miðvikudagur, 20. maí 2015

Silicor: Enn um Sólarkísil og fjárfestingar

Við þurfum að virkja til að skaffa atvinnu sagði hann , þingmaðurinn, virkja.Eins og að veruleikinn sé svona einfaldur.  

Fyrir hverja erum við að virkja, hvernig veljum við samstarfsaðila.  Það er stundum skrítið. 

Eins og með Silicor fyrirtæki sem hefur viljað hasla sér völl á Íslandi, en ....... takið eftir en ..... eftir að hafa brennt brýr að baki í Bandaríkjunum. Komið sér út úr húsi þar vegna fjármálaóreiðu.  Hver á að fjárfesta.  Kemur Silicor með fjármagn inn í landið?  Ætlar þeir ekki að fá lán í íslenskum banka?

Þetta er spennandi verkefni að máli margra, en þetta er það fyrsta sinnar tegundar í heimi.  Hvað ef mistekst, gengur ekki sem skyldi?  Hverjir geta þá setið uppi með skuldasúpuna.  Erum við tilbúin að svolgra þá súpu í okkur? Orðspor þessa fyrirtækis er ekkert til að hrópa húrra fyrir, við erum lítið efnahagssvæði, ef eitthvað væri úrskeiðis, gæti það haft alvarlegar afleiðingar.  

Þegar við eigum að fá erlend fyrirtæki til okkar væri ekki eðlilegra að fá traust og gott fyrirtæki með gott orðspor???? Hverjir vilja fjárfesta í þessu, verða það ekki bara við.  Hverjir sitja þá uppi með sárt ennið.  Ætli það verðum ekki við? 

 Er ekki bjartsýni fyrrverandi bæjarfulltrúa á Akranesi svolítið barnaleg? Þurfum við ekki að tryggja okkur eitthvað betur?  Gæti sólskinið ekki breyst í þokuhjúp þar sem aldrei sæist til sólar???




1. Verksmiðjan verður vinnustaður 450 manna, fagfólks á mörgum sviðum og af báðum kynjum.
2.Erlend fjárfesting af slíku umfangi er vel þegin og mikilvæg innspýting í efnahagslífið. Hún hefur mikil margfeldisáhrif á öllu atvinnusvæði Vesturlands og Suðvesturhornsins.
3. Skipulagsstofnun telur umhverfisáhrif starfseminnar ekki umtalsverð og framkvæmdin skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
4. Umhverfisstofnun er sama sinnis og vísar til þess að verksmiðjan muni hvorki losa flúor né brennisteinstvíoxíð út í umhverfið. Mengunarálag á Grundartanga aukist því ekki með starfseminni.
5. Silcor hefur öðlast einkaleyfi á algjörlega nýrri framleiðsluaðferð þar sem unnið er í lokuðu kerfi.
6. Raforkunotkun verður einungis þriðjungur þess sem gerist í hefðbundinni sólarkísilframleiðslu.
7. Væntanleg framleiðsluvara, hreinn kísill frá Grundartanga, verður flutt úr landi og notuð til að framleiða sólarkísilflögur sem menn setja á þökin sín og virkja sjálft sólskinið til raforkuframleiðslu.
8. „Hliðarafurðir“ sólarkísilframleiðslunnar verða söluvörur líka, til dæmis álhlutar sem nýtast í bíla og létta þá – sem aftur sparar eldsneyti og dregur úr losubn gróðurhúsalofttegunda.

þriðjudagur, 19. maí 2015

Kennitöluflakk: Hvorki ólöglegt né siðlaust!!!

Enn gerist ekkert með þá sem leika sér með skiptum á kennitölu. Það er skrítið hvernig einfaldar aðgerðir gegn aðilum sem nota sér lagakróka til að komast hjá að borga
opinber gjöld og skatta virðast vera yfirvöldum ofviða.  Og það er ráðherra sjálfur sem gefur út leyfi um slit félaga með takmarkaða ábyrgð.Þetta situr á borðinu hjá honum.

Alþýðusamband Ísland skrifaði prýðilega skýrslu um þetta vandamál fyrir tæpum 2 árum og kom með tillögur. Félag Atvinnurekenda er líka með tillögur.  En..... gerist eitthvað?  Fjárhæðir sem tapast vegna óheiðarleika eigenda einkahlutafélaga og hlutafélaga eru ótrúlegar:  Á tveggja ára tímabili voru þannig lýstar kröfur að fjárhæð rúmir 400 milljarðar og af þeim innheimtust tæpir 8 milljarðar. Hér er um hreint ótrúlegar upphæðir að ræða í ljósi þess að eignir félaga eiga að ganga upp í skuldir þeirra við slit. 

Að langstærstum hluta er hér um tap sameiginlegra sjóða landsmanna að ræða9, fjármuni sem nýta hefði mátt til að efla heilbrigðis- og menntakerfið, treysta velferðarkerfið, bjóða félagslegar lausnir í húsnæðismálum, efla stuðning við nýsköpum og sprotastarfsemi eða lækka skatta á lágtekjufólk svo dæmi séu tekin. " Stendur í skýrslunni, munar okkur ekkert um 400 milljarða!!!!!! Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er kveðið skýrt á um þetta: 
Unnið verður að því að jafna samkeppnisstöðu með því að vinna gegn kennitöluflakki, tryggja jafnræði vegna greiðslu opinberra gjalda, hindra að gjaldeyrishöft skekki samkeppnisstöðu fyrirtækja og koma í veg fyrir að fjármálastofnanir stjórni rekstrarfélögum til langs tíma.

Enn hefur ekkert gerst, ríkisstjórir okkar virðast ekki þurfa á fé að halda úr því að þeir gera engar bætur á lögum og reglum.  Er ekki kominn tími til????  Eigum við bara að halda áfram að leyfa einstaklingum að leika sér með fé okkar.  Einn af þeim hafði þetta til málanna að leggja: 
„Kennitöluflakk er ekki ólöglegt.
Kennitöluflakk er ekki einu sinni siðlaust,“


Hér eru nokkur brot úr þessari góðu skýrslu ASÍ fyrir þá sem eru duglegir að lesa: 
Í sinni einföldustu mynd má lýsa kennitöluflakki sem skipulagðri aðgerð forsvarsmanna þar sem verðmæti eru tekin út úr einu félagi og sett í annað félag en skuldir og aðrar skuldbindingar skildar eftir og félagið síðan sett í þrot. Mörg dæmi eru um keðju slíkra gjörninga vegna sama rekstursins þar sem sömu einstaklingar eru í forsvari1.

Mikilvægt er að gripið sé til aðgerða eins fljótt og kostur er þegar ætla má að félög með takmarkaða ábyrgð séu komin í alvarleg vanskil og að komast í þrot. Ein fyrsta vísbending um slíkt er þegar tafir verða á uppgjöri virðisaukaskatts. Önnur vísbending er síðan tafir á öðrum skattskilum og ársreikningaskilum. Þá er mikilvægt að hægt sé að velta ábyrgð yfir á forsvarsmenn félaga við tiltekin brot félaga með takmarkaða ábyrgð.

Heimild til að framkvæma slit á félögum, sem er að finna í lögum um hlutafélög og einkahlutafélög, verði flutt frá ráðherra til hlutafélagaskrár og henni jafnframt fylgt eftir af festu. 


Kennitöluflakk og umfangsmikil undanskot á opinberu vörslufé, sem gjarnan fylgja, hefur á undanförnum árum þýtt að sameiginlegir sjóðir landsmanna hafa orðið af tekjum sem skipta a.m.k. tugum milljarða á hverju ári. Afleiðingin af slíku getur aðeins orðið sú að leggja þarf auknar álögur á heiðarlegt fólk og fyrirtæki og/eða grípa til niðurskurðar í mikilvægri samfélagsþjónustu, s.s. á sviði heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála.

Kennitöluflakk og eðli þess skekkir samkeppnisstöðu heiðarlegra fyrirtækja, sem standa skil á sínu gagnvart samfélaginu, og hefur þannig bein og óbein áhrif á starfsmenn þeirra. Þá snertir kennitöluflakk með beinum hætti hag þeirra birgja sem ekki fá greitt fyrir vöru sína og þjónustu.


Til að átta sig á samfélagslegu tjóni vegna gjaldþrota félaga með takmarkaða ábyrgð má setja það í samhengi við þá staðreynd að heildarupphæð lýstra krafna í þau 995 þrotabú félaga, sem uppgjöri var lokið á tímabilið 1. mars 2012 til 24. janúar 2013, var tæpir 166 milljarðar en heimtur einungis rúmir 5,2 milljarðar, eða um 3,14%. Sambærilegar tölur fyrir tímabilið 1. mars 2011 til 29. febrúar 2012 voru 1.236 þrotabú með lýstar kröfur að fjárhæð tæpir 236 milljarðar en heimtur einungis tæpir 2,7 milljarða, eða um 1,13%.  Á þessu tæplega tveggja ára tímabili voru þannig lýstar kröfur að fjárhæð rúmir 400 milljarðar og af þeim innheimtust tæpir 8 milljarðar. Hér er um hreint ótrúlegar upphæðir að ræða í ljósi þess að eignir félaga eiga að ganga upp í skuldir þeirra við slit.


Einnig eru þekkt dæmi um einstaklinga sem eru í persónulegum ábyrgðum og flytja eignarhald og
verðmæti yfir á aðra einstaklinga (gjarnan maka) áður en þeir fara í þrot. Þá eru þekkt dæmi þar sem
bankamenn fluttu persónulegar ábyrgðir yfir í einkahlutafélög.

sunnudagur, 17. maí 2015

Eygló og Bjarni: Hvar er Forsætisráðherrann?

Eygló kemur Bjarna á óvart.  Hún hlýðir ekki Fjármálaráðherranum.  En spurningin er hvar er Forsætisráðherrann.  Tveir ráðherrar eru komnir í hár saman í fjölmiðlum.  Enginn
verkstjóri í Ríkisstjórninni frekar en fyrri daginn? Hann er kannski að sinna skipulagsmálum?



„Þessi fram­ganga fé­lags­málaráðherra kem­ur mér veru­lega á óvart. Þetta mál er í sjálfu sér ósköp ein­falt,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son í sam­tali við mbl.is í dag. „Það er lagt inn frum­varp til kostnaðarmats í fjár­málaráðuneyt­inu. Eft­ir að vinna hefst við að fram­kvæma kostnaðarmatið kem­ur fram að vel­ferðarráðuneytið er að vinna að breyt­ing­um á frum­varp­inu. Þá er það verklags­regla í sam­skipt­um á milli ráðuneyt­anna að vinnu við kostnaðarmatið er hætt og farið fram á að ráðherr­ann aft­ur­kalli málið og leggi það fram að nýju þegar það hef­ur verið full­unnið.“


Hann segir enn fremur að Eygló verði að sætta sig við að frum­varp henn­ar lúti sömu regl­um og önn­ur slík.Frumvörp þurfi að vera fullunninn áður en kostnaðarmat sé framkvæmt. Að því loknu séu þau tekin á dagskrá í ríkisstjórn og að því loknu í þingflokkum stjórnarflokkanna ef ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja þau fram á Alþingi. „Fé­lags­málaráðherra verður ein­fald­lega að sætta við það að þetta mál sé unnið eft­ir sömu regl­um og önn­ur mál,“ segir Bjarni á mbl.is.



Tjöldin dregin frá og bullandi ágreiningur blasir við


Nú er komið í ljós, að þetta var ekki nándar nærri tilbúið mál hjá Eygló, samkvæmt svörum efnahags- og fjármálaráðuneytisins, og nær útilokað var að það gæti af þeim sökum orðið að innleggi í harðar kjaradeilur. Eygló hefur reyndar sjálf hafnað þessu, sem þýðir að ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Eygló, eru augljóslega ekki sammála um hversu langt málið er komið. Raunar virðist vera bullandi ágreiningur um málið, eins og ólík svör ráðuneytanna bera með sér.


laugardagur, 16. maí 2015

Feneyjagjörningurinn og Seyðfirðingurinn ósýnilegi

Einn furðulegasti gjörningur listasögunnar á sér stað í boði Íslenska ríkisins. Setningarathöfnin fer fram með pompi og pragt.  En það er ekki ráðherra menntamála og lista eða fulltrúar hans sem taka til máls.  Það eru ekki íslenskir tónlistarmenn sem flytja verk sín við opnun. Eflaust hefur listaelítan mætt þarna  með Godd í fararbroddi.  Hlynur Hallsson hrósaði þessu á fésinu sínu.  Allir eiga að vera meðm. Nema listamaðurinn það sést hvergi mynd af honum, hann hefur ekki áhuga á því. Ef hann er til .....
Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra lét frá sér eft­ir­far­andi: „Frá upp­hafi land­náms hér á landi á 9. öld og vel fram á 20. öld var ís­lenska þjóðin sam­sett af eins­leit­um hópi fólks sem lifði á nátt­úru­auðlind­um lands­ins í því harðbýla um­hverfi sem við þekkj­um hér í Norður-Atlants­hafi. Á síðustu ára­tug­um hef­ur landið verið auðgað af inn­flytj­end­um víðsveg­ar að úr heim­in­um og þannig örvað sam­tal um hin ýmsu mál, byggt á umb­urðarlyndi gagn­vart mis­mun­andi trú­ar­brögðum sem mik­il áhersla er lögð á í sam­fé­lagi okk­ar. Sam­fé­lag múslima á Íslandi er mik­il­væg rödd í þessu sam­tali og er það von mín að verk Cristoph Büchel í ís­lenska skál­an­um, MOSK­AN – Fyrsta mosk­an í Fen­eyj­um, á Fen­eyjat­víær­ingn­um muni verða já­kvætt inn­legg í þessa umræðu á heimsvísu,“ seg­ir á vef mennta­málaráðuneyt­is­ins. 
En formaður Félags múslima á Íslandi virðist vera einhverskonar framkvæmdastjóri þarna á svæðinu. Enda virðist hann líta á sig sem hluta listaverksins„Við erum stolt að styðja við MOSK­UNA, fram­lag Íslands til Fen­eyjat­víær­ings­ins,“ seg­ir Sverr­ir Agn­ars­son, formaður Fé­lags múslima á Íslandi. „Það er einkar viðeig­andi að þetta verk skuli vera sett fram á sama tíma og mik­il umræða á sér stað um bygg­ingu fyrstu mosk­unn­ar í Reykja­vík. For­dóm­ar og póli­tísk­ur þrýst­ing­ur gerðu það að verk­um hér áður fyrr, bæði á Íslandi og á Ítal­íu, að óhugs­andi þótti að ímynda sér mosk­ur á hvor­um staðnum. En nú, þegar ís­lenski skál­inn er að taka á sig loka­mynd, stönd­um við í Fé­lagi múslima á Íslandi fyr­ir hönn­un­ar­sam­keppni meðal fremstu arki­tekta Evr­ópu og höld­um áfram áform­um um bygg­ingu fyrstu mosk­unn­ar í nyrstu höfuðborg heims. Það er von okk­ar – Ins­haAllah – að verk­efni sem þessi leiði til líf­legr­ar starf­semi múslima um heim all­an og ánægju­legri og auk­inna, friðelsk­andi sam­skipta milli okk­ar allra í Fen­eyj­um, Reykja­vík og borga um all­an heim.“

Svo mörg voru þau orð, en mikið er það barnalegt hjá listaelítunni að þetta hleypi ekki eihverju vafasömu af stað að það sé bara fegurð sem muni ríkja eins og Goddur sagði.  Og kastaði síðan hnútum að íslenskum listamönnum.  Hvað mun þetta að hafa í för með sér fyrir íslenskan listaheim?  Ætli Seyðfirðingurinn ósýnilegi verði sýnilegur?  Ætli Seyðisfjörður verði Mekka þar sem listaunnendur munur þyrpast til að sjá honum bregða fyrir?  Eitt er víst að Bucherl fær Feneyjaftvíæringinn skráðan í CVið sitt.  Þar er ekkert um Ísland nema Reykjavik Art Festival 2008. Kannski væri ráð að flytja Kirkjuna- Moskuna  í bútum til Reykjavíkur og setja hana þar upp.  Það myndi leysa mörg vandamál. 


Þetta var dagskrá opnunarhátíðarinnar samkvæmt vef
The Inauguration – Friday, 8 May 2015

11 am Speeches
A reading from the Qu’ran by an elected representative of the Muslim community

Speech by Mohamed Alman al Ahdab, President of the Muslim Community in Venice (Italian); Translation of speech (English)

Speech by Sverrir Ibrahim Agnarsson, President of the Muslim Association of Iceland (English)

Anachid music performed by members of the Muslim community

11.50 am Refreshments
Light refreshments provided in the Education Centre

12.20 pm Speech
Speech by Imam Mohamed (Italian); Translation of speech (English)

Anachid music performed by members of the Muslim community

1 pm Call to Prayer

2.15 pm Lunch
Lunch provided from women of the Moroccan Muslim community

3 pm Education centre opens

 

þriðjudagur, 12. maí 2015

Stór hópur Þorpsfífla

Það er margt athyglisvert í ræðu Jóns Daníelssonar í morgun á fundir SA um höftin. Samt er ég efins, of margir hafa orðið hag í óbreyttu ástandi þeir sem geta smeygt sér fram hjá kerfinu þeir sem eiga okkur þessa venjulegu Íslendinga, eiga falda peninga fyrir gjaldeyrisneyslu í útlöndumm, meðan við þurfum að fara með bænarsvip í Bankana..  Sumt er skrítið hjá Jóni,
við réðum ekki við okkar mál.  Af því að við hleyptum fjármálamönnum of langt, við heyrum á hvejum degi núna fréttir af réttarhöldum yfir þeim þar sem siðleysið blómstraði.  En spillingin er til staðar eins og Jón bendir réttilega á, það þarf ekki nema að horfa a vinnu ríkisstjórnar og  meirihluta Alþingismanna.  Þar er stór hópur Þorpsfífla. 


Hags­mun­ir af höft­um
Hann benti á ýms­an kostnað sem fylg­ir höft­un­um. Í fyrsta lagi ein­angra þau landið frá um­heim­in­um og búa til ákveðinn stöðug­leika og gera fyr­ir­tækj­um þannig kleift að þró­ast og dafna inn­an haft­anna. Þannig geti skap­ast mikl­ir hags­mun­ir fyr­ir því að viðhalda höft­un­um. Þá séu einnig aukn­ar lík­ur á spill­ingu, þó að ekki sé mikið rætt um það á Íslandi, ger­ist það í öðrum lönd­um að sögn Jóns. Þá verði efna­hags­sveifl­ur meiri og lang­tíma­hag­vöxt­ur minni.
„Við skul­um skoða hóp­inn sem við höf­um valið okk­ur að til­heyra,“ sagði hann og taldi m.a. upp Grikk­land, Kúbu og Norður-Kór­eu. Með því að vera með höft erum við að segja að við séum ekki al­vöru land sem ræður við sín mál. „Þú hef­ur valið að vera þorps­fíflið. Þetta er eins og verndaður vinnustaður,“ sagði hann.

 Ásgeir Jónsson ræddi um samhæfingarvanda okkar, með margt í gangi í einu, ég veit ekki hvort það útskýri allt, en Ásgeir er einn af þeim sem voru á kafi í Uppganginum á sínum tíma, margir af þeim vilja ekki skilja þá reiði og biturð sem spillingin olli.  Hún er enn til staðar og veldur vantrausti á peningamönnum þjóðarinnar.  Ef höftin hefðu ekki verið sett í gang, þá hefðum við verið krjúpandi frammi fyrir lánastofnunum erlendis, okkur tókst að forðast það.  Þeir sem ráða ríkjum í dag geta ekki sætt sig við sekt sína og eru lokaðir inni í heift til seinustu ríkisstjórnar. Þetta hefur meira að gera með sálfræði en fjármál. Fortíðin skiptir meira máli en það sem framundan er.

 Hann benti á að Íslend­ing­ar ættu m.a. við sam­hæf­ing­ar­vanda að glíma og væru sí­fellt með allt of mörg mark­mið í gangi á sama tíma. „Höft­in leyfðu okk­ur að setja inn­lend mark­mið í fyrsta sæti og gát­um aukið rík­is­út­gjöld,“ sagði hann og bætti við að þæg­ind­in byggi þó á fölsku ör­yggi. Það þyrfti sam­eig­in­legt átak til þess að fara úr höft­um. Þá sagði hann að ár­un­um eft­ir hrun hefði verið eytt í enda­laust karp um orðna hluti - umræðan um framtíðina væri ekki enn haf­in.

Við megum heldur ekki gleyma því sem Stefán Ólafsson fjallar um í dag í bloggi.  Við erum stórrík þjóð.  En eignaskiptingin ansi ójöfn.  Um það eru aðalátökin í dag á Íslandi. 

mánudagur, 11. maí 2015

Fyrirsagnir: Mogginn lýgur aldrei

Þetta er það sem við þurfum mest af öllu,  lækka skatt á hátekjufólkinu!!!!  Þetta liðkar svo sannarlega fyrir kjarasamningum!!!  Þegar allur heimurinn ræðir um jöfnun lífskjara þá er þetta þeirra útspil....

Tvö skattþrep í stað þriggja

Ég hélt að hún væri byrjuð aftur, þið vitið hver, ekki veitir af í Samfylkingunni!! Ætli Davíð hafi samið fyrirsögnina? 

Jó­hanna þræðir Aust­f­irðina

 Er það ekki stjórnavilji, að fá einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, svo þeir tekjulægstu fái sem versta þjónustu meðan peningaaðallinn fái allt hið besta .....

Ann­ars flokks lækn­is­fræði stunduð

Svona er Ísland í dag, Mogginn lýgur aldrei, allt fyrirsagnir í dag mbl.is . 

Svo er það vinur íhaldsins í heiminum, hann hittir naglann á höfuðið .....


 


 

 

 

laugardagur, 9. maí 2015

Hrunklassíker; teileinkað Tryggva Þór og KS

Nú ætlar Tryggvi Þór Herbertsson fram á fjármálasviðið á ný.  Eftir að hafa hörfað inn í Ríkisjötuna, þegar allt fór til andskotans, við munum Askar Capital, aðstoðarmann Geirs og svo framvegis.  Hann ætlar að hjálpa til að stofna nýtt öflugt Sparisjóðakerfi, hver er betur hæfur til þess? Töframaður Lækkunarinnar, alls staðar er hann kallaður til, vonandi á góðu tímakaupi. 
Tryggvi  ætlar að fá til þess sterka fjárfesta, auðvitað Kaupfélag Skagfirðinga, ætli einkahlutafélög Kaupfélagsstjórans fylgi með.  Þett fær mig til að minna ykkur á einn Hrunklassíker.  Það verður að lesa allt. Prýðilega gert hjá Sigurjóni M. Egilssyni, fjölmiðlamenn vinna stundum góða vinnu.  Verði ykkur að góðu. 

Fjárfestingarfélög kaupfélagsstjórans

Stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga hafa í mörg horn að líta. Þeir tengjast persónulega mörgum fjárfestingarfyrirtækjum sem aftur tengjast Kaupfélaginu. Flókið? Já. En skoðum nánar. Hinn landsfrægi Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri og aðstoðarkaupfélagsstjóri er Sigurjón Rúnar Rafnsson. Eitt af helstu fyrirtækjum Kaupfélagsins er Fisk Seafood þar sem Jón Eðvald Friðriksson er forstjóri. Forleikurinn er á enda.
Sagan byrjar í fyrirtæki sem heitir AB 48 ehf. Reyndar hefur verið skipt um nafn á félaginu, og það heitir nú; Fjárfestingafélagið Fell ehf. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri. Á árinu 2007 var bókfært verð félagsins var einn milljarður króna og eigið fé var tíu milljarðar. Helst eign AB 48 ehf. er AB 50 ehf.
AB 50 ehf. á í Straumi Burðarás. Eigið fé var tæpur milljarður. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri.
Næsta félag er AB 26 ehf. Aðaleign AB 26 ehf. er tæplega helmingshlutur í AB 48 ehf. Eigið fé var 5,4 milljarðar og bókfært verð einnig. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri.
Næst kemur að þjóðþekktu fyrirtæki, Hesteyri ehf. En það félag er hluti af S-hópnum, hópnum sem fékk Búnaðarbankann einsog frægt er. Meðal eigna Hesteyrar ehf. er AB 26 ehf. Bókfært verð er 5,4 milljarðar. Stjórnarmenn eru Jón Eðvald Friðriksson, forstjóri Fisk Seafood, Ólafur Kristinn Sigmarsson og Stefán Guðmundsson fyrrverandi alþingismaður.
Þá er komið að Fisk Seafood, þar sem Jón Eðvald er forstjóri. Fisk Seafood á Hesteyri. Og þá kemur að Þórólfi Gíslasyni og Kaupfélagi Skagfirðinga. En Kaupfélagið á Fisk Seafood, sem á Hesteyri, sem á helming í AB 26 ehf., sem á AB 48 ehf., sem á AB 50 ehf.

Hinn hlutinn /
Eigendur AB 48 ehf. sem var nefnt að ofan eru AB 26 ehf. og FS3 ehf. Hér kemur nýtt félag, FS3, og leggurinn tekur breytingum. Eigið fé eru 5,4 milljarðar og þrír sitja í stjórn. Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri, Helgi S. Guðmundsson, sem er einn helsti leikmaður S-hópsins, og Ólafur Friðriksson.
Fjárfestingarfélagið EST ehf. er eini eigandi FS3 ehf. Og eigandi Fjárfestingarfélagið EST ehf. er Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar.
Næst skulum við skoða fyrirtæki sem heitir Gilding. Tveir sitja í stjórn, kaupfélagsstjórinn Þórólfur og aðstoðarkaupfélagsstjórinn Sigurjón. Gilding á þriðjungshlut í Síðasta dropanum ehf. sem kemur við sögu síðar. Þá er komið að Fjárfestingafélaginu Sveinseyri ehf. Þar sitja í stjórn títtnefndur Sigurjón Rúnar aðstoðarkaupfélagsstjóri og Jón Eðvald Friðriksson forstjóri Fisk Seafood. Sveinseyri á hlut í AB 48 ehf. Síðasta dropinn á allt hlutafé Sveinseyrar ehf.
Enn er haldið áfram. Matróna ehf. er eitt félaganna. Eigendur þess eru félög sem ég skýri betur á eftir, en þau heita Háahlið 2 ehf. og Háahlíð 3 ehf. Þau félög, það er Háahlið 2 og Háahlið 3 eiga líka félagið Gullinló ehf. Í stjórn Gullinlóar sitja kaupfélagsstjórarnir báðir, Þórólfur og Sigurjón. Gullinló á síðan hlut í Mundaloga ehf. ásamt Matrónu ehf. Skýrist á eftir. Kaupfélagsstjórarnir sitja í stjórn Mundaloga.
Og næst er það Síðasti dropinn ehf. Þar skipa stjórn Sigurjón aðstoðarkaupfélagsstjóri og Jón Eðvald forstjóri. Eigendur Síðasta dropans eru Háahlíð 2 ehf. Háahlíð 3 ehf. Háahlið 7 ehf. og Gilding ehf. Síðasta dropinn á Sveinseyri sem áður var getið um.
Háahlíð 2 ehf. er einkafirna Þórólfs kaupfélagsstjóra og ber heiti heimilis hans. Félag Þórólfs á helmingshlut í Matrónu, helmingshlut í Gullinló og tæplega fjórðung í Síðasta dropanum auk hluta í öðrum félögum sem tengjast ekki þessum kapli.
Háahlið 3 ehf. er einkafirma Sigurjóns Rúnars Rafnssonar aðstoðarkaupfélagsstjóra. Félag Sigurjóns á helmingshlut í Matrónu, helmingshlut í Gullinló og tæplega fjórðung í Síðasta dropanum auk hluta í öðrum félögum sem tengjast ekki umfjölluninni.
Háahlið 7 ehf. er einkafirma Jóns Eðvalds Friðrikssonar forstjóra Fisk Seafood. Það félag á meðal annars tæplega fjórðungshlut í Síðasta dropanum.
Það sem vekur athygli er að þeir þremenningar tengjast í gegnum fjölda félaga og þegar kapallinn er rakinn endar hann í Kaupfélaginu þar sem þeir hefur verið treyst fyrir félagi í almanna eigu. Af lestri greinarinnar vakna meðal annars spurning um hvort rétt sé að helstu stjórnendur Kaupfélagsins séu um leið viðskiptafélagar þess. Hin mikla flækja, sem hér hefur verið gerð tilraun til að rekja, gerir öllum erfitt fyrir að rekja hver er hvers og hvur er hvurs.
Byggt á ársreikninum áranna 2006 og stundum 2007.