Snákaolían fær að vera í friði. Landlæknir gerir ekkert þrátt fyrir ábendingar almennings.
Sjaldan hefur maður séð ógeðslegra og andstyggilegra en í Kastljósi í gærkvöldi. Ákafi Snákaolíumannanna að selja draslið sitt fyrir hundruðir þúsunda var átakanlegur.
Landlæknir er líka í góðri trú í hádegisfréttum. Það var eins og hann virti meir rétt svindlaranna en sjúklinganna. Ekki kom fram neinn áhugi að taka þessi mál upp út frá lögum.
Ég kynntist persónulega ákafa sölumanns dauðans ( eins og góður vinur minn sagði) í fyrra, það var sorglegt að fylgjast með því hvernig sá aðili kom fram við dauðvona mann. Ef einhver segir við mig eftir þetta að þetta sé réttlætanlegt að ( örvæntingarfullt) fólk geti valið og sölumennirnir geri þetta í góðri trú þá verður mér flökurt.
Það er kominn tími til að yfirvöld grípi inn í þessa neðanjarðaratvinnustarfsemi. Ætli skattayfirvöld hafi kannað þessa starfsemi? Fólki á ekki að leyfast að vera í gróðaleik með sjúklinga og ættingja þeirra sem eru komnir fram á brún örvæntingar.
Þetta segir einn sölumaðurinn í Vísir.is í dag
„Ég horfði ekki á manninn sem dauðvona, þetta var bara maður sem var veikur, og ég vildi bara gera allt til að hjálpa honum. Þetta var bara af einskærum kærleika til hans.“
Kærleikur seðlanna líklega. Kann þessi maður ekki að skammast sín? Mér er illt.
Sjaldan hefur maður séð ógeðslegra og andstyggilegra en í Kastljósi í gærkvöldi. Ákafi Snákaolíumannanna að selja draslið sitt fyrir hundruðir þúsunda var átakanlegur.
Landlæknir er líka í góðri trú í hádegisfréttum. Það var eins og hann virti meir rétt svindlaranna en sjúklinganna. Ekki kom fram neinn áhugi að taka þessi mál upp út frá lögum.
Ég kynntist persónulega ákafa sölumanns dauðans ( eins og góður vinur minn sagði) í fyrra, það var sorglegt að fylgjast með því hvernig sá aðili kom fram við dauðvona mann. Ef einhver segir við mig eftir þetta að þetta sé réttlætanlegt að ( örvæntingarfullt) fólk geti valið og sölumennirnir geri þetta í góðri trú þá verður mér flökurt.
Það er kominn tími til að yfirvöld grípi inn í þessa neðanjarðaratvinnustarfsemi. Ætli skattayfirvöld hafi kannað þessa starfsemi? Fólki á ekki að leyfast að vera í gróðaleik með sjúklinga og ættingja þeirra sem eru komnir fram á brún örvæntingar.
Þetta segir einn sölumaðurinn í Vísir.is í dag
„Ég horfði ekki á manninn sem dauðvona, þetta var bara maður sem var veikur, og ég vildi bara gera allt til að hjálpa honum. Þetta var bara af einskærum kærleika til hans.“
Kærleikur seðlanna líklega. Kann þessi maður ekki að skammast sín? Mér er illt.