Ekki ætla ég að stökkva fram á sjónarsviðið í Stóra haftamálinu. Þar hefur margt verið sagt og skrifað. Auðvitað hlaut að koma að því höftin væru leyst. Um tímasetningu getur maður spurt sig margra spurninga. Þeir frændur og fjölskyldur þeirra eiga svo víða hagsmuni en ekki er von að áhugamenn geti lesið úr því. Það er margt dimmt og drungalegt umhverfis þá. Már Seðlabankastjóri fær það óþvegið hjá sumum. Ég er skeptískur á það. Ég er ekki sérstaklega hrifinn af vinnu Seðlabankans, það er skrítið að taka ekki á vaxtalækkanamálum og verðtryggingamálum. En Már er varkár hagfræðingur, hann tekur enga áhættu, hann er enginn nýungamaður, það er langt síðan hann hefur verið róttækur. Hinn nýi fjármálaráðherra hefur ekki mikið rætt um verðtryggingar sem var eitt aðalmál hans í kosningum. En þannig eru íslensk stjórnmál.
Forsetinn okkar hóf umræðu sem mér fannst að hann hefði ekki átt að gera þar sem var Landsdómurinn og hinn eini dómur hans. Og allra síst að verða sérstakur talsmaður Geirs Harde, alls ekki á meðan hann er í málaferlum við íslenska ríkið. Þetta er málefni Alþingismanna. Við getum haft ýmsar skoðanir á meðferð þess en það er ekki hægt að skoða hana án þess að skoða Hrunið sem heild. Við vorum hársbreidd frá þjóðargjaldþroti. Margir töldu það vera vegna óstjórnar ríkisstjórnar, ráðherra sem hlustuðu ekki á aðvaranir úr ýmsum áttum. Grein Árna Páls og leiðari Fréttablaðsins breyta engu þar um. Misskiljið mig ekki, mér finnst Guðni hafa staðið sig vel sem Forseti. Forseti fólks og þjóðar, en hann á ekki að teygja sig í átt til afskiptasemi Ólafs Ragnars. Af störfum þings og dómstóla. Þess vegna kem ég með ábendingu. Það eru allt of fáir sem hafa rætt þetta. Við viljum Forseta allra. Löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald sjá um annað.
Forsetinn okkar hóf umræðu sem mér fannst að hann hefði ekki átt að gera þar sem var Landsdómurinn og hinn eini dómur hans. Og allra síst að verða sérstakur talsmaður Geirs Harde, alls ekki á meðan hann er í málaferlum við íslenska ríkið. Þetta er málefni Alþingismanna. Við getum haft ýmsar skoðanir á meðferð þess en það er ekki hægt að skoða hana án þess að skoða Hrunið sem heild. Við vorum hársbreidd frá þjóðargjaldþroti. Margir töldu það vera vegna óstjórnar ríkisstjórnar, ráðherra sem hlustuðu ekki á aðvaranir úr ýmsum áttum. Grein Árna Páls og leiðari Fréttablaðsins breyta engu þar um. Misskiljið mig ekki, mér finnst Guðni hafa staðið sig vel sem Forseti. Forseti fólks og þjóðar, en hann á ekki að teygja sig í átt til afskiptasemi Ólafs Ragnars. Af störfum þings og dómstóla. Þess vegna kem ég með ábendingu. Það eru allt of fáir sem hafa rætt þetta. Við viljum Forseta allra. Löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald sjá um annað.
Kirkjan í Hruna