Það er rigning úti. Ég er dapur. Það er svo margt svart í veröldinni. Svo lítið sem maður getur gert.
Margt fer öðruvísi en maður ætlar. Stjórnmálaforingjar ræðast í Sjónvarpi, þeir sem nenna að mæta. Þar er enginn friður í þeim hópi.
Auðvitað vissum við að Viðreisn ætlaði aldrei í samband við vinstri flokka. Það er svo hyldjúp gjá þar á milli. Flest af fólkinu þar er bundið viðskiptum og bónusum og þjónkun við sína herra. Þá sem telja sig eiga okkur. Eins og Sjálfstæðisflokkurinn.
Svo var samþykkt á Alþingi um Opinber fjármál mjög vafasöm,um svona hugmyndir var mikil umræða í Bretlandi fyrir skömmu sem gerðu kerfisbreytingar á ýmsu nánast vonlausar. Eins og vitnað var í í gærkvöldi. Allt stopp vegna laga um Opinber fjármál. Nei það má ekki reisa sjúkrahús. Það er bannað!
Að finna sökudólg er svo billegt eins og umræðan á netinu seinustu daga sýnir.
Út í heimi höfum við horft upp eina stærstu borg MiðAusturlands lagða í rúst meðan íbúar læddust þarna um til að reyna að halda lífinu. Meira að segja börn eru leiksoppar hildarleiksins. Skömm sé þeim sem bera ábyrgð á þessu.
Já, ég er dapur. Rigningin dansar á malbikinu, vetrarmyrkrið liggur eins og mara yfir okkur. En alltaf hugsum við, það er ekki öll von úti. Við berjumst um hæl og hnakka. En ef til vill eru of mörg dæmi um að manneskjan á sér ekki viðreisnar von. Við erum líklega tegund á fallandi fæti.
Margt fer öðruvísi en maður ætlar. Stjórnmálaforingjar ræðast í Sjónvarpi, þeir sem nenna að mæta. Þar er enginn friður í þeim hópi.
Auðvitað vissum við að Viðreisn ætlaði aldrei í samband við vinstri flokka. Það er svo hyldjúp gjá þar á milli. Flest af fólkinu þar er bundið viðskiptum og bónusum og þjónkun við sína herra. Þá sem telja sig eiga okkur. Eins og Sjálfstæðisflokkurinn.
Svo var samþykkt á Alþingi um Opinber fjármál mjög vafasöm,um svona hugmyndir var mikil umræða í Bretlandi fyrir skömmu sem gerðu kerfisbreytingar á ýmsu nánast vonlausar. Eins og vitnað var í í gærkvöldi. Allt stopp vegna laga um Opinber fjármál. Nei það má ekki reisa sjúkrahús. Það er bannað!
Að finna sökudólg er svo billegt eins og umræðan á netinu seinustu daga sýnir.
Út í heimi höfum við horft upp eina stærstu borg MiðAusturlands lagða í rúst meðan íbúar læddust þarna um til að reyna að halda lífinu. Meira að segja börn eru leiksoppar hildarleiksins. Skömm sé þeim sem bera ábyrgð á þessu.
Hérna er fámennur hópur ofstækisfólks sem sér ofsjónum yfir þeim fámennu sálum sem koma
hingað, sem flóttamenn eða flækingar. Það er ekki þannig að Ísland sé efst á lista hjá flestum. En einn og einn hefur heyrt um landið sem hefur engan her og ekkert stríð. Þar hlýtur gott að vera. Mega þeir ekki vera hérna? Vinna, stunda nám, ala upp börn, lifa lífinu?
Já lesandi góður. Ég er dapur. Við erum sjálfum okkur verst. Kítum innbyrðis meira en þörf er á. Meðan lífið gengur sinn gang, börn fæðast og gleðja ættingja og vini. Sjúklingar heyja baráttu við ólæknandi sjúkdóma meðan þeir nánustu þjást að horfa upp á lífsbaráttuna sem er alltaf til staðar sem svo oft er árangurslaus. Já, ég er dapur. Rigningin dansar á malbikinu, vetrarmyrkrið liggur eins og mara yfir okkur. En alltaf hugsum við, það er ekki öll von úti. Við berjumst um hæl og hnakka. En ef til vill eru of mörg dæmi um að manneskjan á sér ekki viðreisnar von. Við erum líklega tegund á fallandi fæti.