miðvikudagur, 20. júlí 2016

Einræðisherrann samstarfsmaður okkar

Það fór sem marga varði að Erdogan var vel búinn að taka öll völd.  Örvænting hefur hlaupið í andstæðnga hans þegar fréttist hvað var að fara að gerast.  Svo þeir brugðust við en of seint og of skipulagslaust. Því fór sem fór. Það var Erdogan sem átti fyrsta leikinn, leikflétturnar voru hans.

... PM Erdogan Compares Israeli Politician Ayelet Shaked to Adolf Hitlergegnir lykilhlutverki í baráttunni við ISIS voru handteknir, og bandaríksir embættismenn og herforingjar eru í umræðum við menn Erdogans um áframhald samvinnunnar.  NATO hefur áður gleypt svona eiturbita, einræðisríkin Portúgal og Grikkland voru vel séð þar svo líklega verður það ekki vandamál. Og eftir helgina eru allir listar tilbúnir, allt reiðubúið, í eitt skipti fyrir öll skal sýnt hver hefur völdin og ætlar að hafa þau, Erdogan er ríkið, og hann skirrist ekki við að líkja sér við Hitler! Þetta er bandamaður okkar í NATO , sem hefur viljað komast í Evrópusambandið.  Um leið er hann að margra mati ómissandi vegna legu landsins.  Æðstu yfirmenn herflugvallarins sem
Hér sjáið þið að neðan myndrænan lista hreinsananna í Dagens Nyheter.  Nær 60.000 manns.  

En það er ekki búið, nú er búið að kalla menntamenn og námsmenn erlendis heim.  Þeir geta hafa óhreinkast af erlendum hugsunum og áhrifum.  Hvenær sáum við svona aðgerðir, jú í Egyptalandi er ástandið líka svona en það hefur ekki farið hátt í fréttaflutningi á Vesturlöndum, enda náið samband Bandaríkjamanna og egypska hersins og herforingja.   

Foto: Jonas Backlund (Di)

þriðjudagur, 19. júlí 2016

Pólitík: Heimur trúðanna

Við lifum í heimi trúðanna. Þeir koma í röðum inn á þjóðarsviðin. Og lýðurinn fagnar. Varla er Brexit sirkusinn á enda með Boris Johnson í fararbroddi, Erdogan búinn að gefa okkur langt nef, þegar stærsta
fjölleikahúsið er opnað. Og fáráðurinn Donald stígur inn á sviðið. Þegar hver brekkan á fætur annarri klifrar upp á bakið á þeirri fyrri og skríður fram úr í ruglinu

The vast majority of Americans don’t feel safe,” claimed former New York mayor Rudy Giuliani, who said there had been five major Islamist terrorist attacks on the US and its allies in the past seven months.
“You know who you are. And we’re coming to get you,” he warned terrorists, drawing the biggest cheers of the night. “If they have committed themselves to war against us then we must commit us to unconditional victory against them.”
Donald “nae pals” Trump pays actors to attend his party. | News ...The world outside our border is a scary place,” added former Navy seal Marcus Luttrell in an emotional address. “America is the light,” he added. (guardian)

We’re in grave danger

The lineup of speakers presented a United States in danger, threatened from abroad and from within, a once-proud nation on the very brink of chaos and dystopia. Six of the speakers were military veterans, including Marcus Luttrell, the celebrated former Navy SEAL, who bluntly warned that “the enemy is here.” A half-dozen more were relatives of Americans murdered by foreign terrorists or illegal immigrants — threats to the nation’s safety and cohesion that often mingle in the Trump worldview. Another was the former New York Mayor Rudolph W. Giuliani, who likened the country to a circa-1980s New York in need of a strong hand. “There is no next election,” Mr. Giuliani warned. “This is it!” (New York Times)
... claiming the adoration of Latinos as the Trump sham builds momentumHeimurinn fyrir utan er hættulegur staður.  Ameríka er ljósið.  Við höfum svo sem heyrt þetta í gegnum árin hér uppi á skerinu. Ljósið í vestrinu á að lýsa okkur. Spurningin er hvert?
Já, lesendur góðir, þetta er nú ekki alveg nýtt, þótt orðalepparnir verði æ stórbrotnari og heimskan æ meir áberandi. Busharnir og Blairarnir með góðri hjálp ofsatrúarklerka hleyptu þessu af stað, sem hefur með tímanum gert pólitíska heiminn  að heimkynnum Spillingargossa og Furðuhæna þar sem Sigmundar,Vigdísar, Arnþrúðar og Jónar ná eyrum fólks sem hræðist breytingar og nýja gerð þjóðflutninga og heldur að lausnin sé að loka sig inn í búri og fleygja lyklinum út fyrir. 


Atómvopna afli fyrst
allir sem að friði stefna. 
Undarlegt það er með Krist
 að aldrei skyldi hann þetta nefna. 
                        (GB) 


mánudagur, 18. júlí 2016

Hryðjuverk: Hvernig erum við reiðubúin

Nú er tími að hugleiða hvernig við erum í stakk búin að bregðast við ef hryðjuverk yrði framið hér á landi.  Of oft er það í opinberri umræðu að það sé eitthvað sem geti ekki gerst.  Svo einfalt er málið ekki, svo einfaldur er heimurinn ekki.  Við erum ekki ein í heiminum, Palli var ekki
einu sinni einn.  Við getum ekki hindrað samskipti við aðra heimshluta og viljum það ekki, í öllum einstaklingum getur búið dýpi þar sem ýmislegt getur falist.  Hvort sem það eru innfæddir Íslendingar eða Nýbúar.  

Í dag er grein í Dagens Nyheter þar sem spurt er hvernig Svíþjóð sé undirbúið. Þar er rætt um hvernig þeir hafa misst sérfræðinga og hjúkrunarfólk úr landi.  Allt kerfið byggist upp á hámarksnýtingu sjúkrarúma og skurðstofa, eins og hjá okkur.  Hvað gerist ef fjöldi fólks þarf að fá flókna meðferð um leið? 

Við eigum eitt sterkt tromp upp í erminni það er okkar góða kerfi gegn jarðskálftum og eldgosum sem stjórnað er af Almannavarna og öryggismálaráði og er byggt upp með fjölda sjálfboðaliða og hjálparsamtökum með Rauða Krossinn og Björgunarsveitirnar fremstar í flokki.   Þar er vant fólk og kraftmikið, en það fólk er ekki læknar og hjúkrunarfólk með sérþjálfun á ákveðnum sviðum.  Við höfum lögreglu sem á að vinna starf sitt þegar ógnvænlegir atburðir gerast. Við höfum ekki og viljum ekki hafa her. 

Svo lesendur góðir, þetta eru mál sem þarf að ræða af  alvöru og hófstillingu.  Ekki með tryllingi sem ónefndir fjölmiðlar stunda án visku og manngæsku.   

laugardagur, 16. júlí 2016

Stóratburðir: Tyrkland og Nice í beinni

Stóratburðir dynja yfir okkur í beinni, flutningabíll tætir í sundur fólk, fólk á götunni ræðir við hermenn sem hefur verið skipað að taka yfir ákveðna staði og hús.  Þeir voru tímar sem við sáum örlagaatburði í fréttamyndum  í kvikmyndahúsum á undan bíómyndunum, eða þegar Íslendingar lásu um heimsatburðina í Skírni rúmu ári eftir að þeir höfðu gerst. 

Þótt við sjáum þetta um leið og það gerist, þá er það ekki öruggt að það sem við sjáum og er haft fyrir okkur sé hinn sögulegi Sannleikur með stórum staf. Og þó fjölmiðlaflóran hefur breytt ansi miklu.  Snjallflóran er alls staðar.  Það var skrítið að sjá  reiðan almenning stöðva skriðdreka og ræða við hermenn sem skutu upp í loftið.  Þótt almenningur gæti átt vona á dauða sínum og tala drepinna á eftir að vaxa. Þarna voru herflugvélar skriðdrekar þyrlur. Bylting er ekki leikur.  Dani sem býr í miðborg Istanbul lýsti sinni upplifun hann slapp þó lifandi.  Tyrkneskur almenningur er illur út í herinn hann hefur ekki þá stöðu sem hann hafði áður. 

Svo er spurningin hvort að Erdogan sé að nota tækifærið að losa sig við þá sem hafa hindrað hann í einræðistilburðum sínum . Og sá sem yfirvöld telja standa á bak við kúppið er gamall vinur Erdogans sem fékk nóg af spillingunni í kringum Erdogan.  Svo það er leitt ef þetta verður til þess að styrkja einræðið í Tyrklandi. Evrópuþjóðir hafa látið Erdogan komast allt of langt í svo mörgu. Fær hann enn sterkari stöðu eða sér hann að sér þegar það er almenningr sem hefur ef til vill bjargað honum? 

Við eigum oftar að hugsa um það hvað við lifum í góðu umhverfi á Íslandi.  Og hafa það í huga hvert við erum að fara í fríum og ferðalögum.




Erdogan fyrer flere end 2700 dommere efter kupforsøg
Tyrkiske myndigheder har fjernet 2745 dommere fra deres hverv efter kupforsøget mod præsident Erdogan.





Mynd: Dr.dk

miðvikudagur, 6. júlí 2016

Glæpasögur: Lilja Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson

Sumarið er oft tími bókalesturs í sól og sumaryl  eins og veðrið hefur verið herlendis núna , aðallega glæpasagna sem sumir kalla léttari bókmenntir þótt um það megi deila. Bækur Lilju Sigurðardóttur höfðu einhvern veginn farið fram hjá mér. En ein kom inn á heimilið svo voru þær allar þrjár hér:  SporFyrirgefning og loks Gildran. Satt að segja eru þetta prýðisbækur.

Það veitist létt fyrir Lilju að finna frumleg plott og leysa úr þeim.  Persónur hennar eru manni strax hugleiknar:  Magni þýðandi og Iðunn lögreglukona eru vinir mínir strax og ég sé fyrir mér aukapersónur hennar.   Ég vona að þessi sería verði lengri. 

Lilja skiptir töluvert um gír í Gildrunni sem kom út fyrir jól í fyrra.  Þar er kafað dýpra í samfélagsmein,  eiturlyfjsmygl  og Hrunið.  Og einhver hefur eflaust krossað sig yfir hvílubrögðum samkynhneigðra aðalpersóna. Eiginlega var manni ekki sama yfir hrottaskap dópsalanna.  Það var óbragð í munninum eftir lesturinn.  Hún kom ansi við mann þessi bók.  En persónurnar í fyrri bókunum tveimur voru samt nær manni.  Kannsi var Gildran of grimm oft á tíðum fyrir mig. Ég er svo viðkvæmur. 

Ragnar Jónasson er enginn nýliði, Siglufjarðarbækur hans eru flestum glæpasöguhestum kunnar. Þær náðu aldrei neinum hæðum. En voru þægilegur lestur. En með Dimma bókinni sem kom fyrir jól stígur hann upp í annan flokk.  Plottið og framvindan eru svo langtum betur fléttuð en áður. Margt sem kemur manni á óvart.  Það verða gerðar meiri kröfur til hans eftir þetta  en áður. 

Svo lesendur góðir þetta var smá um sumarlesningu, ég er líka að lesa Þegar sálin fer á kreik. Minningar Sigurveigar Guðmundsdóttur kennara í Hafnarfirði.  Sem Ingibjörg Sólrún skráði fyrir nokkuð mörgum árum.  Það er margt fróðlegt og skemmtilegt í þessari bók, um bernsku og æsku í Hafnarfirði í byrjun seinustu aldar, lífið í Kvennaskólanum og berkla á Vífilsstöðum. Lífið var erfiðara í þá daga. Sigurveig er amma Guðna tilvonandi forseta.  Hann hefur frásagnargáfuna frá henni.  Ég segi kannsi meira frá henni seinna.  



























































sunnudagur, 3. júlí 2016

Píratar: Einu sinni var flokkur

Einu sinni var flokkur, flokkurinn var svo óheppinn að hann varð stór.  Fólkið í landinu vildi endilega kjósa hann.  Fyrst fékk flokkurinn þrjá þingmenn.  Eftir stuttan tíma vildi einn þingmaðurinn ekki lengur vera þingmaður, svo hann fór heim að hugsa.  Og ný þingkona kom í staðinn.  Síðan nálguðust kosningar.  Skoðanakannanir sýndu svona hitt og þetta. En ..... flokkurinn var enn sá stærsti í landinu. Var nokkuð annað hægt en að horfa til bjartari tíma?  

En svo nálguðust kosningarnar, og nálguðust. Þá kom nú babb í bátinn, flokkurinn hafði full fáa meðlimi, og fyrsta prófkjörið vakti athygli.  Nýr þekktur maður kom til sögunnar sem vildi inn á þing. En ...... meðlimir flokksins vildu frekar hafa þá sem höfðu verið lengi í flokknum, það skipti ekki máli þótt þessi maður væri þekktur út á við, þaulreyndur fjölmiðlamaður.  Svo hann var ekki kosinn og fór í fússi.  Framámenn í höfuðborginn höfðu ýmsar skoðanir á þessu, hver var glæpurinn:Í Norðurlandskjördæmi eystra höfðu 136 félagsbundnir Píratar rétt til að velja frambjóðendur á lista flokksins. 78 ákváðu að nýta sér þann rétt. Niðurstaða er fengin. Farið var nákvæmlega eftir settum reglum og lögum flokksins.
Hvert er hið meinta "hneyksli" ?  Þá opnuðust ýmsar gáttir, í ljós kom að í efstu sætin röðuðust 7 karlar og 1 kona ( og konan hrósaði sér af því að vera ekki femínisti!! ).  Líklega var þetta ekki hneyksli í augum flokksmanna. Og þó umræður á síðum þeirra sýndu annað.  En þeir kusu samt að hafa þennan lista á þennan hátt.   Þeir líta á kynjajafnrétti sem eitthvað sem þurfi ekki að taka mikið tillit til.    Konum er bara nær að vilja ekki að vera með (áratugagömul klisja). 

Varla var þessi umræða þögnuð þegar vinsælasti þingmaður landsins vildi ekki lengur vera þingmaður.  Þótti ýmsum það slæmt sem höfðu ætlað að kjósa flokkinn.  
Og daginn eftir kom í ljós að forstýra flokksins hafði ekki hugsað sér að verða ráðherra.  Jafnvel þótt flokkurinn ynni stór sigur, hún vildi vera Forseti Alþingis!  Forseti Alþingis, það er flott, Forseti...... 

Svona standa málin í dag.  Flokkurinn bíður eftir frambjóðendum sem verða auðvitað að falla að kröfum flokksins, hafa starfað þar, svo aðrir þekki þá.     Hvernig ætlar valdakerfi flokksins að fá stóran hóp af fólki sem vill taka þátt í þessu starfi sem oft er vanþakklátt? Hvaða konur vilja vera þarna? Er forystan ekki af yfirlýsingaglöð?

En við að skoða gögn flokksins og velta fyrir mér kemur ýmislegt mér á óvart.  Ég hélt að miklu meira af ungu fólki yrði þarna.  Efstir á listanum eru engin unglömb.  Sem virðast ekki hafa verið hrifnir af störfum fjölmiðlamannsins sem þeir kusu ekki í fremstu röð. Flokkurinn staðfestir framboðið með töluverðum mun. En ansi fá.  Það verður spennandi að sjá hvað kjósendur segja.

  



fimmtudagur, 30. júní 2016

Laugarneskirkja: Manngæska og Mannhatur

Nú líður þeim vel Mannhöturnum, Vefmörðunum, Sögusmettunum.
Írakarnir komnir í fangelsi, ætli leiðin liggi ekki áfram til heimaslóða þar sem bráður dauði er eina niðurstaðan.
Þeir sofa vel Jónarnir, Valur og Magnússon.  Lífið verður ljúfara hjá þeim.


Það er gott að sjá mannvini innan kirkjunnar, ég hafði örvænt að svo væri til. Gott viðtal við Hjalta Hugason í seinni fréttum í gærkvöldi (29.6.) Manni hlýnar um hjartarætur að sjá þetta góða fólk. Sem sameinar fræðistörf og manngæsku. 

Stundin var með viðtal við Mustafa sem er einn af þeim sem fengið hafa íslenskt ríkisfang og reynir að hjálpa samlöndum sínum á flótta undan morðsveitum. Hann varða vitni að atgöngu sveina Ólafar Nordal sem minntu að framferði sveina höfðingja Sturlungaaldar. 


„Báru ekki virðingu fyrir neinu“


Mustafa var á meðal þeirra sem voru í Laugarneskirkju þennan örlagaríka morgunn. Spurður hvaða tilfinningar hafi bærst um í brjósti hans þegar hann horfði upp á lögreglumennina handtaka vini sína við altarið og færa þá með valdi út úr kirkjunni segir hann: „Ég trúði ekki mínum eigin augum og ég var mjög hissa á því að sjá hvað lögreglan væri að gera vegna þess að ég veit að Íslendingar eru almennt ekki svona,“ segir Mustafa sem bætir við að honum hafi brugðið hvað mest þegar annar lögreglumannanna fór að ýta við Ali. „Hann er ungur og lítill og þetta er langt í frá rétta leiðin til þess að koma fram við hann.“
Málið horfir þannig við Mustafa að lögreglumennirnir hafi hreinlega ekki borið virðingu fyrir neinum á staðnum. „Þeir báru ekki virðingu fyrir prestinum, þeir báru ekki virðingu fyrir trúnni, þeir báru ekki virðingu fyrir neinu.“ Hinsvegar er hann afar þakklátur þeim Toshiki Toma og Kristínu Þórunni. „Þau eru mjög gott fólk og þau eru að reyna að hjálpa okkur og vinum okkar. Þau gera hvað þau geta, þau gera í rauninni meira en þau geta gert.“