Sigmundur Davíð segir að með þessu sé hafin formleg vinna við það sem stefnir í að vera mestu úrbætur í þágu skuldsettra heimila nokkurs staðar í heiminum eftir að efnahagskrísan hófst árið 2007. Tillögurnar hafa verið nokkuð gagnrýndar af OECD og stjórnarandstöðunni. Gagnrýni þeirra síðarnefndu kemur Sigmundi Davíð ekki á óvart.
„Hvað hins vegar OECD varðar, og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og allar þessar stofnanir þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því hvað hinum og þessum skammstöfunum finnst um þetta frumvarp og raunar kæmi það mér mjög á óvart að slíkar stofnanir væru opnar fyrir svona róttækum aðgerðum."
Er þetta ekki oflæti eru menn ekki komnir framúr sjálfum sér ..... þarf að gera úrbætur hjá þeim sem ekki þarfnast þeirra og sækja ekki um slíka hjálp????? Er ekki nær að hjálpa þeim sem þurfa raunverulega á henni að halda?
Ég er einn af þeim sem hef vonað að Sigmundi og ríkisstjórn takist að hjálpa þeim sem eru í slæmum málum. En ég ætlast ekki til mikilmennskubrjálæðis og ofsóknaræðis um leið. Við þurfum ekki að slá heimsmet, við þurfum bara að vera lítillát og hógvær og hjálpa þeim sem þarfnast í þjóðfélagi jafnaðar og samhjálpar.
Þannig er mín heimssýn.....