Hinum megin hafsins sýnir Forsætisráðherra sig með frúvu sinni á slóðum Vestur-Íslendinga, sýnir í verki þjóðrækni sína sem sumir eru svo ósvífnir að kalla þjóðrembu. Það er gott að sýna Selvmade Man í Ameríku, þar eiga þeir heima. Ekki er það honum að kenna þótt konan eigi Pening, ekki er það honum að kenna þótt Pabbi hans hafi dansað um í Góðærinu í kringum Gullkálfinn og ekki glutrað öllu úr höndunum. Var Sigmundur Davíð nokkuð með honum í því?
Hvað Bjarni er að gera veit ég ekki, ætli engar fréttir séu slæmar fréttir eða góðar? Ætli hann sitji á skrífstofunni með reiknistokkinn og afgreiði fjárlög í gríð og erg? Kannski ætlar hann bara að láta Vígdísi H. og Ásmund E.D. sjá um þau?
Ætli það nú lesendur góðir, þetta er lognið á undan storminum, það eru margir sem bíða með óþreyju hvað gerist í haust, kemur Sigmundur Davíð með kanínu úr hattinum, eða verða komnar einhverjar góðar afsakanir þegar froðan og nályktin berast að vitum landans? Mun forsetinn endalaust þola þessa aðgerðalausu ríkisstjórn, hvenær finnst honum komið nóg. Meira að segja trúður trúðanna Ingi Hrafn er farinn að efast um afkvæmi sitt:
Núna finnst mér Bjarni og Sigmundur eins og snákaolíusölumenn. Snákaolíusölumenn í Ameríku fóru um vestrið, flott klæddir, og stóðu á torgum og predikuðu um það hvað snákaolía væri góð. Hana keyptu sérstaklega konur af því að hún átti að vera allra meina bót en var bara litlaus vökvi. Það er oft sagt þegar menn hafa lofað einhverju: Hann er bara snákaolíusölumaður. Ég spyr: Eru þessir strákar snákaolíusölumenn?
sagði hann á viðtali. Þetta finnst mér nú ósanngjarnt, er þetta ekki of langt gengið. Þeir þurfa nú að hvíla sig og hreinsa tunguna eftir fjögur seinustu ár. En lesendur góðir, þetta er auðvitað lognið á undan storminum, það er haustið sem verður opinberun okkar. Þegar ríkisstjórn auðkýfinganna sýnir sitt rétta andlit. Verum viðbúin.