Það má segja svo að Píratar eru eins og hinar heilögu kýr á Indlandi. Þær eru svo sannarlega heilagar og enginn má snerta þær ekki einu sinni Trump.
Oft er það svo að maður veit ekki á hvaða siglingu þeir eru, því auðvitað eru Píratar á siglingu. Annað væri ólíklegt. Ef Samfylkingin lýsti því yfir að hún væri á í umræðum við
Sjálfstæðisflokkinn á Gulleyjunni þá yrði allt brjálað. En af því það eru hinir einu og sönnu sjóræningar þá eru það allt í lagi. Og þó. Ég ætlaði i gærkvöldi að skrifa pistil á þessa leið. Svo kom tilkynningin um fundinn.
Yfirlýsingin að vera að tala við nýja flokkinn (gamla) einan og engan annan og lýsa þessu yfir í fjölmiðlum var heimskuleg. Enda grunar mig að það hafi haft áhrif, niðursveiflu sem forystumenn voru ekki ánægðir með. Þess vegna kom fréttafundurinn í morgun til sögunnar á Hannesarholti. Tenging við gamla tíma, gömul stjórnmál, einnar þjóðhetju okkar. Sýslumanninn sem sigldi gegn togara.
Ég á ansi erfitt að sjá Viðreisn í þessum hópi, ég rakst óvart á viðtal við Benedikt Jóhannsson frá júní 2014 þegar undirbúningur var við stofnun Viðreisnar. Þar kemst hann arfavitlaust að orði, ég veit ekki hvort hann hafi dregið þessi ummæli sín til baka:
Benedikt Jóhannesson, stofnandi stjórnmálaaflsins Viðreisnar, telur Sjálfstæðisflokkinn ekki bera höfuðábyrgð á hruni íslenska fjármálakerfisins. Hann túlkar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ekki á þá leið að hans gamli flokkur og þeir stjórnmálamenn sem létu undir höfuð leggjast að setja viðskiptalífinu skorður, séu stóru sökudólgarnir í hruninu. Ábyrgðin liggur að hans mati frekar hjá almenningi og fjölmiðlum. DV ræddi við Benedikt á undirbúningsfundi Viðreisnar sem haldinn var á Grand Hótel í dag. ...
Blaðamaður:
„Þú sást ekki ástæðu til að ganga úr Sjálfstæðisflokknum eftir að rannsóknarskýrslan um hrunið kom út, eftir Íraksstríðið og stuðning Íslands við það, eftir Kárahnjúkavirkjun, ekkert af þessu fékk þig til að vilja yfirgefa flokkinn?“
Benedikt Jóhannesson:
„Nei. Hvað varðar Kárahnjúkavirkjun hef ég alltaf haft fyrst og fremst í huga að arðsemi af
virkjuninni sé hagstæð. Íraksstríðið fannst mér ekki
skemmtilegt að því leytinu til að menn voru dálítið plataðir út í það.“
Blaðamaður:
„En þér finnst Evrópusambandsmálið vera veigameira heldur en þessi mál?“
Benedikt Jóhannesson:
„Fyrir okkur Íslendinga er Evrópusambandsmálið eflaust veigameira, en þetta er auðvitað persónubundið mat. Hjá sumum vega önnur mál þyngra, hjá mér þá vegur sá hagur sem við höfum af því að vera í Evrópusambandinu miklu þyngra. Nú koma menn inn í ríkisstjórn sem hafa verið utan stjórnar lengi, og þeir hrófla ekkert við landbúnaðarmálunum, það er ekki fundin lausn á
sjávarútvegsmálunum. Það verður þannig auðvitað með öll mál að alltaf verður ósætti. Sumir vilja hvergi virkja. Ég vil gjarnan virkja en ég er samt sem áður umhverfisverndarsinni að því leyti að ég vil sem minnst umhverfisspjöll, en það er mengun af ýmsu öðru en virkjunum. T.d. af ferðamönnum og þar þurfum við að passa okkur mjög vel. Þarna er ný mengun sem við sjáum allt í einu sem engum datt í hug fyrir nokkrum árum.“
Já, lesendur góðir það erum við fólkið og fjölmiðlarnir sem sköpuðum Hrunið, íhaldið hafði ekkert með það að gera. Svona skýra íhaldsmenn atburð sem breytti öllu. Stuðningur og þátttaka í Íraksstríðinu var svona létt plat! Svo ég skora á Píratana að vanda sig betur í vinnubrögðum. Annars grafa þeir sjálfum sér fjöldagröf. Viðreisn er sjálfsagt að tala við þótt formaðurinn gæfi svona passlega í þessar samræður. Allir stíga varlega til jarðar núna. Ennþá eru allir í atkvæðaleit. Og pólitík er ekki svo einföld, maður sýnir ekki öll spilin strax. Ekki spila nýrri róttækri stjórn úr höndunum. Þegar búið er að kjósa.
Oft er það svo að maður veit ekki á hvaða siglingu þeir eru, því auðvitað eru Píratar á siglingu. Annað væri ólíklegt. Ef Samfylkingin lýsti því yfir að hún væri á í umræðum við
Sjálfstæðisflokkinn á Gulleyjunni þá yrði allt brjálað. En af því það eru hinir einu og sönnu sjóræningar þá eru það allt í lagi. Og þó. Ég ætlaði i gærkvöldi að skrifa pistil á þessa leið. Svo kom tilkynningin um fundinn.
Yfirlýsingin að vera að tala við nýja flokkinn (gamla) einan og engan annan og lýsa þessu yfir í fjölmiðlum var heimskuleg. Enda grunar mig að það hafi haft áhrif, niðursveiflu sem forystumenn voru ekki ánægðir með. Þess vegna kom fréttafundurinn í morgun til sögunnar á Hannesarholti. Tenging við gamla tíma, gömul stjórnmál, einnar þjóðhetju okkar. Sýslumanninn sem sigldi gegn togara.
Ég á ansi erfitt að sjá Viðreisn í þessum hópi, ég rakst óvart á viðtal við Benedikt Jóhannsson frá júní 2014 þegar undirbúningur var við stofnun Viðreisnar. Þar kemst hann arfavitlaust að orði, ég veit ekki hvort hann hafi dregið þessi ummæli sín til baka:
Benedikt Jóhannesson, stofnandi stjórnmálaaflsins Viðreisnar, telur Sjálfstæðisflokkinn ekki bera höfuðábyrgð á hruni íslenska fjármálakerfisins. Hann túlkar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ekki á þá leið að hans gamli flokkur og þeir stjórnmálamenn sem létu undir höfuð leggjast að setja viðskiptalífinu skorður, séu stóru sökudólgarnir í hruninu. Ábyrgðin liggur að hans mati frekar hjá almenningi og fjölmiðlum. DV ræddi við Benedikt á undirbúningsfundi Viðreisnar sem haldinn var á Grand Hótel í dag. ...
Blaðamaður:
„Þú sást ekki ástæðu til að ganga úr Sjálfstæðisflokknum eftir að rannsóknarskýrslan um hrunið kom út, eftir Íraksstríðið og stuðning Íslands við það, eftir Kárahnjúkavirkjun, ekkert af þessu fékk þig til að vilja yfirgefa flokkinn?“
„Nei. Hvað varðar Kárahnjúkavirkjun hef ég alltaf haft fyrst og fremst í huga að arðsemi af
Blaðamaður:
„En þér finnst Evrópusambandsmálið vera veigameira heldur en þessi mál?“
Benedikt Jóhannesson:
„Fyrir okkur Íslendinga er Evrópusambandsmálið eflaust veigameira, en þetta er auðvitað persónubundið mat. Hjá sumum vega önnur mál þyngra, hjá mér þá vegur sá hagur sem við höfum af því að vera í Evrópusambandinu miklu þyngra. Nú koma menn inn í ríkisstjórn sem hafa verið utan stjórnar lengi, og þeir hrófla ekkert við landbúnaðarmálunum, það er ekki fundin lausn á
sjávarútvegsmálunum. Það verður þannig auðvitað með öll mál að alltaf verður ósætti. Sumir vilja hvergi virkja. Ég vil gjarnan virkja en ég er samt sem áður umhverfisverndarsinni að því leyti að ég vil sem minnst umhverfisspjöll, en það er mengun af ýmsu öðru en virkjunum. T.d. af ferðamönnum og þar þurfum við að passa okkur mjög vel. Þarna er ný mengun sem við sjáum allt í einu sem engum datt í hug fyrir nokkrum árum.“
Já, lesendur góðir það erum við fólkið og fjölmiðlarnir sem sköpuðum Hrunið, íhaldið hafði ekkert með það að gera. Svona skýra íhaldsmenn atburð sem breytti öllu. Stuðningur og þátttaka í Íraksstríðinu var svona létt plat! Svo ég skora á Píratana að vanda sig betur í vinnubrögðum. Annars grafa þeir sjálfum sér fjöldagröf. Viðreisn er sjálfsagt að tala við þótt formaðurinn gæfi svona passlega í þessar samræður. Allir stíga varlega til jarðar núna. Ennþá eru allir í atkvæðaleit. Og pólitík er ekki svo einföld, maður sýnir ekki öll spilin strax. Ekki spila nýrri róttækri stjórn úr höndunum. Þegar búið er að kjósa.