Eitt mesta ólán íslensks lýðveldis er að hleypa í stjórn saman frændunum Bjarna og Benedikt. Óttarr Proppé og félagar hans í Kaldri Framtíð geta þakkað sér það.
Þar dansa saman fulltrúar hagsmunaafla Engeyrjarættarinnar sem einskis svífast til að sópa til sín auði og láta fátækt fólk lepja dauðann úr skel eins og Jónas Kristjánsson myndi segja.
Að hleypa til áhrifa í bankakerfinu Vogunarsjóði, banka og fyrirtæki með skert orðspor, og hala af vafasömum og ólöglegum gjörningum víða um heim er heimska, flónska og flærð af verstu sort. Og ráðherrar kannast ekkert við feril þessara aðila:
„Þetta sýnir ótvírætt traust á aðstæðum hérlendis og það eru sannarlega góðar fréttir ef hingað vilja koma öflugir erlendir aðilar sem eru tilbúnir að gerast langtímafjárfestar í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Auðvitað á eftir að koma í ljós hvað þessir tilteknu aðilar eru að hugsa og hversu lengi þeir hafa hugsað sér að fjárfesta hér en viðskiptin sem slík eru mikið styrkleikamerki fyrir íslenskt efnahagslíf,“ segir Bjarni.
Þetta eru svör forsætisráðherra. Hann er tvísaga , þessir erlendu aðilar eru tilbúnir að gerast langtímafjárfestar, en svo verðum við að sjá hversu lengi þeir hafa hugsað sér að fjárfesta.
Ekki bætir það úr skák að það eru þessir sömu menn sem ætla að einkavæða ríkiskerfið og hleypa ættingjum og vinum að kjötkötlum heilbrigðiskerfis og félagsþjónustu. Satt að segja fallast mér algjörlega hendur. Hefur maður þó ýmislegt séð.
Nú eru liðnir örfáir dagar og sérfræðingar eru búnir að skoða samningana og útkoman er ekki glæsileg þó vitum við ekki um atburðarásina fyrir. Sendinefndin góða sem fór til samninga í Villta vestrinu og kom með þessa afmán til baka. Svo segjast ráðherrarnir tveir sem að þessu hafa komið ekkert vita um þessi fyrirtæki sem að þessu standa. Hafi séð glæstan feril í fjölmiðlunum eins og við hin. Eigum við að trúa þessu?
Kjarninn tætir útkomuna í sig í dag:
Enn og aftur er verið að taka snúning á okkur. Sömu aðilar og tóku snúning á okkur í gerviuppgangnum fyrir hrunið og sömu aðilar og högnuðust ævintýralega á endurreisninni hér sem kröfuhafar eru að taka einn hring í viðbót áður en þeir fara með ávinninginn heim. Þeim er alveg sama um íslenskt samfélag. Þeir vilja bara græða sem mest á sem skemmtum tíma og fara síðan til að skipta ávinningnum milli huldumannanna sem standa að baki skrýtnu nöfnunum sem skráð eru á hluthafalistanna. Þeir eru ekki að fjárfesta hér vegna þess að þeir telja að framtíð Arion banka sé björt, ekki vegna þess að þeir hafa svo mikla trú á Arion banka, ekki vegna þess að þeir eru að veðja með íslenskum bönkum og íslensku efnahagskerfi.
Þar dansa saman fulltrúar hagsmunaafla Engeyrjarættarinnar sem einskis svífast til að sópa til sín auði og láta fátækt fólk lepja dauðann úr skel eins og Jónas Kristjánsson myndi segja.
Að hleypa til áhrifa í bankakerfinu Vogunarsjóði, banka og fyrirtæki með skert orðspor, og hala af vafasömum og ólöglegum gjörningum víða um heim er heimska, flónska og flærð af verstu sort. Og ráðherrar kannast ekkert við feril þessara aðila:
„Þetta sýnir ótvírætt traust á aðstæðum hérlendis og það eru sannarlega góðar fréttir ef hingað vilja koma öflugir erlendir aðilar sem eru tilbúnir að gerast langtímafjárfestar í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Auðvitað á eftir að koma í ljós hvað þessir tilteknu aðilar eru að hugsa og hversu lengi þeir hafa hugsað sér að fjárfesta hér en viðskiptin sem slík eru mikið styrkleikamerki fyrir íslenskt efnahagslíf,“ segir Bjarni.
Þetta eru svör forsætisráðherra. Hann er tvísaga , þessir erlendu aðilar eru tilbúnir að gerast langtímafjárfestar, en svo verðum við að sjá hversu lengi þeir hafa hugsað sér að fjárfesta.
Ekki bætir það úr skák að það eru þessir sömu menn sem ætla að einkavæða ríkiskerfið og hleypa ættingjum og vinum að kjötkötlum heilbrigðiskerfis og félagsþjónustu. Satt að segja fallast mér algjörlega hendur. Hefur maður þó ýmislegt séð.
Nú eru liðnir örfáir dagar og sérfræðingar eru búnir að skoða samningana og útkoman er ekki glæsileg þó vitum við ekki um atburðarásina fyrir. Sendinefndin góða sem fór til samninga í Villta vestrinu og kom með þessa afmán til baka. Svo segjast ráðherrarnir tveir sem að þessu hafa komið ekkert vita um þessi fyrirtæki sem að þessu standa. Hafi séð glæstan feril í fjölmiðlunum eins og við hin. Eigum við að trúa þessu?
Kjarninn tætir útkomuna í sig í dag:
Enn og aftur er verið að taka snúning á okkur. Sömu aðilar og tóku snúning á okkur í gerviuppgangnum fyrir hrunið og sömu aðilar og högnuðust ævintýralega á endurreisninni hér sem kröfuhafar eru að taka einn hring í viðbót áður en þeir fara með ávinninginn heim. Þeim er alveg sama um íslenskt samfélag. Þeir vilja bara græða sem mest á sem skemmtum tíma og fara síðan til að skipta ávinningnum milli huldumannanna sem standa að baki skrýtnu nöfnunum sem skráð eru á hluthafalistanna. Þeir eru ekki að fjárfesta hér vegna þess að þeir telja að framtíð Arion banka sé björt, ekki vegna þess að þeir hafa svo mikla trú á Arion banka, ekki vegna þess að þeir eru að veðja með íslenskum bönkum og íslensku efnahagskerfi.
Með orðskrúð er verið að fela það sem raunverulega er að eiga sér stað. Það er verið að hafa okkur að fíflum. Og það virðist vera að þeir sem það eru að gera muni enn og aftur komast upp með verknaðinn.
Enn erum við fíflin, hvað er þarna á bak við? Eru það kannski Íslendingar sem eru eigendur félaga á eyjunni góðu. Hvaða hagsmuni eru verið að verja? Eigum við enn og aftur að sökkva í forarpytt gróðahyggjunnar? Á að jarða okkur endanlega í grafreitinn góða á Þingvöllum?