Oft hefur maður velt fyrir sér hvað orðið hafi um brottræka flóttamenn. Ekki er ég bara að tala um gjörðir í tíð Hönnum Birnu heldur líka frá fyrri ráðherrum bæði á hægri og vinstrikannt stjórnmálanna. Eftir að hafa látið þetta fólk bíða í tvö þrjú ár og þá senda það burt þrátt fyrir að dómsmál sé í gangi. Það væri fróðlegt ef einhver aðili gæti sagt okkur örlög aftursendra flóttamanna.
Í frétt DV kemur í ljós að Tony reikar um slóðir Evrópu, Sviss var upprunaland hans sem hann var sendur til, en núna er hann á Ítalíu. Fjárvana og með engin réttindi nema að senda hann heim í góssenlandið Nígeríu sem hefur aldeilis verið í fréttum seinustu vikurnar. Evelyn er auðvitað í sárum nýbúin að fæða. Barnsfaðirinn sendur úr landi fyrir fæðinguna. Athyglisvert er að samkvæmt heimildum blaðsins er flest sem Tony hefur sagt rétt eftir ítarlega rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum.
Merkilegt er að ráðherrann lítur á sjálfa sig sem aðalfórnarlamb þessa máls. Það er nú sjálfhverfni af hæstu gráðu. Það eru sumir sem kunna ekki að skammast sín. Þegar búið er að sýna fram á að allt þetta málastapp varð til í ráðuneyti innanríkisráðherra. Það er ekki hægt að halda því fram að siðferði íslenskra stjórnmála sé á háu stigi.