sunnudagur, 29. nóvember 2015

Tvennir tónleikar, tveir klarinettuleikarar. Dásemd











Ég talaði um daginn hvað það væri margt sem boðið væri upp á í listum hjá okkur, hvort sem er í Reykjavík eða út um landsbyggðina. 

Í vikunni var okkur boðið upp á tvo öndvegistónleika.  Og á báðum tónleikunum voru tveir klarinettuleikarar sem létu hljóðfæri  sitt óma.  Það voru þau Einar Jóhannesson og Arngunnur Árnadóttir, þau eru meistarar bæði.

Á sunnudaginn var, hélt Kammermúsikklúbburin seinustu tónleika sína á árinu. Þar var boðið upp á góðan kokkteil, Beethoven, Brahms og óþekkta enska konu, óþekkta í mínum eyrum, Rebekka Clarke.

 Ásdís Valdimarsdóttir víóla, besti víóluleikari okkar, og Einar fluttu verk eftir hana sem hljómaði yndislega í mín eyru.  Þetta var 20. aldar kona sem var flottur spilari og samdi tónlist með sem er að koma nú fram í sviðsljósið á 21. öld, það var oft erfitt að vera kona í tónlistinni.

Svo fengum við að heyra einn af kvartettum Beethovens ópus 18 en hann samdi nokkra kvartetta í þessum ópus. Hann var flottur, svo kom rúsínan í pylsuendanum klarinettukvintett Brahms.  Þar fékk Einar Jóhannessson að sýna af hverju hann hefur verið konungur klarinettunnar á Íslandi í nokkra áratugi.  Og hinir spilararnir voru engir aukvisar.  Þetta var yndisleg tónlist.Svona tónar fá mig til að tárast. 

Seinna í vikunni var svo Sinfonían með tónleika undir stjórn hins unga Daníels Bjarnasonar sem er að verða afbragðs stjórnandi.  Þar voru spiluð tvö Debussy verk, fyrst Síðdegi skógarpúkans þar sem reynir aldeilis á klarinettu og nú er kominn nýr aðalleikari í sinfoníuna í stað Einars, Arngunnur og hún er mögnuð, spilaði Mozartkonsertinn fræga nýlega.  Tónleikarnir enduðu á La valze, verki Debussys, aldrei hefur það  hljómað flottar í mín eyru í túlkun hljómsveitarinnar og Daníels.  

Á milli fengum við að heyra Ligeti, Lontano eitt af hljómsveitarverkum hans, mér finnst alltaf merkilegt að hlusta á verk hans.  Kindentotenlieder Mahlers, eittt magnaðasta söngvaverki sögunnar og Ólafur Kjartan, sonur hans Didda fiðlu, hljómaði eins og sá sem valdið hefur.  Þótt hann ætti að vera með pest.  Svo var verk hljómsveitarstjórans, Collider í fyrsta sinn á Íslandi.  Hljómaði vel í fyrsta sinn.  

Svo lesendur góðir, tveir afbragðskonsertar á viku.  Er nokkuð hægt að ætlast til meira. Svo var það Sókrates í Borgarleikhúsinu í kvöld. Góð sýning trúða heimspeki og söngva.  Mæli með henni.

Í Íslandi er allt fullt af list og gleði.  Skálum fyrir því.  


Rebecca Clarke:   Prelude, allegro and pastorale f. víólu og klarínettu
Ludwig van Beethoven:   Strengjakvartett  í G-dúr op.18-2

Johannes Brahms:   Kvintett f. klarínettu og strengjakvartett í a-moll op.115
 Flytjendur:   Nicola Lolli, fiðla; Mark Reedman, fiðla; Ásdís Valdimarsdóttir, víóla;  Sigurgeir Agnarsson, selló; Einar Jóhannesson, klarínetta

  • Efnisskrá
    Claude Debussy
    Forleikur að Síðdegi skógarpúkans
    György Ligeti
    Lontano
    Daníel Bjarnason
    Collider
    Gustav Mahler
    Kindertotenlieder
    Claude Debussy
    La mer
  • Stjórnandi
    Daníel Bjarnason
  • Einsöngvari
    Ólafur Kjartan Sigurðarson



fimmtudagur, 26. nóvember 2015

Pútín Erdogan: Refir á ferð

Umræða þessa dagana er spurningin um tilgang Tyrkja að skjóta niður rússneska herþotu. Samkvæmt Guardian var þotan skotin niður eftir 17 sekúndur (10 viðvaranir á þeim tíma er merkilegt fyrirbæri!). 

Hægri menn á Íslandi vilja auðvitað bara kenna Rússum um þetta, frekja og yfirgangur þeirra í samskiptum seinustu árin sýna það.  Gott dæmi er Björn Bjarnason , það er bara Pútín sem hefur verið á ferð og nú er það Tyrkland sem sýnir honum í tvo heimana með stuðningi NATO. 

Málið er flóknara en þetta.  Erdogan og Pútín eru á margan hátt svipaðir leiðtogar. Svífast einskis til að koma sínum áætlunum fram.  Átökin í Sýrlandi hafa sýnt það, að berja á Kúrdum skiptir meira máli en ISIS.  Smygla vopnum um Sýrland, styðja öfgahreyfingar í Sýrlandi og leyniþjónusta þeirra er tækifærissinnuð fram í fingurgóma. Landvinningar í norður Sýrlandi er meira að segja í dæminu. Asia Times veltir fyrir sér hvort Erdogan hafi fengið samþykki Obamas í seinustu viku að grípa til þessarar aðgerðar sem er ansi bíræfin.  Og í andstöðu við fyrrir skoðanir NATO.

Ankara is often guilty of neglecting attacks on Isis and hitting the Kurds (who are in so many ways the most effective force against the jihadists) instead, smuggling weapons in the guise of humanitarian convoys (something we saw the Russians doing in Ukraine), and being willing to support groups which are often jihadist in their own terms. Turkish military intelligence organisation (MIT) is every bit as cynically opportunist as the Russian military spy agency (GRU), and Erdogan every bit as erratic, brutal and ambitious as Putin.

 

Svo Erdogan og Pútín eru báðir þrjótarnir í þessum átökum.  Þetta mál er ekki búið. 

miðvikudagur, 25. nóvember 2015

Tyrkland Rússland: að leika sér að eldi

Það eru margir valdamenn sem finnst gaman að leika með eld þessa dagana.
Nú eru það Tyrkir. Þeir hafa komist upp með ýmislegt í skjóli NATO aðildar og legu á heimskortinu.
Þeir og leiðtogi þeirra Erdogan virðast vera haldnir áhættufíkn af hæsta stigi.
Gott dæmi eru ofsóknir þeirra á hendur Kúrdum sem hafa staðið sig best í átökunum við hryllingssamtökin ÍSIS. Það skiptir Meira máli að þjarma að þeim en að brjóta á bak aftur gengi ÍSIS í nágrenni þeirra. Þá var  allt í lagi að fljúga yfir önnur lönd. Ekki er verra ef NATO borgar. Svo hittir skrattinn ömmu sína þegar hann hittir fyrir   vin okkar Pútín sem hefur fengið að komast upp með of margt upp á síðkastið.

Ansi er maður hræddur um líf og limi fólks víða um heim þegar þeir sem stjórna gera sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og mætti. Líf okkar allra gæti verið undir.

þriðjudagur, 24. nóvember 2015

Ólafur Ragnar: Konungur Norðurheimskautsins

Þessi frétt fær dreifingu um allan heim.  Fyrrum utanríkisráðherra Noregs kvartar yfir dugleysi norsku ríkisstjórnarinnar í Norðurheimskautsmálum.  Ólafur Ragnar hefur tekið forystu í umræðunni allir sem máli skipta mæta á Arctic Circle Ráðstefnuna.  Reykjavík er orðin höfuðborg Norðurheimskautsins segir Støre. Jafnvel Hollande mætir í Reykjavík! Þar er innsiglað bandalag Ólafs Ragnars og Hollande.  Sem blómstrar í hryðjuverkaógninni.  Honum er margt til lista lagt. Eða hvað?


Jonas Gahr Støre, leader of the Norwegian Labor Party and former foreign minister, complains President Ólafur Ragnar Grímsson is stealing the scene, RÚV reports. He claims Norwegians are losing the initiative in the discussion of the Arctic.
The party leader has recently complained that those most interested in the Arctic have attended the Arctic Circle Conference in Reykjavík, while the Norwegian government did nothing to keep the
initiative.
Last night, in Tromsø, Norway, Støre spoke of this problem, but yesterday marked the tenth anniversary of his introduction of the Arctic policy as the core of Norway’s foreign policy.
Now, he said, the Icelandic president had taken leadership in the discussion by inviting all the major heavy-weights on the subject to a conference in Reykjavík, three years in a row. Even François Hollande attended. Simultaneously, he continued, nothing occurs in Norway and the Barents Euro Arctic Council, which was intended as a platform for discussion, courtesy of Norway, is partly paralyzed and contemned. The world has begun to see Reykjavík as the capital of the Arctic, despite resolutions declaring Tromsø as such. No one comes to Tromsø.

sunnudagur, 22. nóvember 2015

Ólafur Ragnar sér að sér

Gamall samherji minn í pólitík hefur séð að sér. Það er kominn tími til. 
Ólafur Ragnar Grímsson hefur í tvígang í vikunni rætt um ógnina af afskiptum Saudiaraba af trúmálum Islamtrúarmanna á Vesturlöndum og víða um heim. Seinast á Rás 2 í morgun.

Hann bendir á að Sádi-Arabía hafi meðal annars fjármagnað innrætingu öfgafullra íslamista. „Sádi-Arabía hefur styrkt moskur, skóla, þar sem ræktað hefur verið og kennd og ungir karlmenn aldir upp í hinni öfgafullu útgáfu af íslam.“ Ennfremur segir Ólafur Ragnar að skjöl sendiráðs Sádi-Arabíu, sem birt voru á vefsíðu Wikileaks, gefi ekki rétta mynd af fundi hans með sendiherranum. „Svo birti
 sendiráðið einhverja furðufrásögn, sem kom svo á Wikileaks, um þessar samræður mínar, sem eru meira og minna uppspuni og ýkjur,“ segir Ólafur. Hann hafi sjálfur vakið athygli á boði sendiherrans um fjárhagslegan stuðning við trúfélög á Íslandi, og segir mikilvægt að velta fyrir sér hver tilgangur Sádi-Arabíu sé með því að skipta sér af trúmálum hérlendis.

 Það er skrítið að hann skuli ekki nefna aðra valdhafa á Arabíuskaga sem hann hefur sjálfur haft náin samskipti við. Allt að því flaðrað upp um.  Þrátt fyrir það að margir hafi varað við þeim samskiptum.  Þetta eru harðstjórar, einræðisherrar og glæpamenn í okkar skilningi þar við völd.  Auðvitað þurfum við að hafa opinber samskipti við þessar þjóðir eins og margar aðrar einræðisþjóðir eins og hefðbundin utanríkissamskipti bjóða upp á. 

En þetta eru þjóðir sem við eigum ekki að binda trúss við.  Sama á við um stjórþjóðirnar í austri Rússland og Kína.  En hvað um Bandaríkin, Bretland og Frakkland segja sumir eru þetta ekki líka þjóðir sem maður verður að vara sig á?  Á vissan hátt.  Það voru þessar þjóðir sem fóru alranga leið eftir 11. september forðum.  Við létum meira að segja draga okkur inn í þessi stríð illu heilli.  En við getum samt ekki borið saman stjórnskipan þessara landa við fyrrgreind ríki.  

Ýmsir hafa látið ýmislegt hafa eftir sér um aukinn vopnabúnað lögreglu.  Ég er friðarsinni svo ég get tekið undir margt sem þar er sagt. En ......... hvert ríki verður að sjá um sitt innra og ytra eftirlit, þar hugsa ég að við Ólafur Ragnar séum sammála.  Hvað valkosti eru þar í boði?  Við erum í NATO, við getum beðið um varnarlið eða sveit hérlendis.  Annað er að hafa aukinn vopnabúnað tiltækan ef við fengjum árás ISIS hér á landi, þó án þess að sjá vopnaða lögreglu daglega.   Getum við útilokað það með öllu. Þegar við höfum upplifað það seinustu árin að það er komin hreyfing í heiminum þar sem meðlimir hennar eru tilbúnir að fórna lífi sínu til að drepa saklaust fólk sem hefur ekki sömu viðhorf og þau í trúmálum.  Það þriðja er að gera ekki neitt, láta eins og ekkert hafi gerst. 

„Eðli þeirra og umfang að aðferðirnar voru þannig að nú áttuðu menn sig á því að nú var þetta, kannski ekki nýr tími, en það dugðu ekki lengur þær aðferðir og þær umræðuáherslur sem áður höfðu verið ríkjandi,“ segir Ólafur Ragnar. „Og hvort sem að frjálslyndum öflum svokölluðum líkar það betur eða verr, þá er það núna orðið viðfangsefni kjörinna fulltrúa víða í Evrópu, að koma í veg fyrir að venjulegt fólk sé drepið,“ segir hann.

Ekki sé ég ástæðu til að blanda því saman við móttöku flóttafólks, sá hópur sem við tökum á móti verður aldrei það stór að við getum ekki haft eftirlit í okkar litla samfélagi.  Fólk sem er á móti öllu sem útlenskt er er í mínum augum oftast með kynþáttafordóma.  Það er mál allt annars eðlis en hryðuverkastarfsemi. 

Ég vona að umskipti Forsetans hafi ekkert að gera með það að hann ætli aftur í framboð. Því mér finnst nóg komið.  Ólafur er að vísu hamhleypa til verka eins og heimasíða forsetaembættisins sýnir: forseti.is.  Ég held að það sé kominn tími að við fáum sjálfsævisöguna  sem fær marga til að snúa sér við bæði í rúmum og gröfum.  Það er margt til í lífinu utan valdastóla. Margir aðrir góðir stólar. 
 

föstudagur, 20. nóvember 2015

Meistarar: Dagur Kári og Nína Tryggvadóttir

Við sem stundum bloggskrif erum of oft á neikvæða gírnum.  Því miður eru tilefni til þess mörg.
En við megum ekki gleyma því góða, fagra og snilldarlega sem gert er umhverfis okkur.

Ég hafði vanrækt að koma mér á Fúsa, hina undursamlegu mynd Dags Kára,þegar hún var í bíó, en leigði hana svo í gærkvöldi á Símanum.  Ég bjóst við að þetta væri góð mynd, en guð minn góður þvílík snilld. Saga þessa fólks, Fúsa, vinkonu hans, móður, vinnufélaga og kunningja, greip mann heljartökur. Þessi ljóðræni stíll.  Andlit og skrokkur Fúsa, þessarar góðu sálar sem þarf að upplifa og þjást mikið til að rísa upp, hefur tekið sér bólfestu í huga
mínum, það er ótrúlegt hvernig Guðjón Jónsson og Dagur Kári hafa mótað þessa persónu.  Sama má segja um veikluðu vinkonuna í túlkun Ilmar Kristjánsdóttur. Umhverfið, Reykjavík þar sem bíll Fúsa líður um, uppáhaldsstaðurinn, samskiptin við útvarpsmanninn, fullorðnir menn sem eru börn.  Það er engin furða að þessi mynd fékk Norðurlandaverðlaunin og sópar að sér verðlaunum víða um heim.  Mannlegi þátturinn grípur alla. Einu orði Meistaraverk.

Á sunnudaginn var fór ég í Listasafn Íslands.  Seinast þegar ég skrapp þangað í vetur sem leið var fátt um manninn enda einhver Norræn sýning með eftirprentunum. En nú var fullt hús af fólki.  Tvær stórsýningar í gangi. Nínu Tryggvadóttir Ljóðvarp og Nína Sæmundsson Listin á
hvörfum. Sýning Nínu Tryggvadóttur lagði mig kylliflatan.  Ég hafði ekki séð svona mikið af myndum hennar áður.  Þróun hennar yfir í Abstraktið. Að standa í stóra salnum á fyrstu hæð á miðju gólfinu og horfa á þessa lita og formdýrð. Svona gera ekki nema snillingar.  Ég lyftist upp. Þetta var sama tilfinningin sem ég fékk í Berlín fyrir hálfum mánuði, þar var sýning

Von Hockney bis Holbein Die Sammlung Würth in Berlin

400 myndir úr eigu þýsks auðmanns og listaverkasafnara í Martin Gropius Bau safninu.  Þar var heilt herbergi með árstíðamyndum Hockneys úr enskri náttúru.  Tilfinning mín hjá Nínu var ekki síðri.  Upphafning sem bara list getur veitt manni.  Hallelúja!

 Já góðir lesendur það er svo margt gott umhverfis okkur.  Gleymum stjórnmálum og hrepparíg um stund. Njótum listar. Gleðjumst. 

fimmtudagur, 19. nóvember 2015

79 % tilfella: Guðlaugur Þór er sár.

Guðlaugur Þór verður fyrir vonbrigðum.  En enn einu sinni sannast það að vinnavæðing ræður nær alls staðar í ríkisbákninu.  Ráðherra og embættismenn vilja hafa puttana þar sem þeim sýnist. Gaman væri að sjá einstakt ráðuneyti og stofnanir.  Það þarf ekki að ræða þetta nánar, tölurnar tala sínu máli. Sparnaður skipir ekki máli.  Eflaust heyrum við afsakanir, þeir sem viðkomandi treysta og hafa unnið með.  Útboð taka svo mikinn tíma.  Vinna þarf hratt og tíminn kostar fjármundi.  Svo Guðlaugur Þór er sár.  Þetta segir Mogginn, sjaldan lýgur hann.

Ekki boðið út í 79% til­fella

 Hlut­fall stofn­ana sem bjóða út í hverj­um flokki er: Tölvu- og fjar­skipta­búnaður 42,5%, fjar­skiptaþjón­usta og hýs­ing 45,6%, hug­búnaðargerð vegna heimasíðu eða gagn­virks kerf­is 14,4%, raf­orka 7,5%, iðnaðar­menn 18,8%, hug­búnaðarleyfi 18,8% og al­menn rekstr­ar­ráðgjöf 1,3%.