föstudagur, 28. febrúar 2014

Netskrímslið étur börnin sín

Dr Jekill og Mr Hyde var mér hugsað í gærkvöldi þegar ég heyrði og las fréttirnar um fall Hildar.

Það voru margir sem fögnuðu þessum tíðindum, sérstaklega þeir sem höfðu orðið fyrir hörðum vinnubrögðum hennar að birta óbilgjarnarskoðanir og málflutning óðamála netverja. En hún leit sér ekki nær.  

En lesendur góðir, netið er harður húsbóndi, eins og brennivín, dóp og svik stjórnmálamanna.

Netnotkun er fíkn það vita þeir sem hafa notað það. Og enn verra virðist það vera þeim sem skrifa undir dulnefni.  Það hef ég aldrei gert.

En, lesendur góðir, vandið ykkur, netið er fíkn og fíknin tekur yfir líkama okkar og sál. Dæmin sem við höfuð séð og heyrt seinasta sólarhringinn sýna að þar fer fólk undir áhrifum, netskrímslið hefur tekið völdin, það étur börnin sín. 

Fórnarlömbin eiga bágt.  Þau eiga að leita sér hjálpar.  Þau eiga að iðrast. 

fimmtudagur, 27. febrúar 2014

Alþingi: Sirkus Simma og Bjarna Smart

Það er margt furðulegt á seiði á æðstu valdastofnun okkar Íslendinga.

Það sást best á þessari snilldarmynd frá því í gær.


Það var mörg snilldin á seinasta þingi en við eigum von á enn betri tíðindum næstu árin. Eða hvað. Vill þjóðin ekki gneistandi fjör og umræður. Á allt að vera leiðinlegt og alvarlegt?  En að gamni slepptu þá þarf að hafa skýrari reglur um ræðustólinn á hann ekki að fá að vera í friði gagnvart rápurum sem eru að trufla ræðumenn?  Nú er ég að tala í alvöru. Hvað ætli átrúnaðargoð Sigmundar hugsi ????   

Sjónvarpið gerir enn betur og sýnir okkur snilldarklipp úr lygadeildinni þar er margt miður fallegt og margt sem veldur klígju og niðurgangi. 

Virðulegur þingmaður segir So What (ætli hann hlusti á Miles Davis?) við lygum.  

Gamlir samherjar láta ekki eftir sér liggja í stuðningi við ríkisstjórnina.


Svo eru vitibornar greinar inn á  milli eins og grein Jóns Sigurðssonar um undanþágur sem eru ekki undanþágur en eru samt ótalmargar. Og hugleiðingar Gunnars Tómassonar hagfræðings.

Greinar Baldurs Þórhallssonar og Össurar í vísir .is í dag.  


þriðjudagur, 25. febrúar 2014

Sviss og Ísland: Einhverjar afleiðingar?

Það setur að manni hroll yfir siðleysi íslenskra valdamanna þessa dagana.  

Þeir snúa heilum sínum ótt og títt inn í höfuðskeljunum, og koma með afbakanir á loforðum sínum. Ætli það nægi ekki til þess að stuðningsmennirnir hrópi húrra og votti:  Þetta er sannleikurinn þetta er málið.  Ég veit það ekki.  Það læðist oft örvænting inn í huga manns þessa dagana. 

En eiga gjörðir þessara manna aldrei að hafa einhverjar afleiðingar?   

Ég rakst á í gærkvöldi grein í International New York Times þar sem fram kemur að þjóðaratkvæðagreiðsla Svisslendinga um nýbúa og stöðu þeirra í landinu er farin að hafa áhrif á menntunar og rannsóknaráætlanir í samskiptum þeirra við ESB. Það er Erasmus + og Horizon 2020 sem er 80 billjón evru rannsóknarverkefni.  Evrópusambandið hætti viðræðum við Sviss eftir að fyrsta framkvæmd nýju þjóðarsamþykktarinnar kom í ljós.  Króatar fá ekki að vinna í Sviss í samræmi við reglur ESB.  

Ætli verði ekki svipað með okkur bráðum,  menningar og menntunarverkefni verða ekki í áskrift.  Við sáum hin yndislegu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við fyrstu hreyfingunni á styrkjamálunum í haust.  Við eigum að fá allt en ekki leggja sjálf neitt  til málanna.  Hvað ætli það hafi spilað í brottför Bandaríkjamanna sú vissa þeirra um okurverð á framkvæmdum fyrirtækja okkar á Keflavíkurvelli og víðar, sem heitir á mannamáli Spilling.   Sem oft var rætt í þingnefndum í Washington. En sjaldan á sölum Alþingis á Íslandi. 

Svo, lesendur góðir, kippum okkur ekki upp við ramakvein,  þegar að því kemur.  Þegar stjórnmálamenn siðleysis og spillingar fara að lifa það að gjörðum fylgja afleiðingar.  ESB hefur sjálft hafið umræðu um spillingu í bandalaginu. Við þurfum víst lengi að bíða að Sigmundur Davíð og Bjarni hefji slíka umræður.  Það er gott að hafa í huga að þessir karlar eru auðmenn sem hafa aldrei þurft að takst á við líf venjulegs fólks.

 
Sumargestir

við höfum of lengi verið sumargestir
reikað um blómstrandi engi og syngjandi skóga
nú er vetur í nánd
laufin farin á vit allra veðra
snjórinn felur sig í hótandi skýjum

óvíst um framtíðarstað


mánudagur, 24. febrúar 2014

Vigdís Hauks þjónar hagsmunum herra sinna.....

Ætli það sé kominn tími á inntökupróf inn á Alþingi.
Eftir seinustu afrek VH virðist ekki annað sjáanlegt en þörf sé á. Ég held að mörgum landanum hafi svelgst á fyrri hluta dagsins þegar þeir heyrðu eða sáu landafræðikunnáttu hennar.  Og auðvitað berst hún um á hæl og hnakka ef minnst er á orðaskilning hennar.  En það er einmitt það sorglega, málskilningur hennar og þekking eru óhugnanlega fátækleg. Það er leiðinlegt að þurfa að ræða um slíkt í fjölmiðlum.  En fjölmiðlar eru hennar leikvangur hún notar þá til að koma fram óhugnanlegum boðskap sínum.  Ég veit ekki hvort kjósendur hennar og flokksfélagar gera sér grein fyrir hugmyndheim hennar.  Því miður virðast þeir vera fleiri í flokknum hennar sem hafa sömu sýn. Sem gera Framsóknarflokkinn að öfgahægriflokki.  Tedrykkja hefur stóraukist þar.  Og eflaust er þambað Malt þar alla daga. 

Auðvitað reynir hún á sinn takmarkaða hátt að koma orðræðunni á það plan að það sé hungursneyð í Evrópu.  Kona með bein í nefinu, benti á það í fésbókinni hvað átt væri við með hungursneyð.   Það er ekki það sama sem VH heldur. 

En hún virðist þjóna hagsmunum flokks síns og xD.  Þar ríkja  foringjar sem nota dimma og drunalegar leiðir.  Til að koma landinu okkar á vonarvöl.   Allt snýst um blint hatur á fyrrverandi ríkisstjórn, allt snýst þetta um að gleyma dýrustu ákvörðunum sem valdamenn þeirra tóku til að þjóna hagsmunum þeirra fáu, allt er gert til að þurrka út orðmyndina Hrun.  Meira að segja margir þeirra manna sem kosið hafa xD í áratugi eru búnir að fá nóg.  Þeir sjá einangrunarleiðina sem er framundan.  Þeir sjá að þar sem heimska og hlýðni fara í sömu kerru þar er stutt í útafakstur.  


 

laugardagur, 22. febrúar 2014

Seinustu gullmolar frú Ragnheiðar Elínar

Iðnaðarráðherrann gerir það ekki endasleppt. Nú ætlar ráðherrann sjálfur að stinga puttunum í súpuna, hvernig ætli það fari.  Fagfólkið vinnur ekki í takt við hennar skoðanir.  Framkvæma á fyrst og hugsa svo:  Þetta flóknasta verkefni sögunnar er ekki erfitt hjá henni.  Það sækir að manni óhugur, óhugur um vanhæfi, aldrei hefur þvílík ríkisstjórn vermt stólana.  


Bara einn súpukokkur
Ragnheiður sagði jafnframt að til þessa hefðu "nokkrir kokkar verið að hræra í þessari tilteknu súpu", og minnti á álit atvinnuveganefndar þar sem segir að málið eigi ekki lengur að vera eingöngu á forræði orkufyrirtækjanna, heldur fyrst og síðast stjórnvalda. "Ég er sammála því og tel að á þessum tímapunkti sé farsælast að forræði málsins flytjist alfarið til stjórnvalda og að við höldum utan um alla þætti málsins, meðal annars samskipti við hugsanlega mótaðila."

Í beinu framhaldi upplýsti hún fyrirhugaðan fund sinn með Michael Fallon í næsta mánuði.
Vonbrigði með verkefnisstjórn
Ráðherra ítrekaði þá skoðun sína
að endurskoða þyrfti rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, og nefndi átta virkjunarkosti í því samhengi. Færslu þriggja kosta í neðri hluta Þjórsár sem hún telur órökstudda, ásamt Hágönguvirkjunum 1 og 2 og Skrokkölduvirkjun, úr orkunýtingarflokki í biðflokk sem "var á skjön við faglegar niðurstöður verkefnisstjórnar annars áfanga rammaáætlunar. Og til viðbótar við það voru vænlegir virkjunarkostir í vatnsafli færðir í biðflokk á umdeilanlegum forsendum, eins og Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun."
Ragnheiður vék næst að vinnu nýrrar verkefnisstjórnar  rammaáætlunar sem hún sagðist hafa bundið miklar vonir við. "Það urðu mér því mikil vonbrigði þegar ný verkefnisstjórn rammaáætlunar sendi drög að áfangaskýrslu sinni til umsagnar nú nýverið. Í henni var eingöngu lagt mat á virkjanakostina þrjá í neðri Þjórsá og tillaga nýrrar verkefnisstjórnar var að færa einn af þeim kostum úr biðflokk í orkunýtingarflokk. Ég lít svo á að ný verkefnisstjórn rammaáætlunar hafi ekki lokið því verkefni sem henni var falið og er stafað út í þingsályktun Alþingis og í erindisbréfi hópsins […]," sagði Ragnheiður.







föstudagur, 21. febrúar 2014

Engar ESB umræður: Hvað svo ?????

Ég sagði hvað svo?   Þegar einangrunarsinnar hafa tekið völdin á Íslandi?

Þegar við höfum sagt bless við lönd sem kaupa 80% af framleiðslu okkar? 

Við erum í EES, en þar höfum við vikið frá grunnsetningum þess og ESB. 

Ætli okkur gangi betur í viðræðum um fisktegundir og aflamagn?

Erum við betur umkomnir með vinum í austri??? Rússland, Kína?  Viljum við hafa forseta sem á frekar heima í erlendum höfuðborgum en á Bessastöðum.  

Verður lífið betra þegar búrarnir hafa tekið völdin?

Við virðumst njóta þess að hafa Pétra Þríhrossa yfir okkur, sem sparka í okkur og sproksetja.  

Útgerðarmenn, lífeyrisstjóra og bankafola. Við komum bugtandi og beygjandi okkur í von um smágjaldeyri og sporslur.  Þannig er gott að lifa á Íslandi. 





Samt þakka ég auðmjúkur þetta sem ég hefi fengið,
en þrálát og áleitin spurning um sál mína fer:
Er stríðinu lokið? Er loksins til þurrðar gengið
það litla af ærlegri hugsun sem fannst hjá mér?

Sjá, hér er minn staður, mitt líf og mitt lán,

og ég lýt þér, mín ætt og mín þjóð.
Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán,
mín skömm og mín tár og mitt blóð.



 


fimmtudagur, 20. febrúar 2014

Rangar upplýsingar: Hver á Vefpressuna???? Hver á pening???

Það er skrítið með þessa peninga.  Sumir vilja ekkert kannast við eignir sínar. Eins og Hannes Smára.  Aðrir eru stöðugt í málaferlum út af þeim, eins og Kári. Ríkir Hafnfirðingar fá nafn sitt í DV.  Aðrir eiga ekkert af þeim, eins og ég.  

Á Björn Ingi Vefpressuna?  Hvar fékk hann pening?  Hver endurfjármagnaði?  Hvar lánar honum?  Tapaði hann ekki stórsummum í Hruninu?  Hvers vegna hafa þessar upplýsingar ekki komið fram fyrr, að hann eigi Vefpressuna að mestu leyti einn???? 

Eitt er þó víst, ég myndi ekki skrifa á vafningum hans.Er hann nokkurs konar leppur fyrir aðra???? Ég veit það ekki.  Mér finnst hann ekki merkilegur pappír.  Myndi ekki kaupa notaðan bíl af honum, ekki einu sinni reiðhjól!!!!  



Rangar upplýsingar CreditInfo um Vefpressuna

Björn Ingi Hrafnsson eini eigandinn frá upphafi  (dv.is)

Leynigögn um skíðaskála: „Kæri Hannes“

Tölvupóstur frá lögmanni í Lúxemborg til Hannesar

Kári stefnir lögmanninum: „Fyrir mér er þetta ekki spurning um peninga“

Snýst ekki um peninga segir Kári Stefánsson (dv.is)