frá öllum pappírum í málinu.  Nei, hann veit bara ekki neitt.  Maður skildi nú ekki hvað hann var að gera þarna í sjónvarpinu.  Hann sem á ekkert í DV, hefur ekkert samband við neina, hann bara skrifar einvherja pappíra út í bæ, þegar einhverjir ehf. menn hringja í hann. 

Svo skrifar hann langan pistil í dag í Pressunni.  Þar virðist hann vita allt, maðurinn sem veit ekki neitt. Maðurinn sem einu sinni stýrði Forsetanum, sem hafði eitthvað að gera með Glitni, hafði eitthvert samband við Jón Ásgeir, eitthvað kom hann nálægt Víglundi Þorsteins.  En auðvitað veit hann ekkert um neitt af þessu, hann man ekkert, skilur ekkert, nema að útbúa góða laga og samningatexta og skrifa greinar.  Ég skil ekki af hverju hann er að skrifa þessa grein, um mál sem hann hefur ekkert með að gera? 

Sigurður G. Guðjónsson kemur birtist auðvitað hér eins og margir aðrir.  Til að hefna sína á Reyni og blaðamannahetjum hans  sem hafa flett ofan af spillingu, græðgi fjármálaelítunnar.  Þess vegna birtist hann fram á sjónarsviðið aftur og aftur, þessi karl sem veit ekki neitt.  

föstudagur, 29. ágúst 2014

Eldgos: Náttúruöflin og við

Það er farið að gjósa .... eða ekki.  Norður undir Vatnajökli opnast smá saumur á jörðinni .  Og smáhraunslettur leka út.  Svo stígur hvítur fallegur reykur til lofts.  Þetta er það sem við getum alltaf búist við.  Og oft meira en þetta drit. Það gæti eitthvað stærra og meira gerst í nágrenni Öskju og Vatnajökuls.  Því er eðlilegt að vera á verði.  Þetta er eitthvað sem við stjórnum ekki. 

En um leið munum að þetta er ansi hagstæður staður miðað vð ýmsa aðra.  Hraun hefur runnið yfir Suðurland.  Reykjavík er á gossvæðum.  Reykjanesið er ansi goslegt.   Munum það þegar við gröfum fyrstu skóflustungu þar, eða í nágrenni Húsavíkur. Náttúruöflin eru alltaf sterkari en við.  Við lifum á upp á náð þeirra og miskunn. 

Leikum því ekki með þessi öfl eins og kjánar.  Sýnum þeim virðingu og notum allt okkar hyggjuvit í umgengni við þau.   





Myndir: Höfundur úr Hreppum í Árnessýslu

fimmtudagur, 28. ágúst 2014

Kristín Þorsteinsdóttir: Ný stjarna er fædd

Ný stjarna er fædd, Kristín Þorsteinsdóttir, hún fellir ritstjórnarkeilur eins og ekkert sé.  Hún veit betur hvað er auglýsing eða ekki.  Það er skrítið að hafa unnið á Fréttablaðinu um tíma og hafa ekki uppgötvað að hálft blaðið og rúmlega það er ein allsherjar auglýsing.  


Kristín hefur starfað vel að þjóna sínum herra, eigendum 365 og nú er hún komin til æðstu metorða.  Hún varð þjóðfræg fyrir sínar frábæru verndargreinar húsbænda sinna.  Eva Joly og afkvæmið, svo og Erum við verri en annað fólk, svo ég minnist á einhverjar. Sem fengu prýðisviðtökur og svör, t.d. frá Guðmundi Andra rithöfundi  og Hjalta Hugasyni guðfræðingi.  

Svo nú er hún komin út á almenning, Kristín aðalritstjóri, þar sem vinda blása, það er enginn leikur að þjóna bæði herrum fjármagns og herrum frelsis, mannréttinda og lýðréttinda, sem frjálsir fjölmiðlar eiga að gera.  

Kristín er mjög upptekin af því hvort fólk sem fengist hafi við fjármagn og fyrirtæki sé verra fólk.  Þetta er nú ansi viðamikil heimspekileg spurning og Hjalti, guðfræðingurinn fjallaði um þetta í grein sinni sem ég vísaði til. 

Þetta er stór hópur fólks þar sem stór hluti hans á um sárt að binda, vegna lögsókna og
rannsókna, en ótrúlegur fjöldi hefur samt haldið á fjármunum sínum, það þarf nú ekki nema að horfa á lífsstíl auðmanna í Reykjavík. Er þetta verra fólk?  Þetta er yfirstétt sem hefur misst öll tengsl sín við venjulegt launafólk.  Hugmyndir þess um lífið eru svo fjarri okkar að það er ótrúlegt.  Að eiga íbúð eða hús í Reykjavík, London, eyju í sænska skerjagarðinum, skíðaskála í Sviss eða stórhýsi á frönsku Rivierunni.  Og ef einhver kemst nálægt þeim sem ekki er jámaður og spyr spurninga.  Þá er svarið So what, ég á það, ég má það. 

Slíkt fólk á ekki að koma nálægt stjórn fjölmiðla.  Hvað þá þeir sem eigna sér hlut í fjölmiðli til að reka þann sem fletti ofan af fjármálaóreiðu viðkomandi.   Þá er illa komið fyrir frelsi hjá okkur.