Maður hugsar ýmislegt þessa seinustu og bestu tíma að sumra sögn.
Það er skrítið að hafa ríkisstjórn sem býr við stöðugleika, við erum komin út úr erfiðustu efnahagskreppu seinustu áratuga, samt lætur stjórnin eins og við séum á hverfanda hveli. Hún selur eignir og fær arða frá Bönkum og fær fyrir það tugi ef ekki hundruðir milljarða.
Og það er sagt að það eina sem er í stöðunni sé að borgar skuldir ríkissjóðs. Við séum á vonarvöl í alþjóðlegu tilliti. Eitt kemur ekki til greina að reyna að bæta hjúkrunarkerfi á vönarvöl. Þar sem ótal erfiðleikar eru til staðar það sjá allir sem loka ekki augum eða stinga hausnum í sandinn. Öll þekkjum við fólk sem þarf á hjálp að halda í þessu flókna nútímakerfi. Við mörg þurfum að leita hjálpar, stór hluti þjóðarinnar er að eldast. Líkamshlutar þurfa endurnýjunar við.
Forsætisráðherra lætur eins og þetta sé rugl að ræða um hrun kerfisins; ótnýtar byggingar, atgervisflótti, skortur á fagfólki. Og gerir grín að fólki sem þarf að nota geðlyf.
Að hans mati er það ekki fólkið sem skiptir máli, fátækt fólk, öryrkjar, sjúkt, má bíða, það er að borga skuldir sem skiptir máli . Ég fletti upp og skoðaði Greiðsluafkomu ríkissjóð og Lánamál ríkisins. Engin stór tíðindi allt við það sama. Íhaldssemin ráðandi. Engin stórstökk í neinu.
Svo ég hugsaði af hverju þessi afneitun, af hverju er ekki hægt að taka til í auðsjáanlegum veikleikum? Af hverju eru altaf fjármunirnir sem skipta meira máli en mannslíf? Af hverju er ekki einu sinni hægt að fara einhvera meðalleið? Af hverju fara ekki fjármálaráðherra og forsætisráðherra saman í heimsókn á Spítala landsins og sýna okkur þetta góða kerfi? Sýna okkur lekasprungurna sem eru ekki til? Sýna okkur tækin sem eru alls ekki biluð? Sýna okkur læknana og hjúkrunarfólkið sem er alls ekki hætt þar er þarna! Sýna okkur peningabúntin sem þarf ekki að nota á spítulum landsins. Sem þarf ekki að greiða hátekjuöryrkjum, fátækilingum sem mæta aldrei í matarraðirnar.
Sem sýna okkur að við höfum rangt fyrir okkur sem höfum séð allt annað en þeir? Auðvitað er allt þetta bull í mér. Stjórnmálamenn með stórum staf og af góðum ættum hafa langtum meira vit á þessu.
Það er skrítið að hafa ríkisstjórn sem býr við stöðugleika, við erum komin út úr erfiðustu efnahagskreppu seinustu áratuga, samt lætur stjórnin eins og við séum á hverfanda hveli. Hún selur eignir og fær arða frá Bönkum og fær fyrir það tugi ef ekki hundruðir milljarða.
Og það er sagt að það eina sem er í stöðunni sé að borgar skuldir ríkissjóðs. Við séum á vonarvöl í alþjóðlegu tilliti. Eitt kemur ekki til greina að reyna að bæta hjúkrunarkerfi á vönarvöl. Þar sem ótal erfiðleikar eru til staðar það sjá allir sem loka ekki augum eða stinga hausnum í sandinn. Öll þekkjum við fólk sem þarf á hjálp að halda í þessu flókna nútímakerfi. Við mörg þurfum að leita hjálpar, stór hluti þjóðarinnar er að eldast. Líkamshlutar þurfa endurnýjunar við.
Forsætisráðherra lætur eins og þetta sé rugl að ræða um hrun kerfisins; ótnýtar byggingar, atgervisflótti, skortur á fagfólki. Og gerir grín að fólki sem þarf að nota geðlyf.
Að hans mati er það ekki fólkið sem skiptir máli, fátækt fólk, öryrkjar, sjúkt, má bíða, það er að borga skuldir sem skiptir máli . Ég fletti upp og skoðaði Greiðsluafkomu ríkissjóð og Lánamál ríkisins. Engin stór tíðindi allt við það sama. Íhaldssemin ráðandi. Engin stórstökk í neinu.
Svo ég hugsaði af hverju þessi afneitun, af hverju er ekki hægt að taka til í auðsjáanlegum veikleikum? Af hverju eru altaf fjármunirnir sem skipta meira máli en mannslíf? Af hverju er ekki einu sinni hægt að fara einhvera meðalleið? Af hverju fara ekki fjármálaráðherra og forsætisráðherra saman í heimsókn á Spítala landsins og sýna okkur þetta góða kerfi? Sýna okkur lekasprungurna sem eru ekki til? Sýna okkur tækin sem eru alls ekki biluð? Sýna okkur læknana og hjúkrunarfólkið sem er alls ekki hætt þar er þarna! Sýna okkur peningabúntin sem þarf ekki að nota á spítulum landsins. Sem þarf ekki að greiða hátekjuöryrkjum, fátækilingum sem mæta aldrei í matarraðirnar.
Sem sýna okkur að við höfum rangt fyrir okkur sem höfum séð allt annað en þeir? Auðvitað er allt þetta bull í mér. Stjórnmálamenn með stórum staf og af góðum ættum hafa langtum meira vit á þessu.