En þeir eiga víða fasteignir og fyrirtæki, og enn tengjast þeir stjórnmálaflokkum. Enn setur að mann klígju yfir framferði þeirra. Þegar ákveðin fyrirtæki eru nefnd. Ákveðin nöfn. Sumir bjuggu í útlöndum aðrir voru í háum opinberum stöðum.
Skuldabréfin voru með veði í þessum fasteignum Góms. Skuldabréfakaupin voru fjármögnuð með bankaláni samkvæmt fundargerð stjórnar Giftar frá 20. júní 2007 sem DV hefur undir höndum, líklega frá Kaupþingi, viðskiptabanka Giftar. Líkt og DV greindi frá fyrr á árinu átti félag sem var að hluta til í eigu Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, hlut í Gómi í gegnum félagið Hólmaslóð ehf. og því var Gift að fjármagna félag sem Finnur átti að hluta. Finnur var jafnframt einn af stjórnendum Giftar í gegnum fulltrúaráð þess. http://www.dv.is/frettir/2013/8/3/arion-tok-fasteignir-giftar-FRP8FJ/
Athygli vekur að heimilisfang Feier ehf. er það sama og heimilisfang flutningafyrirtækisins Samskipa, sem Ólafur Ólafsson er kenndur við: Kjalarvogur 7 til 15. Hjörleifur Jakobsson er stjórnarformaður Samskipa og situr í stjórnum fjölda félaga sem Ólafur Ólafsson á, meðal annars í fjárfestingarfélaginu Kjalari. Þá er Hjörleifur skráður eigandi eignarhaldsfélagsins Bingo sem er eigandi iðnfyrirtækisins Límtré Vírnets í Borgarnesi, heimabæ Ólafs Ólafsonar. Þessi umsvif Hjörleifs Jakobssonar í atvinnulífinu eftir hrun eru nokkuð athyglisverð þar sem hann hefur verið samverkamaður Ólafs Ólafssonar til margra ára en ekki komið fram sem sjálfstæður fjárfestir í verðmætum fyrirtækjum eins og Hampiðjunni og Límtré Vírneti. Þá vekja þær fjárhæðir sem Feier hefur komið til landsins mikla athygli – nærri rúmlega 600 milljónir króna – en ekki hefur verið vitað til þess hingað til að Hjörleifur ætti slíka fjármuni. Í viðtali við Viðskiptablaðið í fyrra sagði Hjörleifur hins vegar að hann einbeitti sér að eigin fjárfestingum þessi árin.
http://www.dv.is/frettir/2013/8/2/hjorleifur-flutti-inn-600-milljonir/
Þeir Ármann og Kjartan eru ekki að ganga saman í fyrsta sinn með kaupum á hlutabréfum í Auði Capital en sem kunnugt er keyptu þeir ásamt fleirum hlut í Tryggingamiðstöðinni (TM) nýverið í gegnum fjárfestingafélagið Jöká. Þá gerðust þeir Ármann og Kjartan sömuleiðis hluthafar í BF-útgáfu sem rekur útgáfufélögin Bókafélagið og Almenna bókafélagið. Fyrirtækin hafa gefið út bækur af ýmsum toga, s.s. Undirstöðuna eftir Ayn Rand, Íslenskir kommúnistar eftir Hannes Hólmstein Gissurarson og bókina um Lága kolvetnis lífsstílinn. http://www.vb.is/frettir/85018/
Já, það er gott að fara á hausinn, það virðist ekki hafa mikið að segja fyrir suma:
Ármann Þorvaldsson ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar á þessu ári. Skuldaði félagið um 5,5 milljarða króna í lok árs 2009. Var eigið fé félagsins neikvætt um 5.350 milljónir króna. Var félagið skráð til heimilis hjá foreldrum Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í London og voru þau bæði skráð í stjórn þess.
Lögmannsstofan Logos stofnaði félagið fyrir Ármann í upphafi árs 2007 en það hélt utan um hlutabréfaeign hans í Kaupþingi. Skiptafundur var haldinn hjá þrotabúinu í lok júní á þessu ári en þó hefur ekki enn verið gengið frá skiptalokum. Því liggur ekki ljóst fyrir hversu háar endanlegar kröfur verða né hversu mikið fæst upp í þær.
DV sagði frá því fyrir stuttu að Ármann hefði gert kaupmála við eiginkonu sína. „Ég er ekki að flýja neinar skuldir eða eitthvað svoleiðis. Er ekki að fara frá neinum persónulegum skuldum. Ég held ég tjái mig þó ekki að öðru leyti um þetta,“ sagði Ármann aðspurður um umræddan kaupmála í samtali við DV.
Lítið hefur hins vegar verið fjallað um umrætt einkahlutafélag Ármanns. Þegar nafni hans er flett upp í fyrirtækjaskrá kemur fram að hann tengist engum félögum. Það virðist hins vegar ekki vera rétt. Sama dag og Ármann og Þórdís Edwald, eiginkona hans, gerðu með sér kaupmála var glæsihýsi þeirra að Dyngjuvegi 2 fært yfir á Þórdísi.
Þrátt fyrir gjaldþrot Ármanns Þorvaldssonar ehf. virðist Ármann sjálfur hafa það gott í London. Þegar DV hafði samband við hann í byrjun ágúst á þessu ári vildi hann ekki upplýsa við hvað hann starfi í dag. Maður sem þekkir vel til í fjármálaheiminum fullyrti hins vegar að Ármann sinni í dag ráðgjafarstörfum fyrir skilanefndir föllnu íslensku bankanna í London. http://www.dv.is/frettir/2011/9/2/armann-thorvaldsson-ehf-gjaldthrota/
http://www.dv.is/frettir/201
1/9/2/armann-thorvaldsson-ehf-gjaldthrota/