fimmtudagur, 10. apríl 2014

Ráðherrar: Það er erfitt að fórna sér fyrir vanþakkláta þjóð.

Enn er hann að, sá sem trúir á afnám skatta.  Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar: Hver bjargi sjálfum sér aðrir eiga ekki skilið að lifa.  Bjarni Ben styrkir vini sína, en þeir virðast ætla að flytja skipin sín til Grænlands eða að selja var það ekki til Rússlands.   Svo halda þeir áfram að kyrkja
þorpin á landsbyggðinni hægt og örugglega.  Og borga sér arð í hundruðum milljóna meðan þeir kvarta um lélega afkomu.  Svo eru þeir hissa á því að flokkurinn sé að síga saman eins og sprungin blaðra.  Dælt er milljörðum í skattalækkanir, meða vegakerfið drabbast niður, heilbrigðiskerfið sér starfsfólk sitt á hlaupum upp í næstu flugvél, húsnæðiskerfið á auðvitað að byggjast á einkaeignum fólks sem getur ekki keypti húsnæði.   
Og Sigmundur er að bjarga þjóðinni með lækkun fasteignalána af hverju kann engin að meta þetta?  Af hverju er þessi þjóð svona vanþakklát?   Er það nema von hann þurfi að hvíla sig öðru hverju erlendis?   Jafnvel i ESB landi .......... 

Það er erfitt að fórna sér fyrir vanþakkláta þjóð.

-------------------------------------------

Ríkir og sjávarútvegurinn hagnast mest 

Stærsti einstaki skattalækkunarliðurinn gagnvart einstaklingum sem Bjarni vísaði í í ræðu sinni er brottfelling auðlegðarskattsins. Reiknað er með að skatturinn skili ríkissjóði 9,4 milljörðum króna í ár samkvæmt upplýsingum í fjárlagafrumvarpinu en hann nær til um tæplega sex þúsund einstaklinga. Almennar tekjuskattslækkanir, þar sem milliþrep tekjuskatts var lækkað og neðri mörk hans hækkuð, skilar ekki nema fimm milljörðum og nær til flestra launþega.
Skattur á sjávarútvegsfyrirtæki var svo lækkaðir sem nemur 7,4 milljörðum króna, eða jafnvirði um 60 þúsund króna á hvert heimili. Þá hafa tryggingargjöld á fyrirtæki verið lækkuð sem nemur milljarði, samkvæmt ræðu Bjarna. Samtals nema þessar lækkanir um 23 milljörðum króna en því til viðbótar hefur stimpilgjöldum verið breytt og öðrum sköttum sem hafa minni áhrif á tekjur ríkissjóðs.B

Ríkir og sjávarútvegurinn hagnast mest

Stærsti einstaki skattalækkunarliðurinn gagnvart einstaklingum sem Bjarni vísaði í í ræðu sinni er brottfelling auðlegðarskattsins. Reiknað er með að skatturinn skili ríkissjóði 9,4 milljörðum króna í ár samkvæmt upplýsingum í fjárlagafrumvarpinu en hann nær til um tæplega sex þúsund einstaklinga. Almennar tekjuskattslækkanir, þar sem milliþrep tekjuskatts var lækkað og neðri mörk hans hækkuð, skilar ekki nema fimm milljörðum og nær til flestra launþega.
Skattur á sjávarútvegsfyrirtæki var svo lækkaðir sem nemur 7,4 milljörðum króna, eða jafnvirði um 60 þúsund króna á hvert heimili. Þá hafa tryggingargjöld á fyrirtæki verið lækkuð sem nemur milljarði, samkvæmt ræðu Bjarna. Samtals nema þessar lækkanir um 23 milljörðum króna en því til viðbótar hefur stimpilgjöldum verið breytt og öðrum sköttum sem hafa minni áhrif á tekjur ríkissjóðs. dv.is í dag

miðvikudagur, 9. apríl 2014

Ráðgjafar: Er þetta löglegt ?????



Það er margt furðulegt í okkar samfélagi, það er ýmislegt rotið:  


Stjórnvöld fóru leynt með skipan ráðgjafa
Alþingi Farið var leynt með skipan hóps ráðgjafa sem nýverið skilaði ráðherranefnd um afnám gjaldeyrishafta tillögum.
Alþingi
Farið var leynt með skipan hóps ráðgjafa sem nýverið skilaði ráðherranefnd um afnám gjaldeyrishafta tillögum. Skipan hópsins þótti varða við efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi.

Ráðgjafarnir sex voru skipaðir í lok nóvember í fyrra. Hvorki var tilkynnt opinberlega um skipan
þeirra, né var skipunarbréf þeirra gert opinbert fyrr en í svari Sigmundar nú. Ráðgjafahópurinn hafði frjálsar hendur um verkaskiptingu
og fundahöld. Engar fundargerðir voru ritaðar, en fulltrúi forsætisráðuneytisins sem sat fundina ritaði minnispunkta, segir í svarinu.

Ráðgjafarnir áttu að vera uppspretta hugmynda um afnám haftanna, og áttu að auki að smíða tillögur í kringum hugmyndirnar. "Þeir eru ráðgjafar ráðherranefndar um efnahagsmál en hafa ekki verið skipaðir í nefnd eða starfshóp. Ráðgjafar hafa ekki ákvörðunarvald í neinum málum er viðkoma afnámi hafta og eru ekki opinberir starfs
menn," segir í svari Sigmundar. Því telur hann reglur um jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum og nefndum ekki eiga við. Ráðgjafarnir eru allir karlmenn.

Össur spurði um þóknun ráðgjafanna, en var aðeins svarað að hluta. Tímakaup þeirra var 17 þúsund krónur. Samið var um fastan tímafjölda á mánuði, en ekki kemur fram í svarinu hversu margir tímarnir voru. Þá var greitt sérstaklega fyrir skýrsluskrif og sérstakar athuganir umfram fastan tímafjölda.
- bj


þriðjudagur, 8. apríl 2014

Óperan: Gunnar á lof skilið

Sá síðustu sýninguna á Ragnheiði.  Varð tilefni ýmissa hugleiðinga: 

Sýningin sem slík var gífurlega vel gerð og sett upp.  Óperunni til sóma. 

Sviðið og lýsingin frábær, ótrúlegt hvað hægt er að gera við erfiðar aðstæður.  Sviðsatriðin mörg svo falleg. Grétari og Kó til hróss. 

Söngvarar og kór voru fín, Þóra rismikil í dramatisku atriðunum, Elmar flottur á sviði, hlakka til að sjá hann í fleiru. Viðar, Bergþór, Guðrún Jóhanna og Elsa.  Þetta var allt svo jafngott.  

Óperan sjálf;  ég er bara búinn að hlusta einu sinni á hana, á sýningunni, nokkrar aríur, lofa góðu við endurheyrn, verður þetta ekki gefið út á diski.  Tveir dúettar ef ég man rétt, Bergþór í Allt eins og blómstrið eina, Guðrún Jóhanna með sína aríu í seinni hlutanum. Eiðtaka flott í samspili söngvara og kórs.  Mér þótti vanta meiri fjölbreytni í útsetningum hljómsveitarinar.  Stundum svolítið litlaust en sprettir á milli, arían (var það Guðrún Jóhanna) þegar harpan er notuð sem aðalhljóðfærið var mjög falleg.  

Það sem var einstakt við þessa sýningu að horfa á 1700 áhorfendur á hverri sýningu.  Sem kunnu að skemmta sér eins og á að gera á óperu.  Sýningin var ansi spennandi.  Og tilfinningaþrungnir lokakaflarnir dramatískir.  Ég sá nú ekki þessa grátþörf.  Þetta var damatísk en hvað með það, margar óperur eru það. Texti Friðriks var stundum ansi tilgerðarlegur það er erfitt syngja eðlilegt 17. aldar mál.  
Það eru ekki mörg óperuhús sem geta státað af svona móttökum í dag af nýrri óperu.  

Það er gaman að bera Ragnheiði saman við Passíusálma Megastar sem ég hlustaði á í sömu viku.  Sálmarnir höfðu meiri áhrif á mig, útsetningarnar magnaðri.  Ég er samt ekkert að segja að Gunnar hafi gert eitthvað slæmt, það var margt gott.  Ég var svo lánsamur að hlusta á Gunnar með félögum sínum í Trúbrot á sínum tíma.  Það er áhrifamesta rokktónlist sem flutt hefur verið hér á land, sunnudagskvöldin í Glaumbæ voru oft mögnuð. Gunnar á lof skilið. 

Mikið eigum við af góðu listafólki.   Gott er líka hversu margir Íslendingar kunna að meta þá.  Þrátt fyrir nagg um kostnað, Hörpur og það að fólk fái laun fyrir vinnu sína.    

sunnudagur, 6. apríl 2014

Bjarni Ben: Frumleiki í hæstu hæðum

Þarna stóð hann keikur, fjármálaráðherrann, og eitt sem hann sagði var gamla klisjan: You aint seen nothing yet. Frumleikinn í hæstum hæðum.

Og svo var önnur klisja:  Að lækka skatta og vörugjöld. Ekki orðið var eytt í að ræða nýjar fjáröflunarleiðir. Ónei. Biblía íhaldsins, að lækka skatta.  

Hann minntist ekki á stórminnkaðan afla og tekjur í sjávarútvegi um þessar mundir. Ó nei.
Hann minntist ekki á 8 verksmiðjur í Helguvík.  Engin mengun af því. Það er gott að búa í Keflavík.

Frumleiki í hæstu hæðum.  Ó já !! Vitinn sem lýsir í myrkrin? 
Þar mun flatneskjan ein ríkja!

Ó nei....


laugardagur, 5. apríl 2014

Megas og Þórður: Tónleikar ársins Sút flaug í brjóstið inn.

Ég meina það það verða ekki betri tónleikar þetta árið. Fimmtudagskvöldið 3.apríl, í
Grafarvogskirkju. 
Við heyrum ekki tilfinningaríkari söng en í nokkrum sálmum séra Hallgríms hjá Séra Megasi. Hann söng ekki alltaf vel en stundum himneskt.   Og Magga Stína bætti svo við plússi. hún er sannur Jesús.  Og einstakur Meyjakór.  Við upplifðum lostafulla trúarstemmningu. 
Útsetningarnar voru svo fjölbreytilegar.  Spilaðar af úrvali hljóðfæraleikara. Þeim beztu. Og dásamlegri hrynsveit. 
Salurinn elskaði þessa snilld. Farið var yfir allt svið dægurlaga: rokk, popp, valsar, soul, jazz, sveifla, ballöður, blús, allt með kunnáttu fagmannsins Þórðar Magnússonar.  Ég held að annað eins hafi ekki veið gert hérlendis.   Það geta einhverjir sagt að ég sé ekki hlutlaus.  En ég veit hvað ég syng.   Og margir áheyrendur táruðust, höfug tár runnu niður kinnar. Stafir féllu í gólfið.   

Lífið er oft yndislegt.  Þrátt fyrir óáran og ríkisstjórn.  Hugsið ykkur þennan meistaratexta: 

Pétur með bljúgu bragði 
bráðlega sagði nei, 
sór sig og sárt við lagði, 
svoddan mann þekkti hann ei. 
Glöggt þegar gerðist þetta, 
gól haninn annað sinn. 
Síst mátti sorgum létta. 

Sút flaug í brjóstið inn.


þriðjudagur, 1. apríl 2014

Sigmundur Davíð: Að safna bjálkum


Þau eru furðuleg orð forsætisráðherra sem stöðugt tönglast á því að hann ætli að vera maður sátta og samlyndis.  Það er eins og fortíðin sé hulin þoku og eilífu myrkri.  Hann virðist ekki vita
hvernig hið íslenska samfélag leit út í lok ársins 2008 og í byrjun 2009, þegar hann kom inn í stjórnmál.  Kannski hefur hann verið að telja krónurnar og ofurgróðann með þeim sem tóku stöðu gegn krónunni á þeim tíma. 

Hann man ekki að: tekjuhalli var 200 milljarðar árið 2008 og var sífellt að batna hægt og sígandi árin á eftir undir varkárri stjórn Jóhönnu og Steingríms, hann man ekki að það var engin fjárfesting, engir vildu lána okkur, vinstri stjórnin reisti bankakerfið aftur og hlaut aðdáun sérfræðinga erlendis.  En hvað sagði Sigmundur Davíð?  Það sama og hann segir í dag: það eina sem gerðist í kringum hrunið var ófyrirsjáanlegt verðbólguskot.  Þessi skot eru ansi víða um þessar mundir. Hann virðist ekki enn átta sig á því að það sem hann getur gert í dag er vegna ótrúlegrar stjórnar fyrirrennara sinna.  Það eru þeir sem valda því að okkur er treyst betur, þó að ráðherrarnir okkar núverandi geri glappaskot í hverri viku.   

Helstu hagstærðir hins opinbera 1980-2013
 Tekjur hins opinberaGjöld hins opinberaTekjuafgangur / -halliVerg landsframleiðsla (VLF)Tekjur á verðlagi 2013Gjöld á verðlagi 2013Tekjur á mann á verðlagi 2013, krónur
2008653.559853.725-200.1671.480.347818.2401.068.8432.562.163
2009614.290763.327-149.0371.497.934710.174882.4742.224.535
2010637.289791.880-154.5911.535.932689.084856.2392.166.889
2011681.134771.800-90.6661.628.319713.151808.0792.235.489
2012740.324805.617-65.2931.699.401753.568820.0292.349.641
2013789.114826.256-37.1421.786.244789.114826.2562.434.147
Gjöld hins opinbera: 192,2 milljarða króna yfirtaka ríkissjóðs 2008 á töpuðum kröfum vegna veðlána Seðlabankans er meðtalin.
Tekjur á verðlagi 2013: Staðvirt með verðvísitölu landsframleiðslu.
Gjöld á verðlagi 2013: Staðvirt með verðvísitölu landsframleiðslu.
Tekjur á mann á verðlagi 2013, krónur: Staðvirt með verðvísitölu
landsframleiðslu.
Gjöld á mann á verðlagi 2013, krónur: Staðvirt með verðvísitölu landsframleiðslu.
Vísitala tekna á mann 1980=100.
Vísitala gjalda á mann 1980=100.
Vísitala vergrar landsframleiðslu á mann 1980=100. 
Ár2013BráðabirgðatölurSíðast uppfært:2014-03-11Eining:Milljónir Króna/vísitala/hlutfallTímabil:1980-2013

Hagvísar þjóðhagsspár 1998-2012
 AtvinnuvegafjárfestingFjárfesting í íbúðarhúsnæðiFjárfesting hins opinberaÞjóðarútgjöld, allsVerg landsframleiðslaVísitala neysluverðsAtvinnuleysi, % af vinnuafli
2007-23,513,219,1-0,46,05,02,3
2008-23,3-21,9-5,9-8,61,212,43,0
2009-55,8-55,7-29,9-20,4-6,612,07,2
2010-1,3-18,0-21,8-2,6-4,15,47,6
201127,95,4-17,14,12,74,07,1
20127,86,9-9,11,61,45,26,0
Síðast uppfært:2013-11-07Eining:Magnbreytingar frá fyrra ári, %
Sama getum við lesið hér um fjárfestingar, þjóðarútgjöld og breytingju á vergri landsframleiðslu.  Það er ótrúlegt að þetta skyldi verða hægt.  OG

það er ekki Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að þakka, hann gerir lítið í því að fjarlægja bjálkana úr augum sínum, kannski er hann að safna bjálkum! 

Forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ef hv. þingmaður einbeitti sér nú ekki að innantómum skætingi eins og undanfarin ár heldur liti á stöðuna hverju sinni og þau tækifæri sem eru til staðar og reyndi að nýta þau hvort sem hann er í meiri hluta eða minni hluta þá hefði nú þegar náðst miklu meiri árangur en við horfðum upp á í fjögur ár hjá gagnslausri ríkisstjórn og raunar þremur mánuðum betur þar sem minnihlutastjórn hafði það hlutverk eitt að nýta þau tækifæri sem þá voru til leiðréttingar lána. Þrátt fyrir klúður í meira en fjögur ár hefur nýrri ríkisstjórn nú tekist á innan við ári að setja saman tillögur sem tryggja munu leiðréttingu á því sem kallað er forsendubrestur, þ.e. á áhrifum hins ófyrirsjáanlega verðbólguskots sem var í kringum efnahagshrunið. En að hv. þingmaður skuli enn eina ferðina reyna að halda því fram að menn standi ekki við loforð vegna þess að kostnaður ríksins sé ekki nógu mikill, tekur út yfir allan þjófabálk í ljósi þess að í fjögur ár reifst (Forseti hringir.) ég við hv. þingmann og fleiri um akkúrat þetta (Forseti hringir.) og reyndi að benda þeim á að kostnaðurinn væri einmitt miklu minni (Alþingi 31. mars 2014)

mánudagur, 31. mars 2014

Ögmundur heggur mann og annan

Ögmundur og umhverfisvinir brunuðu í Haukadal og komu að opnum dyrum.

Lítið fór fyrir hetjagangi gjaldtökusinna, engin sverð eða atgeirar á lofti.  Ég var í nágrenninu og klæjaði í beinunum en treysti mér ekki með börn þar sem ég bjóst við átökum.

Viðbrögð Haukdæla sýnir veikan grunn þeirra.  Þeir geta vaðið uppi í skjóli ráðherra sem ekkert gerir né getur. Það er enginn Gissur Þorvaldsson búsettur þar um slóðir nú.  Bara lögfræðingavinir og peysusalar. 

Svo Ögmundur vann léttan sigur og ég er ánægður með hann.  Sléttrakaður og glaðbeittur hélt hann tölu.  

Það er kominn tími að umhverfisfólk segi: Nú er komið nóg!!!!!!

Það var fallegt veður á Suðurlandi.  Ferðin var ekki alveg ævintýralaus, hjá mér ekki Ögmundi, en við lifðum það af, fjölskyldan, þótt að okkur væri sótt.  Í gærkvöldi var stjörnuskin og norðurljós úr heitum potti.  Grillað lambakjötið og franskt rauðvín smakkaði himneskt.  Svo eru Passíusálmar a la Megas framundan og Matteusarpassían, la vie est belle. 

Vonandi að Norðlendingar taki landareignir sínar til sín,  Dettifoss og Mývatn.   Linkind skilar engu !!!