miðvikudagur, 1. október 2014

Mr. Turner: Meistaraverk

Já, mögnuð mynd á kvikmyndahátíð og örugglega ekki sú eina.  Meistaraverk Mikes Leigh var vel tekið í gærkvöldi (þriðjudag) af fullum sal kvikmyndaáhugamanna í Sal 1 í Háskólabíó.  

Þvílík fegurð í myndatöku og sviðslist, þar sem myndlist Turners þessa meistara landslagsins
skilaði sér fáránlega vel, og leikararnir með Timothy Spall í fararbroddi sem meistarinn Herra Turner voru ótrúlegir.  Ég hef sjaldan séð persónumótun eins og hjá Spall í þetta skiptið.  Enda fékk hann leikaraverðlaunin í Cannes í vor. Þetta sagði Spall um möguleika sina á verðlaunum í Cannes: [on the possibility of an award at Cannes for 'Mr. Turner'] If it comes up, I'll have a go. Someone's got to win one. Actors always say, 'Oh, competition shouldn't be part of art'. Bollocks. It's a part of everything. Ég bít af mer vinstri handlegginn ef hann fær ekki Óskarinn.  Ég meina það!!!! 

Myndin er fyndin, dramatísk, við upplifum seinni ár Turners þegar hann er farinn að sækja út á ótroðnar slóðir í list sinni. Persónan er ótrúleg í höndum Turners, göngulag, hreyfingar, andlitssvipur,barkahljóð sem eru engu lík sem hann jafnvel var farinn að nota á kránni:   I grunted in a Georgian way, 'Are you a provider of wine?' I had to go and lean against a wall and take a deep breath to go back and ask, 'Can I have a glass of Pinot Grigio?'This is the only time in my life when the character bled into me.  
Í kringum Turner eru svo ótal aukaleikarar oft svo skemmtilegir eins og samlistamenn hans að maður hlær ennþá innra.  

Þeir sem þekkja ekki stíl Leighs og vinnu hans með leikurunum geta vart ímyndað sér þvílík vinna liggur þar að baki.  En drífið ykkur að sjá hana.  Hún hlýtur að verða sýnd áfram.  Ef maður fer einu sinni í bíó á ári þá er þetta myndin.  

Ég sé á skránni að það eru ótrúlega góðar myndir á þessari hátíð.  Er ekki kominn tími til að Reykjavíkurborg fari að taka aftur þátt í hátíðinni.  Er ekki ágætt að losa sig við einhverja geðvonsku?  Eða valdagræðgi?



sunnudagur, 28. september 2014

Bænastund: Fyrir hverja????

Nú er setið í Hörpunni og beðið, og sungið og dansað fyrir Drottni.
  „Biðjum fyrir ófæddum börnum og komandi kynslóðum. Biðjum um breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu.“   
 Er það furða þótt Silja Bára hrökkvi í kút yfir bænum sem
þessum.Sem hefur staðið framarlega i baráttu um konan ráði sjálf yfir sínum líkama.

Svona texti var í Stórbænahátíðinni í Hörpu. "Endurnýjaða ábyrgðartilfinningu".   Ísmeygilegur texti, eiga ekki allir að bera ábyrgð á gjörðum sínum?   
Hér er á ferðinni nýkristnihreyfingin í Bandaríkjunum sem er farin að læðast hægt og sígandi til annarra landa, oft á tíðum svipar henni til öfgahreyfinga annarra trúarbragða.  Hreyfing sem er hápólitísk tengd teboðinu og peningaplokkstrúarbrögðum.  Er það tilviljun að Geir Haarde er boðið þarna sem fyrirlesara????? Og tengingu við Bandaríkin er harðneitað þetta bænahald kemur frá Þýskalandi og Sviss :

Sömu og stóðu að Hátíð vonar

Hugmyndin að Kristsdegi er sú að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu sameinist í bæn fyrir landi og þjóð. Það var Friðrikskapellusamfélagið sem stóð fyrir deginum en sömu aðilar stóðu að Hátíð vonar, sem haldin var í september í fyrra. Aðalræðumaður þeirrar hátíðar var Franklin Graham, sem er yfirlýstur andstæðingur hjónabands samkynhneigðra. Meðal þeirra sem fluttu ávarp á Kristsdegi í dag var Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Agnes M. Sigurðardóttir biskup. DV.


Og allir eiga að vera með, við erum svo umburðarlynd, svo sakar ekki að bæta inn "smá" þjóðernishroka að venju Forseta vors.  Eða hvert er það siðferði sem hefur skapað okkur Íslendingum sérstöðu?   Það væri gaman að vita það.  Kannski að gleyma sem mestu af því liðna eins og Forsetinn stundar, aldrei að biðjast afsökunar?  Minnist hvorki hins liðna né hugleiðið það sem var; eins og Jesaja spámaður sagði.  Nú hef ég nýtt fyrir stafni það fer að votta fyrir því, sjáið þér það ekki?


"Það er mikilvægt að hafa það í huga þegar við horfum því miður á öfgahópa annarra trúarbragða víða um veröldina efna til ófriðar og jafnvel aftöku á fólki að gleyma ekki að það umburðarlyndi, sá skilningur, það siðferði, sem hefur skapað Íslendingum sérstöðu, á allar sínar rætur, á allar sínar rætur í þeim boðskap og þeim styrk og þeirri bæn sem kristnin hefur fært þessari þjóð um aldir.


Það má segja það að bænaefnið sem vakið hefur töluvert umtal er sú furðulegasta samsuða sem ég hef upplifað.  Maður verður miður sín að glugga í þessu.  En um leið ef þú lest textann nákvæmlega styður hann við íhaldssöm öfl samfélagsins. Okkur er færður boðskapur að ofan,  við erum full af synd og iðrun og eigum að falla fram.  Ég vona að fólkið sem tekur þátt í þessu verði uppnumið og sælt.

En varla sameinar það þjóð vora.    










laugardagur, 27. september 2014

Framsókn: Hatur á hinu opinbera

Merkilegt að fylgjast með fólkinu sem hefur tekið völdin í Framsóknarflokknum.  

Framsóknarflokkurinn var hér á árum áður hinn dæmigerði bændamiðflokkur sem studdi við bakið á sínu fólki í sveitum landsins.  Svona flokkar voru til um alla lýðræðis-Evrópu og jafnvel
líka í SovétEvrópu.  Framsóknarflokkurinn var til dæmis með töluverð samskipti við bændaflokka í Austur-Evrópu sem var deild í Kommúnistaflokkum.   Fóru í boðsferðir í austur alveg eins og sósíalistar í Sósíalistaflókknum og Alþýðubandalagi. Tíma- Tóti skrifaði ferðasögur úr austrinu í Tímann. 

En síðan fékk Framsókn samkeppni frá Vinstri sósíalistum um fylgin í sveitunum og stuðning við landbúnaðarkerfið, meðan forysta Framsóknar sótti inn í útgerðaraðalinn.  Samanborið hagsmuni Halldórs Ásgrímssonar þar.  Loks tók forystan fullan þátt í uppbyggingu Nýfrjálshyggjunnar með helmingaskiptum við Sjálfstæðisflokkinn.  Þar sem Finnur Ingólfsson og Þórólfur á Sauðárkróki og Gunnlaugur Sigmundsson eru dæmigerðir fulltrúar.  

Umræðan um MS seinustu viku sýnir þörfina á uppstokkun á þessu samtryggingarkerfi sem allir flokkar nema Samfylkingin hafa leikið hlutverk, xB xV xD, ekki gleyma hlutverki Sjálfstæðismanna þessari uppbyggingu.  Ég heyrði Steingrím Jóhann ræða þetta í útvarpinu, með tilliti til stöðu Vinstri Grænna,  þetta var allt svo flókið, það finnst mér vera dæmi um að ekkert eigi að gera.  

Svo er ný kynslóð komin til sögunnar í Framsókn, sem hefur sýnt sig smátt og smátt sem fulltrúa nýfasisma, gegn útlendingum, sjúklegt hatur á hinu opinbera, nema þegar hægt er að nota það sjálfum sér til framdráttar. Sér aldrei neitt nema eigin hagsmuni.  Það er óhugnanlegt að hlusta á yfirlýsingar forystunnar.  Í hverri viku kemur eitthvað nýtt frá elítunni, hvort sem hún er edrú eða ekki.   

Það er sorglegt að sjá þegar fólk kann ekki fótum sínum forráð á opinberum vettvangi,  skandalíserar og sýnir sínar furðulegustu hliðar.  Sem í öðrum löndum þýddi afsögn og ærusviptingu. Eins og Lekamálið sýnir okkur.  Í Framsóknarflokknum finnst mönnum svona vinnubrögð töff.  

 

fimmtudagur, 25. september 2014

Fjármálaráðherra: Bjart framundan

Já svo sannarlega, þjóðin komin í eyðslugírinn að nýju, lúxusíbúðir og Stjórjeppar renna út. Aldrei fleiri ferðir.  Við
erum hamingjusöm þjóð.  

Og útflutningur á niðurleið,  sjávarútvegur dalar, álverð ekki í hæstum hæðum.  

Meira að segja ferðaiðnaðurinn hefur ekkert að segja til að bæta ástandið. 

Fjármálaráðherrann, Prófessor Altúnga,  er í hæstu hæðum.  Allt bjart framundan.  Engin ástæða fyrir hærri sköttum.  Engin ástæða fyrir hærri ríkistekjum.  Við höfum það svo gott.  Svo fáum við kosningavíxilinn frá SDG. Útgerðarmenn dansa um demantagólf.   

Allt er á sínum stað samkvæmt náttúrunnar lögmáli, Il faut cultiver notre jardin !!!!  Það er ekki amalegt að hafa
ríkisstjórn þar sem úrvalið hefur aldrei verið meira.  
Gullauga, Rauðar, Helga og Gular hlið við hlið. Já, lesendur góðir lífið er dásamlegt. Ekki kvarta ég.

Íslendingar eyða meiri gjaldeyri til að fjármagna einkaneyslu en sem nemur tekjum af framleiðslu og útflutningi. Þetta má lesa úr nýjustu tölum Hagstofunnar um þjóðarhag.
Þar kemur meðal annars fram að á milli fyrri hluta áranna 2013 og 2014 hafi landsframleiðsla aukist um 0,6 prósent, en þjóðarútgjöld um 2,8 prósent.
Útflutningur jókst um 3,7 prósent, en innflutningur rúmlega tvöfalt meira, eða um 9 prósent. Einkaneysla jókst líka meira en útflutningur, um 4 prósent.
Björn Valur Gíslason vekur athygli á þessum tölum í grein í Herðubreið, en Arion banki lýsir líka „vonbrigðum“ sínum:
„Bæði einkaneyslan og innflutningur eru umfram væntingar en á sama tíma virðist vera að hægja á framleiðslu í hagkerfinu þar sem fjárfesting og útflutningur eru undir væntingum.“
Björn Valur bendir á að þessar tölur þýði að forsendur fjárlaga séu brostnar og bætir við:
„Það versta sem stjórnvöld geta gert í slíkum aðstæðum er að auka neyslu og innflutning á kostnað verðmætasköpunar. En það er því miður nákvæmlega það sem snillingarnir í stjórnarflokkunum eru að gera með því að lækka skatta, slaka á fjármálum ríkisins og moka gríðarlegum upphæðum úr ríkissjóði inn á verðtryggð útlán fjármálastofnana sem þeir kalla „leiðréttingu.“ Allt hefur þetta verið gert áður eins og lesa má um í skýrslu RNA fyrir þá sem hafa áhuga á að læra af fortíðinni.“
Árni Páll Árnason vakti athygli á þessari þróun á alþingi í morgun og spurði fjármálaráðherra hvort ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af forsendum fjárlaga, mikilli einkaneyslu og lítilli fjárfestingu. Ráðherrann taldi svo ekki vera og bjarta tíma framundan. Ritstjóri Herðubreiðar 25/09/2014


þriðjudagur, 23. september 2014

Hrafn Gunnlaugs er bara ansi góður !!!

Hrafn snýr aftur lof og dýrð sé honum.  Hann vitkast með aldrinum.  Snýr baki við Davíð og sparifatadrengjunum hans.  Sem halda að allt sé hægt að mæla í krónum og aurum.  Það er skritið að fara að byggja upp nýtt framhaldsskólakerfi sem að mörgu leyti hefur reynst vel.  Þótt að það sé ýmislegt sem megi betur fara ef ég er spurður.  En það geta allir stytt námsdvöl sína sem vilja.  Ef þeir vilja flýta sér út á hið dásamlega atvinnuhaf.  

En Hrafn skrifaði þetta í dag : 

Stytting stúdentsaldurs

Til hvers að fækka hinum fáu áhyggjulitlu æskuárum? - verðum við ekki þrælar atvinnulífsins og bankanna nógu snemma samt? - fólk er ekki framleiðslueiningar - ég myndi þvert á móti vilja hækka stúdentsaldurinn um eitt ár og leyfa fólki að vera ungt lengur, draga úr atvinnuleysi - lífið er stöðugt að lengjast í vitlausan enda.
Ég hafði vit á því að falla í 3 bekk MR og lengdi menntaskóladvölina um eitt ár, - fékk mikið út úr Herranótt og félagslífinu og sumarvinnunni sem var bónus ofan á allt  - ári fyrr stúdent hefði ég ekki vitað neitt hvað ég í raun vildi. Til hvers að gera fólk ári fyrr ellilífeyrisþega? Þessi rembingur við að stytta hin glöðu stúdentsár er partur af útrásarkapítalismanum sem reiknar allt til peninga og hefur gleymt því sem heitir lífsnautnin frjóa.

Í guðanna bænum spörum þar sem hægt er að spara, eins og með því að gera ungu fólki grein fyrir að þarna hefur það valkosti sjálft.  Það þarf ekki alltaf að stjórna öllum.  Unglingar geta ákveðið hvað þeir vilja gera.  Sumir vilja sitja yfir bókunum aðrir vilja stunda listir og menningu, lesa góðar bækur,  taka þátt í kóra og leikhússtarfi. Horfa á undursamlegar kvikmyndir.  Það er gott að hugsa, hafa drauma,  jafnvel að stunda byltingarstarf og ulla framan í fullorðna fólkið.  Sem oft er svo leiðinlegt.  Ekkert er betra en góðir dagdraumar.   Ég lofa og prísa Hrafn!!!

mánudagur, 22. september 2014

Ráðist á dómsvaldið: Milestone, Máttur og SjóváAlmennar

Það er óhugnanlegt á Íslandi hvernig viðskipti og stjórnmál blandast saman. 

Starfsmaður sérstaks saksóknara er ákærður fyrir skrítin vinnubrögð sem tengjast rannsókn á hendur Milestone einu stærsta svikamáli íslensks viðskiptalífs, inn í þau mál eru innblönduð  fjárfestingafélagið Máttur ehf og Sjóvá Almennar.

Sami starfsmaður, doktor í afbrotafræði, kærir starfsfólk sérstaks saksóknara að hafa farið gáleysisleg með hleranir í rannsókn ákærumála og ekki gætt trúnaðar.Líklega til að gera dómsmál gegn sér tortryggilegt.

Dómsmála/forsætisráðherra vill rannsókn á þessum vinnubrögðum sérstaks, finnur leið til að skipta sér af dómsvaldinu. 

Fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson tengdist þessu Milestone máli á ýmsan hátt, einnig föðurbróðir hans.

Faðir Dómsmála/forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugsonar tengdist Milestone/Mætti á ýmsan hátt.  

Hver er vanhæfur og hver ekki ???????????? 

____________________________________________________

Gamlar fréttir :

Máttur kominn í þrot

• Fjárfestingafélagið var umsvifamikið í fjárfestingum á árunum fram að hruni • Stór hluthafi í Icelandair og BNT



Bjarni gegndi lykilhlutverki í að koma viðskiptunum í gegn. Það gerði hann sem stjórnarmaður í BNT. Hann skrifaði upp á umboð sem veitti honum sjálfum heimild til að veðsetja hultabréf félagsins í eignarhaldsfélaginu Vafningi 8. febrúar 2008. Það reyndist vera mikilvægur hlekkur í umfangsmiklum viðskiptum sem höfðu þann tilgang að gera Milestone og ættingjum Bjarna kleift að borga Morgan Stanley 45 milljarða. Öðrum kosti hefði Milestone væntanlega farið á hliðina, með mögulegri keðjuverkun fyrir tengd félög.
Bjarni var einn þriggja stjórnarmanna frá eignarhaldsfélaginu BNT sem skrifaði upp á umboðið sem veitti honum sjálfum heimild til að veðsetja hlutabréfin í Vafningi, sem hélt utan um fasteignaviðskipti með lúxusíbúðir í Makaó suður af Kína. Hinir tveir mennirnir voru stjórnarmennirnir Jón Benediktsson og Gunnlaugur Sigmundsson, sem er þekktur athafnamaður og meðal annars faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins.“

Saga Fjárfestingafélagsins Máttar ehf. líður senn undir lok, en nýverið var tilkynnt að bú þess hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur.

Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is
Saga Fjárfestingafélagsins Máttar ehf. líður senn undir lok, en nýverið var tilkynnt að bú þess hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur. Félagið var að stórum hluta í eigu þeirra Karls og Steingríms Wenerssona í gegnum Milestone-fyrirtækjasamstæðuna. Starfsemi félagsins fólst í fjárfestingum í skráðum og óskráðum hlutabréfum. Í árslok 2007 voru heildarskuldir Milestone við íslenska banka tæpir 43 milljarðar króna. Máttur var eitt gríðarmargra félaga sem tengdust Milestone eignatengslum, miðað við 20% eignarhlut síðarnefnda félagsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að áhættuskuldbindingar Glitnis, það er að segja lánveitingar, til Máttar hafi numið 14,5 milljörðum króna hinn 30. september árið 2008. Hinir bankarnir mátu Milestone og Mátt ekki tengda aðila, þrátt fyrir eignatengslin.

Hlutir í BNT og Icelandair

Eigendahópur Máttar breyttist nokkuð með tímanum. Á meðal annarra eigenda voru Sjóvá, sem var í eigu Milestone, í gegnum eignarhaldsfélag. Aðrir eigendur voru Einar Sveinsson, sem jafnframt gegndi stjórnarformennsku, og Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður, sem gegndi jafnframt stöðu framkvæmdastjóra. Ein stærsta fjárfesting Máttar var hlutur félagsins í Icelandair, en Einar Sveinsson var jafnframt stjórnarmaður í Icelandair þegar viðskiptin áttu sér stað, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar. Auk tæplega fjórðungshlutar í Icelandair, sem Íslandsbanki leysti til sín í fyrra, er hlutur Máttar í BNT, eignarhaldsfélagi N1, á meðal stærstu fjárfestinga.

sunnudagur, 21. september 2014

Upplausn í Framsókn

Upplausn í Framsókn, allt á öðrum endanum!!!

Vigdís ræðst á Sigurð Inga. Engar 3 milljónir á mann frá henni. 

Karl og Frosti hissa á laxveiðiVSK.  Skrítið!!!


Formaðurinn er búinn að gleyma kjördæminu sínu.  Hvar er stuðningurinn við Fiskistofu?  Hvar er stuðningurinn við stóriðju á þeim slóðum?

Ung fólkið skrifar öðru hverju hlýðnisgreinar í blöðin í von um að halda sætunum á listum. 

Utanríkisráðherra vill halda utanum allt.  Vill sölsa til sín  Þróunarsamvinnustofnun og fær gagnrýni frá ómarktækum Samfylkingarmanni, auðvitað er aldrei að marka slíkt fólk, þótt það sé með ótal gráður í stjórnsýslufræðum. Gunnar Bragi hefur aldrei heyrt um
stefnumótun, framkvæmd og eftirlit.Það var aldrei til hjá Kaupfélaginu í Skagafirði.

„Ráðherrann þessi er að boða mikla miðstýringu með þessu sem og ógegnsæi í stjórnsýslu, sem er ekki í anda nútímalegra stjórnarhátta og alls ekki í anda stefnu samstarfsflokksins,“ segir Sigurbjörg. „Þannig að maður stendur bara orðlaus og hugsar hvert er verið að fara?“

Húsnæðisráðherrann fær ekkert sveitarfélag að sækja um fjármagn sem til er í leiguhúsnæði.

Bestu vinur forsetans kominn á bak við lás og slá austur í Kína. 

Já, er þetta nokkuð upplausn lesandi góður? Ég hef áhyggjur, svei mér þá!!!