Það þykja nú tíðindi þegar sendiherra Bandaríkjanna vill koma athugsemd að vegna skrifa í Morgunblaðinu þar sem rætt er um viðskiptabann Vesturvelda við Rússland. En sjá það dregst að greinin birtist. Töluverð skrif verða um það að sendiherrann birti greinina á Facebook síðu sinni. Eyjan, Hringbraut og ýmsir skríbentar á neti. Herðubreið notar tækifærið að hella sér yfir einn keppinaut sinn Hringbraut. En .......... ekki virðist Karli Th. frekar en Hringbraut eða Eyjunni
detta það í hug að tala við ritstjórn Morgunblaðsins. Nú veit ég ekki hvort MBL. hafi þótt ástæða að svar fyrir þessi skrif ekki finnst slík grein á netsíðu Morgunblaðsins en ég les prentaða blaðið sjaldan. En á bloggsíðu sem rekin ef af mbl.is þar fjallar Björn Bjarnason fyrrum ritstjóri blaðsins, fyrrum ráðherra um þetta og virðist ekki vera sammála málflutningi blaðsins:
Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, birti grein á
Facebook-síðu
sendiráðsins og leiðrétti rangfærslur vegna skrifa hér á landi um
framkvæmd á viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi eftir yfirgang Rússa
og ólögmæta innlimun á Krímskaga í Rússland. Þetta var tímabær áminning
um nauðsyn þess að farið skuli með rétt mál í umræðum um utanríkis- og
öryggismál.
Rússar hafa komið á fót sérstakri
rangfærsludeild til að blekkja Vesturlandabúa og stofna til illinda
innan einstakra ríkja. Stundum dettur manni helst í hug að deildin
standi að baki ýmsu sem hér er sagt um ástandið í Úkraínu og hlut Rússa.
Má þar nefna aðsendar greinar sem birst hafa í
Morgunblaðinu til stuðnings málstað Rússa.
Íslensk
stjórnvöld hafa réttilega tekið afstöðu með bandamönnum sínum innan
NATO gegn yfirgangi Rússa. Fyrirlitning á alþjóðalögum er hættuleg ögrun
ekki síst fyrir smáríki. Varðstaða um virðinguna fyrir þeim er
grunnþáttur í utanríkisstefnu Íslands.
RUV fjallaði um þetta í gær og birti það grein sendiherrans í heild þar sem segir m.a.:
Bandaríkin, líkt og aðrar þjóðir, hafi fundið fyrir afleiðingum refsiaðgerðanna og gagnaðgerða Rússa.
Þá
segir sendiherrann að Bandaríkjamenn sýni því skilning að aðgerðirnar
hafi áhrif á sjávarútveg Íslands og leggist þungt á sum byggðarlög á
landsbyggðinni. Engu að síður sé mikilvægt að „standa vörð um
nauðsynlegar grundvallarreglur sem eru í húfi ef við ætlum að draga úr
árásargirni og viðleitni til að breyta landamærum með vopnavaldi.“ Segir
í greininni.
Grein sendiherrans var birt á Facebook-síðu
bandaríska sendiráðsins í dag. Þar kemur fram að greinin hafi verið send
Morgunblaðinu til birtingar. Sendiráðið hafi vonast til að greinin
birtist í blaði dagsins í dag. Það hafi ekki gerst og því sé greinin
birt á Facebook-síðu sendiráðsins.
Ég veit ekki hvort þessi skrif hér lýsi blaðamennsku eða fjölmiðlamennsku á Íslandi. Eftir því sem ég sé hefur enginn hringt í ritstjórn Morgunblaðsins, kannski eru allir hræddir að Davíð svari í símann. Svo það er enginn sem ríður feitum hesti í þessari fréttahríð. Alls staðar vantar eitt símtal. Það er gaman að notta samsærishugmyndir í þessu sambandi Davíð versus USA (Golíat). En mér til furðu er ég sammála Birni Bjarnasyni í þetta sinn. Þar sem hann segir:
Fyrirlitning á alþjóðalögum er hættuleg ögrun
ekki síst fyrir smáríki. Varðstaða um virðinguna fyrir þeim er
grunnþáttur í utanríkisstefnu Íslands.
Það tek ég heils hugar undir.
Hér er grein Herðubreiðar:
Ein af fréttum föstudagsins var áreiðanlega grein bandaríska
sendiherrans á Íslandi, sem hann hafði sent Morgunblaðinu til birtingar
en þótti birtingin ganga seint og ákvað því að nota facebook til að koma
skoðun sinni á framfæri.
Hér verður ekki tekin afstaða til efnis málsins, aðeins vinnubragða og umfjöllunar fjölmiðla.
Eyjan
greindi fyrst frá málinu og þar kemur skýrt fram að sendiherrann vildi
bregðast við frétt sem birtist í Morgunblaðinu 4. janúar. Ekki er ljóst
hvenær sendiráðið kom viðbrögðum sínum á framfæri við Morgunblaðið, en
fram kemur að það vonaðist til þess að greinin birtist í
föstudagsblaðinu 8. janúar.
Þegar það gerðist ekki vildi sendiráðið ekki bíða lengur og ákvað að nota facebook.
Þetta eru einu staðreyndirnar sem liggja fyrir þegar þetta er skrifað
seint á föstudagskvöldi. Allt að einu kaus Eyjan að fullyrða:
„[Greinin] fékkst ekki birt þar.“ Í Morgunblaðinu semsagt. Fyrir þessu
liggja engar upplýsingar. Svo getur farið að grein sendiherrans birtist í
fyrramálið (laugardag) eða jafnvel á mánudag.
Enginn annar fjölmiðill gekk svo langt að fullyrða að Morgunblaðið
hefði neitað að birta grein sendiherrans. Þeir greindu skilmerkilega frá
óskum og vonum sendiráðsins um tiltekna dagsetningu, og meðfylgjandi
vonbrigðum.
Nema einn. Einn fjölmiðill gekk miklu lengra. Sjónvarpsstöðin/vefmiðillinn Hringbraut
fullyrti í fyrirsögn: „MOGGINN: ÞAGGAR NIÐUR Í SENDIHERRA“.
Látum nú vera hvernig Morgunblaðið getur þaggað niður í sendiherra,
en hitt er verra að fyrirsögnin stenst enga skoðun, ekki efnislega, hvað
þá faglega. Þegar blaðamaður/vefritstjóri Hringbrautar kynnti
„fréttina“ á facebook bætti hann um betur og sagði að Morgunblaðið
„neitaði“ að birta grein sendiherrans.
Engin þessara fullyrðinga á sér stoð í staðreyndum. Jafnvel þótt þær séu settar fram í hástöfum.
Það er verulega vond blaðamennska.
Mynd: Vetrarmynd úr Breiðdalnum tekin af höfundi.