fimmtudagur, 16. apríl 2015

Indriði sýnir okkur óréttlætið

Mikið er gott að við eigum Indriða Þorláksson að.  sem á skýran og greingóðan hátt sýnir okkur ranglæti sjávarútvegskerfisins.  Þar sem óréttlætið verður alltaf meira og meira. Yfirvöld þessa lands eru þjónar Sægreifanna.  Arðsemi sem verður til fyrst og fremst með gengisfalli krónunnar, sem auðgar þá ríku en gerir hina fátæku fátækari.  Eini nýi aflakost
ur sem hefur komið til sögunnar er Makríllinn sem yfirvöld heykjast við að setja á uppboð og afhenda Greifunum á gullfati. 

Óréttlætið er svo yfirgengilegt eins og umræðan seinustu daga sýna og framganga Kristjáns Loftssonar.  Vonandi eigum við Indriða að sem lengst, til að láta okkur ekki gleyma kjarnanum í orrðahríðinni.  Við fólkið eigum auðlindina og eigum að njóta hennar.  Hugsið þessar tölur hér að neðan í grein Indriða og hugleiðið umræðuna um Landspítala.  Manni verður óglatt.


Það er óumdeilt að arðsemi í sjávarútvegi er mjög mikil og langt umfram það sem skýrt verður sem ávöxtun þeirrar fjárfestingar sem bundin er í greininni. Þessi umframarður er afleiðing einkaleyfa sem tilteknir aðilar hafa til veiða, þ.e. kvótakerfisins. Það sést m.a. glöggt á því að með gengisfalli krónunnar frá árinu 2007 hefur rentan hækkað um marga tugi milljarða án þess að veruleg breyting hafi orðið aflabrögðum eða öðru þáttum í starfseminni sem skýrt gæti þá hækkun. Á sama tíma hækkuðu innfluttar neysluvörur almennings um svipaða fjárhæð. Þannig blæddi almenningur fyrir gengisfallið um leið og hagnaður útgerðarinnar jókst stórlega.

Á þessum sjö árum hafa sjávarútvegsfyrirtækin aflað eigendunum sínum 191 mrd. kr. í fjármagnstekjur (brúttó) og að auki skapað auðlindarentu að fjárhæð 322 mrd. kr. Af þeirri rentu greiddi útgerðin 33 mrd. kr. í veiðigjöld en afgangurinn, 289 mrd. kr., rann til fyriurtækjanna sem umframarður.

miðvikudagur, 15. apríl 2015

Ísland? Lækkaði eigin laun og hækkaði laun starfsmanna

Verkfall sem er ekki fjarri því að vera allsherjarverkfall er enginn leikur þótt ríkisstjórnin hafi með haldið það en hefur með sofandahætti gert allt langtum verra.  Ekki hjálpa eigendur stórfyrirtækja til með bruðli og bægslagangi, þar ræður græðgi meira en vit.  Verkalýðsforingjarnir eru orðnir svo þreyttir á ráðherrunum, treysta ekki orði sem þeir segja,
allt sem hefur verið borið á borð er auðvitað fáránlegt, að bjóða svon verðbólguvörn varla það og ekkert meira.  Þrjú komma eitthvað er eitthvað út í hött.


Rot­högg fyr­ir ferðaþjón­ust­una

Seg­ir ríkið nota sjúk­linga í kjaraviðræðum

 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“

„Hagvaxtarhorfur til næstu tveggja ára eru meðal þeirra bestu í heimi“

HB Grandi gæti hækkað laun allra starfsmanna um 80.000 krónur og samt grætt 4,7 milljarða

 

 Er þetta forstjóri ársins? Lækkaði eigin laun og hækkaði laun starfsmanna

Neðsta fyrirsögnin? Nei þetta er ekki á Íslandi!

 

þriðjudagur, 14. apríl 2015

Barónar:Landið sem við eigum ekki

Kjaradeilur, fjarverur, utanfarir, uppnám, afmælisveislur. 
Einföld lýsing á sjálfsköpuðu ástandi ríkisstjórnarinnar. 
Ríkisstjórn Hóglífisins og Sjálfhverfðarinnar. Þar sem öll gagnrýni er árás. 

Annar forystusauðurinn þarf að jarma yfir fjárhúsi sínu.  Þar sem allir taka undir í kór. 
Formaður sem búinn er að tapa helmings fylgi á tveim árum og fær 98% kosningu !!!!! 
Eins og í Albaníu. 
Hinn skálar í almennilegu Kampavíni á sundlaugarbakka.  Íturvaxinn og snareygur. Hugsar sitt næsta útspil í samkeppninni við Sjálfhverfan númer eitt. Það er erfitt að taka framúr honum. Orðalepparnir, salrýnin.

En ............ Kjaradeilurnar eru á sínum stað, þær fara ekkert.  Fólk verður sífellt ruglaðra á hugmyndum valdamannanna, sjúkrastofnanir eru komnar á endastöð, við erum endalaust langt á eftir þjóðum sem við mælum okkur við, það er til fullt af peningumí samfélaginu, það má ekki skattleggja þá tekjuhæstu.  Milljörðum er mokað út í arð til Þjóðareigendanna. 

Þeir eiga ríkisstjórnina, þeir eiga okkur, Barónarnir. Sigmundur Davíð og Bjarni fá að leika með okkur í umboði kjósenda sinna. Þeir úthluta gæðum okkar svo framarlega sem það komi ekki niður á Barónunum og Barónessunum.  

mánudagur, 13. apríl 2015

Günter Grass horfinn: Hlutverk Samfélagsborgara er að hafa munninn opinn!!!

Einn meistarinn hverfur af sviðinu, skilur eftir sig þögn og tóm, og þó. Günter Grass lést í nótt. Hann á ekki eftir að skemmta okkur með orðum, skrifum, vatnslitum, skúlpúrum, í eigin persónu en hann lifir með okkur. Og öll hans fjölbreytta flóra.
Þessi víðfrægasti rithöfundur seinni hluta 20 . aldar í þýskumælandi heiminum, varð 87 ára gamall, skrifaði margar magnaðar bækur, ég las fyrst Kött og mús (á dönsku) sem unglingur, og Hundaárin (á ensku), en Blikktrommuna ekki fyrr en mörgum árum seinna (á íslensku. Svo las ég Flundran (Der Butt) á sænsku á násmárum í Svíþjóð!   Svo megum við ekki gleyma mynd Shlöndorfs um gaurinn Óskar í Blikktrommunni. 

Svo reyndum við ég og kona mína að lesa hann á þýsku fyrir nokkrum árum það var ekki auðvelt en kona mín fann þessa dásamlegu ljóðabók uppi í Þjóðarbókhlöðu, hér til vinstri. Fündsachen für Nichtleser þar sem saman fara örljóð og vantslitamynd fyrir hvert ljóð, alveg dásamleg bók! Þá las ég hina stórmerku ævisögu hans Að fletta lauki sem olli hneykslun í heimalandi hans og víðar, þegar hann sagði frá dvöl sinni í SS. Það er skyldulesning fyrir alla áhugamenn um Evrópusögu.  Líf hans sem ungs drengs í Gdansk og upplifun að vera í stríði, fangabúðum og reyna að skrimta af eftir stríðið í Vestur -Þýskalandi, fyrst fjölskyldulaus með lista mannsdraum í maganum.   
Ég sá dásamlega heimildarmynd um hann fyrir nokkrum árum.  Þessi gamli maður með pípuna og í tweedfötum (eins og ég sé hann fyrir mér). 
Nú er hann horfinn.  Þá er tími að rifja upp, kannski að finna einhverja bók sem hefur farið fram hjá manni.  
Og muna að hlutverk listamanns er ekki bara að skapa list heldur að lifa í straumum sinnar samtíðar.  Grass leyfði sér að fara óhefðbundnar brautir miðað við margar kollega hans í Evrópu.  Var ræðuskrifari fyrir Willy Brandt, sósílademokrati, leyfði sér að efast um margt sem ekki var efst á baugi hjá róttæklingum. Hann sagði verkefni Samfélagsborgara er að hafa munninn opinn!!! Eða rífa kjaft!!! Og hann stóð lengst af við það.  Blessuð sé minning hans.






föstudagur, 10. apríl 2015

Mútur: Einhverjir aðrir en við

Við erum bestir við erum ósnertanlegir við þurfum ekki að hlusta á alþjóðlegar stofnanir sem við erum aðilar að. OECD fleygir blautri tusku framan í okkur,

Ekkert í gangi til að stöðva mútugreiðslur

Fréttin í RUV í kvöld var sorgleg, tveir þættir af 17 teknir til greina annað ekki gert: 

. Í henni segir að vinnuhópurinn hafi árið 2010 sett fram 17 punkta aðgerðaplan fyrir Ísland í baráttunni gegn mútugreiðslum til erlendra embættismanna. Tveimur árum síðar hafi einungis verið búið að hleypa tveimur þeirra í framkvæmd. Síðan þá hafi lítið sem ekkert gerst utan hvað sett hafi verið á laggirnar ráðherranefnd.

Það veldur vinnuhópnum sérstaklega vonbrigðum að ekkert hafi verið gert til að berjast gegn mútugreiðslum til embættismanna hjá stofnunum erlendra ríkja. Þá þykir vinnuhópnum alvarlegt að ekki hafi enn verið sett lög sem verndi uppljóstrara í einkageiranum en eftir hrun var mikið talað um nauðsyn þess að slíkir uppljóstrarar nytu verndar.
Vinnuhópurinn bendir á íslensk stjórnvöld hafi í tvígang hunsað bréfasendingar frá formanni hópsins. Stjórnvöldum er gefinn frestur fram í október til að bæta ráð sitt, að öðrum kosti muni vinnuhópurinn íhuga aðgerðir gegn íslenska ríkinu.


Er það furða að almenningi virðist spilling vera vaðandi upp.  Við teljum alltaf að við séum yfir alþjóðalög hafin.  Mútur heita eitthvað annað en mútur hjá okkur, gjafir, vinargreiði.  Svo við höldum áfram á sama róli, gefum ríkisfyrirtæki, sleppum útboðum, látum vini og kunningja sitja fyrir.  Ráðherrar þurfa ekki að gefa upp rétt tengslanet sitt.  Samskipti við einkafyrirtæki oftast á gráu svæði.  

 

miðvikudagur, 8. apríl 2015

Skeytingarlaus Ríkisstjórn: Er á meðan er

Verkföllin hafin, lítið að gerast.  Allt verður svo vandræðalegt hjá herrunum, eða eigum við að segja skeytingarlaust?  Þeim er alveg sama,  Fjári á Flórida, af hverju birtir hann ekki myndir á Fésinu eða jafnvel á ráðuneytissíðunni.  Það gæti aukið vinsældirnar!!! Hvar er Heilsi? Er hann líka í útlöndum. Þetta eru páskar segja þeir auðvitað, hvað annað ?  Það væri kannski hægt að
fyrirgefa þeim ef þeir væru að ganga Píslargötuna í Jerúsalem eða á leiðinni til Santiago de Compostela. En þeir hefðu hvorki hugmyndaflug né trúarhita til slíks. 

Og Forsi hvar er hann?  Lætur sig bara hverfa svona einn tveir og þrír.  Það eru engar stórfréttir úr hans ráðuneyti, fjölgun lendingrstaða í millilandaflugi, jú Frosti afhendi skýrslun sína þessa einsmannsskýrslu, eða var það In defence skýrsla?  Ef til vill er Forsi að þýða hana á ylhýra móðurmálið?   Varla er hann að velta fyrir sér hvernig eigi að leysa kjaramálin, hann sagði um daginn að það ætti að hækka laun hinna láglaunuðu en hvað þýðir það?  Ekki er hann að velta fyrir sér langtímalausn að gera okkur samkeppnishæfa miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Varla.  

Hann gæti sett upp starfshóp á Kvíabryggju með gömlum x B urum  til að skoða málin.  Of snjallt. Það er andinn að njóta stólanna meðan kostur er og hygla vinum, ættingjum og flokksfélögum. Fengið þriggja manna þingflokkinn til að koma með tillögur, allt leikur í höndum þeirra í augnablikinu.  Enn snjallara. 
Ekkert var gert um páskana, enginn vann í kerfinu nema Félagsdómur. Það er enginn andi enginn hugur.  Er á meðan er.  

þriðjudagur, 7. apríl 2015

Tileinkað MÞJ



Tantra
                                                         
 Fyrir daga Hamborgarabúllunnar
Smárabíós Hundraðogeins Hrunsins
Arabavorsins LadyGaGa Jónínu Ben Eirar

Önnur veröld aðrir hljómar aðrar  víddir
 Tónabíó Lídó Sælkerinn
Naustloftið  Bæjarbíó Hafnarfjarðarstrætó
Glaumbær  Tjarnarbúð Askur
Klúbburinn  Hótel Borg Hádegisbarinn
Alþýðubrauðgerðin (hugsaðu þér Alþýðu)
 Kjötbúðin Borg Ríkið á Lindargötu Ingasjoppa á
Bústaðavegi Sprúttið í leigubíl á góðum dekkjum

Tónlist gleymskunnar eyrnakonfekt  hughrif
Esjugarrinn tætist í gegnum frakkann lakkskórnir engin vörn
hretinu, strætóarnir löngu hættir að ganga
göngutúrarnir frostbítandi  og máninn glottir
sem aldrei fyrr eldrauður af vímu
og  greddu

 Stjörnubíó Skalli Geitháls
(ekki má gleyma honum)
Vesturver  Bókabúð Braga
Faco Hlégarður  Tröð KRON
Þórsmörk  Húsafell
Trúbrot Óðmenn Rúnar
á kaðlinum  Diddi spilar á
haustrommu blús feitur safaríkur
Maggi  Finnur  Rikki Óli
(munið þið Rikka?)
Guðmundur Ingólfs og Forseti
Alþingis  á efri hæðinni verðandi Forseti
Íslands á næturklúbbi við Grensásveg 

Tónaskali hins liðna
svo litfagur  glitfagur
jakki sem flýgur í sveiflu
nælonskyrta sem límist
við skrokk pils upp á
miðju læri  sveifla í
mjöðmum  miðstöð lífsins
miðstöð girndar  endastöð
fullnægingar


Síld og fiskur  Togaraafgreiðslan
Ólabúð  Stúdentakjallarinn
(stundaðar lyftingar)
Tjarnargata 20  Eimskip

Búrfell  Grammið (þvílík ósvífni)
Neil Young  Van Dyke Parks (hvur er það)
Lennon og Dylan Barrett og Hendrix,
hljómar sem tæta grip sem trylla  
Kinks í Austurbæjarbíó Lindon Kwesi
Johnson í Sigtúni  Megas í Tjarnarbíó
Patti í NASA NASA NASA NASA
Djazz Coltrane  Miles  Mingus Monk  Dolphy
Djuke Satchmo  Ella Billie í himnaríki
stjörnurnar færast nær og nær
augun splundrast í milljón geisla

 Tónatíð  tónalíf  tónastríð
tónaveröld  tónadraumar
skapaðu þinn eigin tónalista
syngdu hann í leikskólanum
syngdu hann í baði  syngdu hann
á Esjugöngu syngdu hann á Austurvelli
syngdu hann í handjárnum syngdu hann
á Bessastöðum  syngdu hann í Þjóðarbókhlöðunni.

 Þeir geta breytt nútíðinni
Þeir geta rústað framtíðinni
Þeir breyta ekki fortíðinni
 Okkar