Nú eiga allir að vera í góðu skapi. Minnsta kosti í stjórnmálum. Fjárlög afgreidd, aukafjárlög afgreidd, Lífeyrisfrumvarp afgreitt, og sólin skín, myndrænt séð. Kosningloforð þurrkuð út, svikin. Ekkert mál. Lífeyrismál opinberra embættismanna endurunnin, án útreikninga. Allir eiga að vera glaðir.
Og ný Ríkisstjórn mynduð, svona bak við þykk svört gluggatjöld, konjaksglös og vindlareykur. Flaggað í Engey. Ham spilar á árshátíð xD. Svik, harmur og dauði. Segja sumir. En kemur það á óvart? Valdaglýjan glitrar í augum. Litla flokka dreymir um að vera stóra. Stóra flokka dreymir
að spila með litla flokka.
Þetta er nú neikvætt. segja sumir. Já, segir hann Erling. Engir flokkar eiga að umhverfast við stjórnarmyndun. Loforð eru loforð. Ef þau eru ekki efnd verður að koma skýring. Hún verður að vera gild. Allir flokkar lofuðu skjótri uppbyggingu heilbrigðiskerfis. Ríkið fær 27 milljarða arð úr Íslandsbanka. Af hverju er þetta ekki sett í heilbrigðissjóð og aftur næsta ár. Borga lánin á þar næsta ári Efna loforð. Enginn lofaði að borga upp allar skuldir sv0na einn tveir og þrír, auðvitað er gott að borga skuldir. En betra er að fólk deyi ekki fyrir augum á okkur. Eitt stórt loforð á kjörtímabili, næst að útrýma fátækt á Íslandi.
Þetta er jólakveðjan mín.
Og ný Ríkisstjórn mynduð, svona bak við þykk svört gluggatjöld, konjaksglös og vindlareykur. Flaggað í Engey. Ham spilar á árshátíð xD. Svik, harmur og dauði. Segja sumir. En kemur það á óvart? Valdaglýjan glitrar í augum. Litla flokka dreymir um að vera stóra. Stóra flokka dreymir
að spila með litla flokka.
Þetta er nú neikvætt. segja sumir. Já, segir hann Erling. Engir flokkar eiga að umhverfast við stjórnarmyndun. Loforð eru loforð. Ef þau eru ekki efnd verður að koma skýring. Hún verður að vera gild. Allir flokkar lofuðu skjótri uppbyggingu heilbrigðiskerfis. Ríkið fær 27 milljarða arð úr Íslandsbanka. Af hverju er þetta ekki sett í heilbrigðissjóð og aftur næsta ár. Borga lánin á þar næsta ári Efna loforð. Enginn lofaði að borga upp allar skuldir sv0na einn tveir og þrír, auðvitað er gott að borga skuldir. En betra er að fólk deyi ekki fyrir augum á okkur. Eitt stórt loforð á kjörtímabili, næst að útrýma fátækt á Íslandi.
Þetta er jólakveðjan mín.