Einu sinni var flokkur, flokkurinn var svo óheppinn að hann varð stór. Fólkið í landinu vildi endilega kjósa hann. Fyrst fékk flokkurinn þrjá þingmenn. Eftir stuttan tíma vildi einn þingmaðurinn ekki lengur vera þingmaður, svo hann fór heim að hugsa. Og ný þingkona kom í staðinn. Síðan nálguðust kosningar. Skoðanakannanir sýndu svona hitt og þetta. En ..... flokkurinn var enn sá stærsti í landinu. Var nokkuð annað hægt en að horfa til bjartari tíma?
En svo nálguðust kosningarnar, og nálguðust. Þá kom nú babb í bátinn, flokkurinn hafði full fáa meðlimi, og fyrsta prófkjörið vakti athygli. Nýr þekktur maður kom til sögunnar sem vildi inn á þing. En ...... meðlimir flokksins vildu frekar hafa þá sem höfðu verið lengi í flokknum, það skipti ekki máli þótt þessi maður væri þekktur út á við, þaulreyndur fjölmiðlamaður. Svo hann var ekki kosinn og fór í fússi. Framámenn í höfuðborginn höfðu ýmsar skoðanir á þessu, hver var glæpurinn:Í Norðurlandskjördæmi eystra höfðu 136 félagsbundnir Píratar rétt til að velja frambjóðendur á lista flokksins. 78 ákváðu að nýta sér þann rétt. Niðurstaða er fengin. Farið var nákvæmlega eftir settum reglum og lögum flokksins.
Hvert er hið meinta "hneyksli" ? Þá opnuðust ýmsar gáttir, í ljós kom að í efstu sætin röðuðust 7 karlar og 1 kona ( og konan hrósaði sér af því að vera ekki femínisti!! ). Líklega var þetta ekki hneyksli í augum flokksmanna. Og þó umræður á síðum þeirra sýndu annað. En þeir kusu samt að hafa þennan lista á þennan hátt. Þeir líta á kynjajafnrétti sem eitthvað sem þurfi ekki að taka mikið tillit til. Konum er bara nær að vilja ekki að vera með (áratugagömul klisja).
Varla var þessi umræða þögnuð þegar vinsælasti þingmaður landsins vildi ekki lengur vera þingmaður. Þótti ýmsum það slæmt sem höfðu ætlað að kjósa flokkinn.
Og daginn eftir kom í ljós að forstýra flokksins hafði ekki hugsað sér að verða ráðherra. Jafnvel þótt flokkurinn ynni stór sigur, hún vildi vera Forseti Alþingis! Forseti Alþingis, það er flott, Forseti......
Svona standa málin í dag. Flokkurinn bíður eftir frambjóðendum sem verða auðvitað að falla að kröfum flokksins, hafa starfað þar, svo aðrir þekki þá. Hvernig ætlar valdakerfi flokksins að fá stóran hóp af fólki sem vill taka þátt í þessu starfi sem oft er vanþakklátt? Hvaða konur vilja vera þarna? Er forystan ekki af yfirlýsingaglöð?
En við að skoða gögn flokksins og velta fyrir mér kemur ýmislegt mér á óvart. Ég hélt að miklu meira af ungu fólki yrði þarna. Efstir á listanum eru engin unglömb. Sem virðast ekki hafa verið hrifnir af störfum fjölmiðlamannsins sem þeir kusu ekki í fremstu röð. Flokkurinn staðfestir framboðið með töluverðum mun. En ansi fá. Það verður spennandi að sjá hvað kjósendur segja.
En svo nálguðust kosningarnar, og nálguðust. Þá kom nú babb í bátinn, flokkurinn hafði full fáa meðlimi, og fyrsta prófkjörið vakti athygli. Nýr þekktur maður kom til sögunnar sem vildi inn á þing. En ...... meðlimir flokksins vildu frekar hafa þá sem höfðu verið lengi í flokknum, það skipti ekki máli þótt þessi maður væri þekktur út á við, þaulreyndur fjölmiðlamaður. Svo hann var ekki kosinn og fór í fússi. Framámenn í höfuðborginn höfðu ýmsar skoðanir á þessu, hver var glæpurinn:Í Norðurlandskjördæmi eystra höfðu 136 félagsbundnir Píratar rétt til að velja frambjóðendur á lista flokksins. 78 ákváðu að nýta sér þann rétt. Niðurstaða er fengin. Farið var nákvæmlega eftir settum reglum og lögum flokksins.
Hvert er hið meinta "hneyksli" ? Þá opnuðust ýmsar gáttir, í ljós kom að í efstu sætin röðuðust 7 karlar og 1 kona ( og konan hrósaði sér af því að vera ekki femínisti!! ). Líklega var þetta ekki hneyksli í augum flokksmanna. Og þó umræður á síðum þeirra sýndu annað. En þeir kusu samt að hafa þennan lista á þennan hátt. Þeir líta á kynjajafnrétti sem eitthvað sem þurfi ekki að taka mikið tillit til. Konum er bara nær að vilja ekki að vera með (áratugagömul klisja).
Varla var þessi umræða þögnuð þegar vinsælasti þingmaður landsins vildi ekki lengur vera þingmaður. Þótti ýmsum það slæmt sem höfðu ætlað að kjósa flokkinn.
Og daginn eftir kom í ljós að forstýra flokksins hafði ekki hugsað sér að verða ráðherra. Jafnvel þótt flokkurinn ynni stór sigur, hún vildi vera Forseti Alþingis! Forseti Alþingis, það er flott, Forseti......
Svona standa málin í dag. Flokkurinn bíður eftir frambjóðendum sem verða auðvitað að falla að kröfum flokksins, hafa starfað þar, svo aðrir þekki þá. Hvernig ætlar valdakerfi flokksins að fá stóran hóp af fólki sem vill taka þátt í þessu starfi sem oft er vanþakklátt? Hvaða konur vilja vera þarna? Er forystan ekki af yfirlýsingaglöð?
En við að skoða gögn flokksins og velta fyrir mér kemur ýmislegt mér á óvart. Ég hélt að miklu meira af ungu fólki yrði þarna. Efstir á listanum eru engin unglömb. Sem virðast ekki hafa verið hrifnir af störfum fjölmiðlamannsins sem þeir kusu ekki í fremstu röð. Flokkurinn staðfestir framboðið með töluverðum mun. En ansi fá. Það verður spennandi að sjá hvað kjósendur segja.