sunnudagur, 18. september 2016

Höfuðóvinurinn: Baráttan gegn Menningunni

Það er skrítið á hvað er lögð mest áhersla, hjá stjórnvöldum. Ég var að hugsa um þetta í gær. Náttúrugripasafn hefur í áratugi verið lagt til hliðar.  Hús íslenskrar tungu er enn gryfja við Suðurgötu (en framkvæmdir eiga að hefjast á næsta ári). Stór hluti af hægri mönnum voru alltaf á móti því að byggja hús yfir tónlist og ráðstefnur, Hörpu. Einn aldraður arkitekt telur tíma
sínum vera vel varið að ræða um það hversu vitlaust hafi verið að reisa þetta hús, sem vekur aðdáun erlendra gesta og listamanna, mesta  menningarafrek okkar á 21. öld. Og einn liðurinn í ferðamennsku okkar er menningartúrismi sem stöðugt fer vaxandi. Ferðamenn eru stöðugt meir áberandi á tónleikum og listaviðburðum.

Hróður okkar sem menningarþjóðar fer víða, í bókmenntum, tónlist, myndlist og svo framvegis.   En stór hópur framámanna heldur að fólk sem vinnur í þessum atvinnuvegum samfélagsins sé á framfæri hins opinbera.  Þetta fólk á að fá sér vinnu og dúlla við listina á kvöldin. 

 Ung kona sýningarstjóri við Listasafn Íslands ræðir þetta af hreinskilni í Fréttablaðinu í dag. 
 



Þetta er ekki ómeðvitað skeytingarleysi heldur grjóthart. Við
eigum í stríði um menninguna –
þannig upplifi ég það. Þetta er ekki
spurning um að þingmenn eða ráðamenn hafi ekki haft tíma til þess að
kynna sér gögnin um hagræn áhrif
skapandi greina og bein tengsl
milli aukins ferðamannastraums
og menningar, því þau eru búin að
liggja fyrir lengi. Þessi þjóð er tiltölulega sammála, hvað sem fólk
segir um listamannalaun, um nauð-
syn þess að við höldum áfram að
skapa tónlist, myndlist og svo framvegis. Þetta er mjög alvarlegt mál.“

 


og listafrömuður sem kynnir list okkar út um allan heim tekur undir, Pétur Arason.

Þurfum að átta okkurBirta tekur undir þetta. „Maður er
aðallega ósáttur vegna þess að við
vitum vel að Ísland er forríkt land.
Við sjáum aðrar smáþjóðir styðja

listasöfn sín mun betur þótt þær eigi
ekki heimsþekkta listamenn. Hins
vegar geta allir innan alþjóðlega listheimsins strax nefnt fjóra íslenska
listamenn eða fleiri. Þetta er ótrúleg
skekkja og hreint út sagt plebbalegt
af stjórnvöldum að átta sig ekki nógu
vel á því hvað við erum í mikilli sérstöðu.“
Pétur tekur undir það og segir:
„Hingað streymir gríðarlegur fjöldi
ferðamanna á hverju ári og stór
hluti þess fólks hefur mikinn áhuga
á menningu og listum. Þessir ferðamenn vilja hafa aðgang að sögu þjóð-
ar, list hennar og menningu. Við þurfum líka að hafa stöðugan aðgang að
þessu sjálf. Fólk vill geta skoðað sögu
íslenskrar myndlistar og það sem við
eigum. Það vill frá fræðslu og þá samræðu sem alþjóðlegi listheimurinn á
í, á hverjum degi. Við þurfum að gera
betur í þessum efnum. Miklu betur.

Margt verður svo plebbalegt eins og Birta segir, við getum ekki komið okkur saman um upphæð af Ferðamennskunni sem nota á til að byggja upp aðstöðu fyrir túrismann.  Klósett verða vandamál hjá okkur, við, fólkið í landinu eigum að skaffa fjármuni í þetta.  Þeir sem hafa ofsagróða úr atvinnuvegum okkar, ferðamennsku, sjávarútvegi, stóriðnaði, eiga ekki að borga nema lágmarksskatta af sínum tekjum. Hlutverk þeirra virðist vera að safna sjóðum á fjarlægum eyjum ásamt völdum hópi stjórnmálamanna.  Ég held þeir virðist ekki vita til hvers.
  

 

 

föstudagur, 16. september 2016

Guðmundur Andri og Vanhugsuð orð Alþingismanna

Mikið áttum við dásamlega stund í síðdegis á miðvikudaginn . Þeir sem komu sér í Norræna húsið á fyrirlestur í tilefni af afmæli Sigurðar Nordal, 14. september.  Þar fléttaði Guðmundur Andri Thorsson saman hugmyndum Sveinbjarnar Egilssonar og Sigurðar Nordal um gæsku, mennsku og lífsgæði.  Sveinbjörn var sem kunnugt er rektor Lærða skólans  og Bessastaðaskóla, þýddi Kviður Hómers og fjölda ljóði  og orti sígild og ógleymanleg ljóð og barnaljóð sem við flest vorum alin upp við; Fljúga hvítu fiðrildin, Bí bí og blaka, Sigga litla systir mín. Sigurður Nordal var helsti andans maður okkar á 20. öld, margar hugmyndir sem okkur finnst sjálfsagðar, um söguarfleifð okkar, uppruna og hugmyndir eru frá honum komnar.  Andra tókst að flétta saman hugsanir þeirra svo unun var að hlusta á, það er sjaldan sem ég verð uppnuminn á fyrirlestrum nú til dags. Líklega orðinn svo gamall að ég er búinn að heyra allt!  En þessi miðvikudagur verður lengi í minnum hafður hjá mér. Þökk sé Guðmundi Andra og Stofnun Sigurðar Nordal. 

Sömu daga dundi yfir okkur orrahríð vanhugsaðra orða. Þar sem alþingismenn reyna að ná sér niðri á andstæðingum sínum með durtslegum hætti og illa ígrunduðum orðum.Brjóta allar reglur í umgengni og vinnubrögðum.  Þar á ég við svokallaða skýrslu sem Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson lögðu fram á Alþingi í nafni meirihluta Fjárlaganefndar.  Sem betur fer er svo um okkur Íslendinga að gamlar hefðir lifa, ein af þeim er háðsvísan og vinir mínir á Fésbókinni eru margir hagmæltir vel og margar vísur hafa oltið fram seinasta sólarhringinn.  Hér eru nokkrar, ég tilgreini ekki höfunda enda örugglega ekki til þess ætlast.

Á þinginu er lúið lið
sem líkar best að þjarka,
þæfa mál og þumbast við
með þrútinn svigurbarka.

Það er ekki heiglum hent
að hefja segl að hlunni.
Dálaglega döpur mennt
að dissa íslenskunni.

Alveg er ég á við tvo.
Ekki er ég neitt tregur.
Ég er orðinn svei mér svo
svigurbarkalegur.
æ smá þegnskylduvinna...

Svíramikil, "svigurbarkaleg"
Svigdís ætíð "svarar fullum munni".
Þvagyrðingur þekktur, pásutreg,
hún þrælast við að "dissa íslenskunni".

Við sjáum á þessum skrifum alþingismannanna að sá sem hefur ekki vald á tungumáli sínu hefur ekki vald á hugsunum sínum. Því verður engin hugsun lifandi um góðmennsku og lífsgæði hjá þeim.


miðvikudagur, 14. september 2016

Formaðurinn og Skíthælarnir

Enn er hann á ferð sá sem ekkert hefur gert af sér. Tortola þekki hann ekki, Kröfur þekkir hann ekki.  Við þurfum ekki að nefna nafn hans, allir þekkja það. Skíthælarnir umkringja hann vilja honum allt illt.  Að hans mati.  Ef lífið væri svona einfalt, Ég og Skíhælarnir. 

 „Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig“
Úr kjördæmi hans

„Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir, til að sjá um aftökuna.“




 En auðvitað höfum við áhyggjur af honum, hvert sálartetrið er að bera hann. Enginn vill þeim illt sem virðist eiga svo erfitt.  Því væri gott ef það væri einhver sem gæti sagt við hann: Þetta er búið. 
Það gerir ekki þessi samstarfsmaður hans: 
Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, kveðst íhuga varaformannsframboð í Framsóknarflokknum. Frá þessu greinir hann í viðtali við Fréttablaðið. Þar segir hann að þessa dagana séu flokksmenn að reyna að átta sig á því hver ætli að leiða flokkinn. Sjálfur er hann sannfærður um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gegni formannsembættinu áfram.

„Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig“
„Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir, til að sjá um aftökuna.“

Halló þjóð er einhver heima?


mánudagur, 12. september 2016

Á að rústa Framsóknarflokknum?

Það er margt furðulegt á kreiki í Framsóknarflokknum.  Svo skrítið að maður getur varla fylgst með. 
Miðstjórnarfundur er haldinn á Akureyri.  Formaðurinn heldur Dómsdagsræðu.  Um þann
Verður græni liturinn áfram grænn?
eina flokk í heiminum sem hefur staðið upp gegn auðvaldinu, Kröfuhafar lyppuðust niður, líklega eiginkonan líka.  .  


Varaformaðurinn og forsætisráðherra ríkisstjórnar landsins þarf að taka til máls í almennum umræðum!  Og lætur formanninn hafa það óþvegið.  Framboð er lagt fram gegn formanni. 

 „Sigmundur lofaði okkur að fara um landið og berja í þessa bresti en það hefur ekki tekist. Þannig að það traust og trúnaður sem að minnsta kosti hluti okkar Framsóknarmanna hafði á okkar ágæta formanni er farið. Við teljum alveg nauðsynlegt fyrir flokkinn og Sigmund að hann standi upp af stallinum í svolítinn tíma. Smá iðrun hefði kannski verið notaleg.“ Segir mótframbjóðandinn.  Góður og gegn Samvinnumaður. 

Gunnar Bragi stígur enn fram sem talsmaður Formanns.  Ekkert kemur í veg fyrir áframhaldandi setu hans.  Ónei.  Engin málamiðlun er í spilunum.  Það á að kljúfa flokkinn svo að Formaðurinn einn megi ríkja.  Sá sem aldrei hefur gert neitt rangt.  Sá sem er fullkominn.  

Svo spurningin er á að rústa flokknum fyrir Ego manns sem maður veit ekki hvort  sé heill.  Við bíðum og sjáum hvað setur.  Ég skil að það er óró í mörgum flokksmanninum í flokknum þar sem Genin eru hvað sterkust.  Hin einu og sönnu Framsóknargen.