Nýjar fréttir af Forseta vorum. Samt eitthvað gamalt. Forsetinn tilkynnir með gleði og glaumi að Sádi Arabía styðji byggingu mosku í Reykjavík í marsmánuði síðastliðnum, nú er sú gleði farin :
Í mars var fréttin svona, 5. 3. 2015:
Í dag var fréttin svona, 17.11. 2015:
Þessi ákvörðun erlends ríkis að fara að skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi á sama hátt og það hefur gert vítt og breytt um veröldina, fjármagnað skóla þar sem öfgakennt islam er ræktað, og ungir karlmenn aldir upp í þeim viðhorfum, er það áminning til okkar Íslendinga að við verðum að hefja nýja umræðu. Um leið og við eigum ekki að fara fordæma flóttamenn og hlaupa frá samfélagi fjölmenningar og umburðalyndis eigum við ekki heldur að lifa í barnalegri einfeldni um það að með einhverjum aðgerðum á sviði umburðalyndis og félagslegum umbóta sé hægt að taka á þessum vanda.“
Þetta segir hann á Bylgjunni í dag, forsetinn er ekki daglegur gestur í útvarpi allra landsmanna, nei núna er það Í bítið. Orðalag hans er fjarri orða þingmanna og ráðherra. Hann er árrisull forseti vor. Ætli hann hafi fengið samþykki ríkisstjórnar fyrir þessum ummælum? Varla hann veit að hann getur gert það sem honum sýnist. Guðfaðir ríkisstjórnarinnar.
Það hentar honum vel að vita sem minnst af nýrri stjórnarskrá. Og forsætisráðherrann vísar í það í viðtali í gær, forsetinn er óánægður. Um leið geiflar Sigmundur Davíð sig og grettir. Nú líst Forseta vorum vel á nýtt bandalag Obamas Pútins og Hollandes. Þá er gott að gleyma vinum og samstarfsaðilum á Arabíuskaga. Við hin barnalegu eigum að stíga verlega til jarðar á jarðsprengjusvæðum heimsins.
„Þetta er gersamlega ný staða sem allir þurfa að ræða á rólegan og yfirvegaðan hátt og átta sig á því að þetta eru þáttaskil og við megum ekki fara að úthrópa hvert annað í þessari umræðu heldur sýna hvert öðru skilning og hlusta á þau sjónarmið sem hver og einn kann að hafa. Þó okkur finnist kannski sumt af því vera frekar öfgakennt.“
Forseti vor hefur fundið nýjan sannleika, ekki í fyrsta sinn. Þá yfirgefur maður gamlar og úreltar hugmyndir. Gamlir vinir gleymast fljótt. Friður er úrelt hugtak. Ætli það sé ekki frekar úrelt.
Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum.
Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Í mars var fréttin svona, 5. 3. 2015:
Sendiherra Sádi Arabíu
Forseti á fund með nýjum sendiherra Sádi Arabíu, Ibrahim S.I. Alibrahim, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum og flutti forseta sérstaka kveðju nýs konungs Sádi Arabíu, Salman bin Abdulaziz Al Saud. Rætt var um áhuga íslenskra aðila á að kanna jarðhita í Sádi Arabíu, einkum með tilliti til kælingar húsa. Fjallað var um þróun mála í Mið-Austurlöndum og vaxandi átök á svæðinu. Þá greindi sendiherrann frá því að Sádi Arabía styddi byggingu væntanlegrar mosku í Reykjavík, myndi leggja fram rúmlega eina milljón Bandaríkjadala til byggingar hennar og að hann hefði í gær skoðað lóðina þar sem moskan myndi rísa.
Í dag var fréttin svona, 17.11. 2015:
Þessi ákvörðun erlends ríkis að fara að skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi á sama hátt og það hefur gert vítt og breytt um veröldina, fjármagnað skóla þar sem öfgakennt islam er ræktað, og ungir karlmenn aldir upp í þeim viðhorfum, er það áminning til okkar Íslendinga að við verðum að hefja nýja umræðu. Um leið og við eigum ekki að fara fordæma flóttamenn og hlaupa frá samfélagi fjölmenningar og umburðalyndis eigum við ekki heldur að lifa í barnalegri einfeldni um það að með einhverjum aðgerðum á sviði umburðalyndis og félagslegum umbóta sé hægt að taka á þessum vanda.“
Þetta segir hann á Bylgjunni í dag, forsetinn er ekki daglegur gestur í útvarpi allra landsmanna, nei núna er það Í bítið. Orðalag hans er fjarri orða þingmanna og ráðherra. Hann er árrisull forseti vor. Ætli hann hafi fengið samþykki ríkisstjórnar fyrir þessum ummælum? Varla hann veit að hann getur gert það sem honum sýnist. Guðfaðir ríkisstjórnarinnar.
Það hentar honum vel að vita sem minnst af nýrri stjórnarskrá. Og forsætisráðherrann vísar í það í viðtali í gær, forsetinn er óánægður. Um leið geiflar Sigmundur Davíð sig og grettir. Nú líst Forseta vorum vel á nýtt bandalag Obamas Pútins og Hollandes. Þá er gott að gleyma vinum og samstarfsaðilum á Arabíuskaga. Við hin barnalegu eigum að stíga verlega til jarðar á jarðsprengjusvæðum heimsins.
„Þetta er gersamlega ný staða sem allir þurfa að ræða á rólegan og yfirvegaðan hátt og átta sig á því að þetta eru þáttaskil og við megum ekki fara að úthrópa hvert annað í þessari umræðu heldur sýna hvert öðru skilning og hlusta á þau sjónarmið sem hver og einn kann að hafa. Þó okkur finnist kannski sumt af því vera frekar öfgakennt.“
Forseti vor hefur fundið nýjan sannleika, ekki í fyrsta sinn. Þá yfirgefur maður gamlar og úreltar hugmyndir. Gamlir vinir gleymast fljótt. Friður er úrelt hugtak. Ætli það sé ekki frekar úrelt.
Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum.
Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.